Gleðileg jól!

Var að lesa bækling, sem ég fékk með mér heim í nótt:

HÁLSTOGNUN: blablabla,

Ekki er ráðlegt að:

  • Að vinna mikið upp fyrir sig, t.d. að hengja þvott, gera hreint eða mála loft.
  • Að bogra mikið, t.d að ryksuga, skúra og sitja við skriftir
  • Að bera þunga hluti.
  • Að lyfta þungum hlutum
  • Að ýta þungu.

Jæja, ég þarf þó amk ekki að ryksuga, þrífa og setja í þvottavélina í dag, eða gera eitthvað merkilegt, s.s að færa jólatréð eða eitthvað svoleiðis. Galli, að maður má ekki sitja mikið við skriftir. Jæja, c´est la vie. Það versta er, að nú verð ég að míga sitjandi...

En eitt er víst, ég mun fá þessi hálstognunareinkenni aðeins fyrr á næsta ári, t.d. daginn áður en jólahreingerningin á að byrja!Wink


Álver af hinu góða!

Útsendingar Ríkisútvarpsins féllu niður um tíma í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu RÚV féll út skáli hjá álveri, og kom við það högg á kerfi Landsnets. Þetta orsakaði bilun í búnaði hjá Ríkisútvarpinu og féllu útsendingar við það niður...

 

Jæja, hvaða vitleysingar eru að segja, að álver séu slæm? Ef álver geta leitt til þess, að útsendingar RUV falla niður um stund, hlýt ég að eflast í þeirri trú, að ágætt sé að hafa nokkur álver á sveimi, svona rétt til að gefa okkur smá stundarfrið.Pinch


mbl.is Truflanir á útsendingu RÚV vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðkunningi Slysó...

Það var dálítið furðulegt, að koma á mótttöku Slysó í gærkvöldi og vera heilsað: "Sælir. Þú hefur ekki komið hingað í nokkurn tíma." Ég er semsagt "góðkunningi" Slysó, eins og það heitir reyndar.

Ég sat þarna og rakti atburði dagsins fyrir mótttökuritaranum, vingjarnlegri hjúkku sem hefur tekið þarna á móti mér nokkrum sinnum áður. Já, ég var að bakka út úr stæði, þegar ég lenti skyndilega í samstuði við sérútbúinn fjallajeppa. Ok, afturendinn á bílnum mínum er illa farinn, en hinn skemmdist ekki. Og ég var í órétti, því hann var kyrrstæður. En ég glotti bara: "Jæja, hefði getað farið verra." Og taldi málinu lokið, í bili a.m.k.

En síðan fór ég að stífna upp í hálsinum, fékk ógleði, hausverk og ýmis smá leiðindi. Af stað til Slysó. Ég settist síðan niður og beið eftir því, að komast að.

Biðstofan á Slysó er mér ekki ókunnug. Mér tókst að fá eins konar blóðeitrun í annan fótinn í ágúst s.l., og var þarna meira eða minna seinni hluta ágústmánaðar og fyrri hluta september. Maður mætti þarna kl. 7 að morgni, kl. 13, 18 og 23.30 uns rauða bólgusvæðið var algjörlega horfið. Og síðan var endalaust vesen að sprauta þessum lyfjum í mig, því æðarnar þoldu þetta ekki nógu vel. Mér taldist til, að á mánaðar tímabili hafi ég setið rúmlega þrjá sólarhringa á Slysó. Ég var farinn að þekkja flesta starfsmennina...

Ég var því góðkunningi Slysó, þegar ég mætti þarna í gærkvöldi. Nokkuð margir voru að bíða, misjafnlega slasaðir. Einn af öðrum fór inn. Ég hafði komið þarna rúmlega níu og var komið miðnætti, þegar ég loksins komst inn. Ég var síðan skoðaður af huggulegum kvenlækni, sem vann sitt verk vel. Ég fékk síðan góð ráð og hélt heim, setti stuttbylgjutæki á bólguna á hálsinum, og fór að sofa. Vaknaði síðan morkinn á aðfangadagsmorgni. Nú á ég eftir að kaupa ýmislegt...Þorláksmessu kauptíminn fór í að bíða á Slysó.

Ég er alls ekki að gagnrýna starfsfólkið á LSH-Slysó. Ég hef hvorki nú né fyrr haft neitt út á það að setja. Við eigum þarna mjög hæft starfsfólk, almennilegt og fagmenn fram í fingurgóma. En ég átta mig ekki á því, hvers vegna við Íslendingar, rík þjóð, getum ekki skaffað fleiri af þessu fína starfsfólki og borgað því nógu vel, svo það flytji ekki til Noregs eða Svíþjóðar, já, eða Bandaríkjanna.

Jæja, þá eru að koma jól, einu sinni enn. Ohh, voðalega verð ég feginn þegar þetta verður búið.


Melurinn í vanda?

Jæja. Mel Gibson í vanda, enn og aftur.

Ég sló inn "Carmel Sloane" á google.is og kom þá í ljós, að fjölmiðlar víða um heim hafa tekið þetta mál upp á arma sína. Flestir segja þó sömu söguna, e.t.v. með smá tilbrigðum.

Í mörg ár hafa Melurinn og Brúsinn verið meðal minna uppáhaldsleikara. Kannski er ég bara svona macho, en ég hef haft gaman að Lethal Weapon og Die Hard seríununum. Af þeim var þó Bruce Willis einu skrefi framar, e.t.v. vegna þess að hann hefur svo kunnuglegan hárvöxt, í mínu tilviki a.m.k. Hann er síðan bara betri. Melurinn hefur aðeins sigið í vinsældum hjá mér, þegar í ljós kom, að maðurinn virðist vera rasisti -- það að vera fullur er engin afsökun. En mér hefur þó fundist herferðin gegn honum tóm þvæla. Ég meina, það hafa allir einhverja fordóma. Gibson var bara svo "óheppinn" að hafa slæma fordóma miðað við starf sitt og starfsvettvang. En Melurinn er góður leikari, það fer ekki á milli mála, burtséð frá skoðunum hans.

En nú segja fjölmiðlar, að Melurinn eigi 29 ára gamla dóttur. Lítið er um þessa stúlku vitað, svosem. Engin mynd virðist vera af henni á netinu (sló inn "myndir" á google, ekkert svar) og litlar upplýsingar.  Melurinn hefur haft þá ímynd, að vera settlegur fjölskyldufaðir, og hjónaband hans fyrirmyndarhjónaband í Hollywood. En kannski bregðast krosstré sem önnur tré?


mbl.is Mel Gibson segist ekki eiga 29 ára dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband