Fimmtudagur, 28. desember 2006
DV
Já, hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir. Ég er alveg hættur að reyna að skilja hvað er í gangi þarna. En niðurstaðan er, meira eða minna, að 365 heldur áfram að eiga sömu miðlana, beint eða óbeint. Og SME snýr aftur til 365, burtséð frá því hvaða samninga hann hafi við Blaðið. Og ég held áfram að nenna ekki að lesa DV.
![]() |
Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Ja, nú kemst ég í betra form eftir áramótin
Var að fá meil frá Hreyfingu; kynningu á því sem framundan er. Þar segir m.a. frá "nýjum námskeiðum", sem eru eftirfarandi:
Jump fit
Betra form - SEX
Stelpur 13-15 ára
Þjálfun á meðgöngu
Já, mér líst ágætlega á þetta þarna nr. 2. En betra hefði verið, að meðfylgjandi mynd af þeim kvenkynseinkaþjálfara, sem hafa muni umsjón með þessu námskeiði.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Skúbb: Áramótaskaupið
Ég sat eins og asni í kaffi snemma í morgun, morkinn og varla vaknaður, þegar ég heyrði á tal tveggja manna, sem sögðust hafa heyrt skúbb frá vini sínum, sem frétti frá vini sínum, sem heyrði frá sjónarvotti (einhvern veginn svona), að áramótaskaupið í ár sé ekkert sérstakt svosem; einstaka brandarar sem megi glotta að, stundum reka upp hrossahlátur jafnvel. En í heildina hálf skrítið...fyrir fólk með aulahúmor.
Ég hef ekki hugmynd um einu sinni hverjir semja eða stjórna skaupinu. Mér er eiginlega alveg sama. Á síðasta ári horfði ég á skaupið á netinu, þar sem ég lá í rúmi á hóteli í litlum og skítugum smábæ í Englandi. Þegar það var c.a. hálfnað steinsofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en næsta morgun. Vonandi verður skaupið betur aðlagað mínum aulahúmor þetta skiptið.
En annars sel ég ekki sögu þessa dýrara en ég keypti.
Þegar stórt er slúðrað...
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Heimsmeistaraeftirherma
![]() |
Breti tekur upp nafn Alonso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Góður punktur hjá Túrkmenum!
Ok, þetta verða bananakosningar í bananaeinræðisríkinu. En sniðugt samt, að frambjóðendur megi ekki eyða neinum pening nema þeim, sem ríkið skaffar.
ERGO: umorðað á lýðræðismál. Hvernig væri, að í næsta prófkjöri skaffi "flokkurinn", hver svo sem hann er, frambjóðendum ákveðna upphæð til kynningarstarfa og það yrði allt og sumt. Þessi fjáraustur í prófkjörum er algjörlega kominn úr böndunum, svo t.d. hæft fólk kemst ekki að, því það hefur ekki efni á að reka kosningabaráttu.
Og spurning með kosningarnar 2007?
![]() |
Ný kosningalög sett í Túrkmenistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)