Miðvikudagur, 24. janúar 2007
NAFNIÐ TRYGGIR GRÆÐIN!
![]() |
Snorri: Höfðum þolinmæði til þess brjóta ísinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Snilldar seinni hálfleikur
Túnisarnir sprungu á limminu í seinni hálfleik. Þetta kallast víst að taka þá á útsoginu!!
Áfram Ísland. EN mikið hrikalega var þetta skemmtilegt. Takk strákar!
![]() |
HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Túnis leikurinn
Eftir Úkraínuleikinn kom merkilegur handboltaspekingur með merkilegar yfirlýsingar:
Tja, ég veit nú ekki. Mér finnst Alfreð stórlega ofmetinn sem þjálfari. Ég bjó nú fyrir norðan þegar hann var með KA-liðin og fannst hann alls ekki standa sig vel og mórallinn í kringum liðið leiðinlegur (með Árna Stefánsson sem mesta skíthælinn af þeim fjölmörgu).
Eina góða við liðið var Guðjón Valur meðan hann var þar (já og Dundranúna).
Framhaldið þekkja menn síðan og mikil var þögn þessa mikla spekings, þegar Íslendingar unnu Frakka. Þá heyrðist ekki múkk í klerknum fræga.
Í fyrri hálfleik í dag kom sami handboltaspekingur með merkilegan spádóm um leikinn:
Jæja, nákvæmlega sami leikur hjá Íslendingum og á móti Úkraínu, engin vörn og engin markvarðsla - og lélegur sóknarleikur.
Það er eins og liðið geti ekki átt tvo góða leiki í röð.
Hvað myndband ætli Alfrð hafi sýnt núna: "Sofðu rótt"???
Ég spái 11 marka sigri Túnisa
Spurning hvort hann fari ekki að setja á sig múlinn. Og þó fyrr hefði verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Katsav leitar lausnar, en aðeins tímabundið
Þeir hafast ólíkt að, forsetarnir. Sá íslenski djammar með vinum sínum á Indlandi sest þar í nefndir, en ísraelski starfsbróðir hans berst fyrir því, að halda embætti sínu. Moshe Katsav taldi við hæfi að beita embættisþunga sínum á ritara sína og aðra kvenstarfsmenn. Og engin Monica Lewinsky var þar á sveimi.
Ísraelska forsetaembættið hefur löngum verið, eins og það íslenska, upp á punt. Þegar ég bjó í Jerúsalem var í nánast nágranni forsetans, bjó c.a. í svipaðri fjarlægð frá forsetabústaðnum og Stjórnarráðið íslenska er frá aðal útibúi Landsbankans. Í svipaðri fjarlægð í hina áttina var embættisbústaður forsætisráðherrans. Maður þurfti því stundum að taka á sig krók, til að komast heim, þegar hermenn lokuðu götum til að tryggja aðflutning erlendra sendimanna.
Forsetinn gerði lítið annað en að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sendiherrum, skoða skrúðgöngur hermanna, leggja nafn sitt við líknarfélög og koma fram á hátíðarstundum. Ekki svo ósvipað fornu hlutverk íslenska forsetans. En tímarnir breytast. Hin síðari ár hefur forsetinn fengið að tjá sig um ýmis mál, frægast var þegar þáverandi forseti krafðist rannsóknarnefndar 1982, og í kjölfarið missti Ariel Sharon embættið og Begin sagði af sér í kjölfarið.
En nú hafa nokkrar konur kært forsetann fyrir nauðgun, eða nauðgunartilraun. Þetta hefði þótt ómögulegt fyrir nokkrum áratugum. Jafnvel bara fyrir nokkrum árum. Femínismi er í sókn og ísraelskar konur hafa náð að rísa til æðri stiga samfélagsins, ekki ósvipað því sem hér hefur gerst. Nema enginn forseti hefur komið úr röðum kvenna, enn sem komið er. En meðan konur sitja í hæstarétti, í ríkisstjórn og á þinginu, er ekki lengur hægt að klípa í rassinn á einkariturum sínum. Það þurfti m.a. fyrrv. varnarmálaráðherra, Mordechai, að reyna. Nú gildir ekki lengur það sem áður var, að menn eins og Moshe Dayan kæmust upp með framhjáhald og kvennafar.
Evrópa hefur hafið enn sterkari innreið sína í ísraelsk samfélag en áður var. Þær reglur, sem gilda í Evrópu, gilda orðið í Ísrael, a.m.k. á mörgum félagslegum sviðum. Því er ljóst, að austurlenski blærinn, þar sem konan er réttindalítil húsmóðir, er liðinn. En Moshe Katsav á e.t.v. erfitt með að átta sig á því, að reglunum hefur verið breytt.
Katsav var fæddur í Íran og komst með herkjum til Ísraels 1951, í faðmi foreldra sinna, þá aðeins sex ára gamall. Ísraelsstjórn lagði þá mikið undir að búa vel að sínum flóttamönnum, eins og hægt var. Katsav ólst upp í nýju þorpi suður af Tel Aviv, rétt við mæri Gasa. Þar reis síðan bærinn Kiryat Malachi, þar sem Katsav ólst upp. Verksmiðjubær, skítugur og óaðlaðandi. En bærinn lifnaði við, þegar fyrsti bæjarbúinn brautskráðist frá Hebreska háskólanum í Jerúsalem. Hann hét Moshe Katsav 24 ára gamall. VIð heimkomuna gerðist hann bæjarstjóri, yngsti bæjarstjórinn í sögu Ísraels.
Ferlinn hans hófst síðan með setu á þinginu, Knesset og sól hans reis smám saman. Hann komst síðan í forsetahöllina, en hefur svosem ekki verið eftirminnilegur forseti, nema fyrir það, sem nú er í gangi.
Ég get ekki ímyndað mér, að nokkur eftirsjá verði af Katsav. Spurning hvort hann verði ekki bara að láta af embætti endanlega. Og þá væri gaman að sjá konu í forsetaembættinu!
![]() |
Ferli hafið til að vísa forseta Ísraels úr embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Tún.is í dag.
Jæja, þá fer að líða að stóru stundinni. Maður þarf bara að klára einn fund kl. 15.00 og síðan er maður laus til að horfa á Ísland - Tún.is, síðan unglingalið Arsenal gegn Sp*rs, og kannski Bet.is gegn Barcelona.
Flottur dagur framundan, þ.e.a.s. ef úrslit verða hagstæð!!!
Áfram Ísland og Arsenal!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Rumour has it
að Arsenal sé að kaupa efnilegasta leikmann Englands, og þann eftirsóttasta, vinstri bakvörðinn Gareth Bale. Ég fatta þetta nú ekki, því fyrir eru Clichy, Gallas og Traore, hinn efnilegi Frakki. En kannski vill Wenger fleiri Englendinga. Síðan er Arsenal víst að kaupa 17 ára tékkneskan varnarmann, framan við nefið á Leverkusen.
Arsenal kaupir bara þessa allra efnilegustu. Liverpool kaupir hina, b-liðs mennina.
![]() |
Hollenskur framherji til Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Savage
Jæja, það er ekki oft sem ég segi svona: "Gott á fíflið". Þessi maður er mesti tuddari í enska boltanum, grófur og setur alltaf upp sakleysissvip, þegar hann brýtur af sér.
Þar að auki er hann einn besti leikari í enska boltanum og platar menn ítrekað út af með leikaraskap, eða fiskar spjöld á þá. Nú síðast Gilberto hjá Arsenal. Óþolandi manngerpi, ættaður frá Man Utd...en spilaði m.a. með Leicester, báðum liðum til mikillar skammar.
![]() |
Savage fótbrotnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Til varnar Ingibjörgu Sólrúnu 2. hluti
Í gær setti ég saman smá pistil til varnar Ingibjörgu Sólrúnu. Með honum taldi ég upp nokkra þingmenn Samfó og komst að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki bara hægt að kenna Ingibjörgu um slæmt gengi Samfó og frjálst fylgisfall flokksins. En þar var ég aðeins rétt byrjaður á að telja upp þingmenn Samfó, og held því áfram hér.
Einar Már Sigurðarson. Ok, ég gleymdi honum úr stafrófsröðinni í gær. Það segir kannski allt, sem segja þarf. Auðvelt að gleyma Einari. Hann er ekki það eftirminnilegur.
Kristján Möller. Jæja, þá er síldin komin á land. Ég hef margsinnis horft á Kristján, og hlustað, flytja ræður á Alþingi, enda oft með þingsjónvarpið í gangi. Ég hef ekkert slæmt um hann að segja, svosem, en heldur ekkert gott. Ég veit að hann styður jarðgöng á milli Sigló og Ólafsfjarðar, enda ekki við öðru að búast. Annars veit ég ekki fyrir hvað hann stendur, hvað hann er að gera á Alþingi. Sama með hann og Einar Már, ég finn ekki heimasíðu hans, hafi hann slíka. Engu að síður hef ég tilfinningu fyrir því, að Möllerinn standi undir nafni. Ég þekki nokkra Möller og líkar vel við þá alla, og hef mikinn áhuga á einum þeirra, Ólafi Friðrikssyni Möller.
Lúðvík Bergvinsson. Eyjamaðurinn. Ég tefldi við hann á Skákþingi Íslands 1979, en hef annars lítið af honum að segja. Hann vekur upp tvíræð viðbrögð hjá mér. Stundum líkar mér við hann, sem þingmann (þ.e. í ræðustól), þar sem hann er skellegur, þó ég sé eðlilega séð ekki oft sammála honum. En hér ríkir málfrelsi. En stundum fellur hann í nöldurgryfjurnar og verður eins og sjötug kjaftakelling. Plúsarnir þó mun fleiri og stærri en mínusarnir. Ég bendi á merkilega grein hans "Hverskonar stjórnmálamenn eru það sem engin viðbrögð vekja?". Þar segir m.a.:
Hluti af þeirri stöðnun sem hér ríkti var vegna þess að það þorði enginn að gára vatnið. Stundum geta menn gárað um of en stjórnmálamenn sem ekki hafa hugmyndir og ekki hafa framtíðarsýn eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er mín bjargfasta skoðun og ef þeir eru ekki tilbúnir til að koma fram með hugmyndir og brjótast undan oki flokkanna er miklu betra að ráða skrifstofumenn sem taka við fyrirmælum. Stjórnmálamenn eiga líka að hafa kjark og kraft til að standa við það sem þeir segja en ekki bara stinga út puttanum til að kanna hvernig vindurinn blæs og athuga hvað kemur út úr skoðanakönnunum. Þjóðin þarf ekki á svoleiðis stjórnmálamönnum að halda, sagði Lúðvík að lokum.
Glæsilegt. Hér kemur besta lýsingin, sem ég hef séð á þingmönnum Samfó. Alveg rétt. Þjóðin þarf ekki á Gallup-elskandi afturhaldskommatittum að halda. Fyrir þetta fær Lúlli stóran plús. Þetta er stoðsending í lagi.
Mörður Árnason. Hmm, af tvennu slæmu kýs ég frekar Mörð Valgarðsson. Hann er þó ekki alslæmur, en maður verður að hafa í huga, að hann var barinn í hausinn sem unglingur, og má meta honum það til afsökunar fyrir að vera svona. Hefur þá nokkra góða kosti, en það hefur Árni Johnsen líka.
Rannveig Guðmundsdóttir er á útleið. Amen. Síðasta færsla á heimasíðu í des. 2002. Segir allt sem segja þarf.
Jæja, þessi pakki er nú ekki sérlega merkilegur, hvorki umbúðir né innihald. Lúlli er langsamlega skásti þingmaðurinn meðal ofangreindra, reyndar nokkuð frambærilegur, jafnvel á almennum standard, ja og Kristján eflaust ágætur,
En með þessa í huga get ég tekið undir þau orð Ingibjargar, að þessu liði sé almennt ekki treystandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Janúarhiti - spurning til Einars Sveinbj.
Það var hér fyrir meira en áratug, þegar ég var að klára M.A. ritgerð mína í sagnfræði. Janúarbyrjun 1995. Það er svosem ekki í frásögur færandi. Það var farið að ganga þrjú að morgni og ég var orðinn þreyttur. Ákvað að fara út í göngutúr og hressa mig aðeins. Fór í úlpu og peysu, en þegar ég kom út, varð mér alltof heitt. Fór því úr peysunni, og síðan úlpunni. Á endanum fór ég í göngutúr kl. 2.30 að morgni, á skyrtunni einni saman, og varð ekki kalt. Þetta var 4. janúar (þ.e. aðfaranótt 5. janúar), endurtek ég hérmeð. Þá var hitinn í 101 Reykjavík vel yfir frostmarki, mjög vel yfir frostmarki.
Mig langar til að spyrja Einar, hvort hann muni eftir þessu, eða geti flett þessu upp? Hvaða hiti var þá í janúar?
Síðan má bæta við, að í fór beint í nám í Jerúsalem. Þar var kuldi þegar ég kom, sérstaklega á nóttunni. Sumir urðu hissa, þegar ég sagði, að það hefði verið heitara á Íslandi þegar ég fór þaðan!
![]() |
Útlit fyrir methita á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)