Miðvikudagur, 20. desember 2006
Breaking news? Abramovich hættur
OK, ekki hjá Tjel$ki, heldur hefur hann beðið um lausn, sem héraðsstjóri í köldu, fámennu, hrjóstrugu en nokkuð auðugu Síberíuhéraði. Svo segir í ofanvísaðri frétt ruv.is
|
|
Roman Abramovich, ríkasti maður Rússlands, hefur óskað eftir því að fá sig lausan úr embætti héraðsstjóra Chukotka-héraðs, austast í Rússlandi. Talið er að hann hafi lengi viljað losna úr starfi héraðsstjóra en Putin forseti ekki tekið það í mál.
Chutkotka er strjálbýlt og harðbýlt hérað, austast í Asíuhluta Rússlands, við Beringssund. Roman Abramovich hefur varið tugmiljörðum króna til uppbyggingar í héraðinu. Putin forseti skipaði hann í fyrra til fimm ára í viðbót, - til ársins 2010, en nú virðist miljarðamæringurinn vera búinn að fá nóg. Hann gekk á fund forsetans í dag og lagði inn lausnarbeiðni sína.
Talsmaður Abramovich vill ekkert segja um ástæðu uppsagnarinnar að öðru leyti en að hann hafi lokið verkefni sínu við uppbyggingu samfélagsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Abramovich hygðist flytjast frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Hann er meirihluta ársins í Bretlandi og annars staðar í Vestur-Evrópu, þar sem hann á miklar eignir, þar á meðal enska knattspyrnuliðið Chelsea.
Roman Abramovich er einn oligarkanna svonefndu sem auðguðust gríðarlega í kjölfar þess að Sovétríkin liðu undir lok. Framlag hans til samfélagsins hefur iðulega verið talið til fyrirmyndar og þar með hefur hann notið velvildar Putins forseta. Samkvæmt grein í Rússlandsútgáfu viðskiptatímaritsins Forbes eru eignir Abramovich metar á 126 miljarða króna.
Ef ég væri búsettur í Englandi, dveldi þar flesta daga vikunnar, en væri aðra daga meira eða minna að tjatta við Kremlverja um daginn og veginn, eða leika sér á snekkjunni stóru við Miðjarðarhafið, getur það varla komið á óvart þótt ég nenni ekki lengur að starfa sem héraðsstjóri í svæði, lengst austur í Síberíu, við Kyrrahaf og eitthvað íshaf norður af Rússlandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Ok....gæti alveg eins verið skrifað á kínversku...
...hvað mig snertir. Ég þekki landið svosem ágætlega, en maður man ekki hvað öll kennileiti heita, eða öll svæði landsins.
Hvar eru t.d. Þvottárskriður?
![]() |
Ófært í Þvottárskriðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Listen very carefully, I shall say this only once
Ok, flensa og "sumarfrí" taka sinn toll. Kominn með nýju DVD diskana í tölvuna...
Þegar ég var í London nýlega rölti ég inn í Borders og keypti mér þar fyrstu fimm seríurnar af Allo' Allo', hinum stórkostlegum seríum, sem sýndar voru í RUV hér fyrir all nokkru. Þetta eru auðvitað frábærir þættir, sem hægt er að hlægja að aftur og aftur. Auðvitað tóm vitleysa allt saman, en stundum eru svoleiðis þættir skemmtilegir. Keypti þar líka "Keeping up the Appearances", sem er af svipuðum gæðaflokki.
Ýmsar slóðir á netinu fjalla um Allo' Allo', meas Internet Movie Database, en einnig þessi og slóð þáttanna á BBC. Skora ég á þá, sem hafa eða höfðu gaman af þessum þáttum, að kíkja á þetta smá stund.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Dómar og dómarar
Merkilegt, að maður fékk 2 mánaða fangelsi fyrir að rækta kannabis. Annar fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás. Síðan kom sex mánaða fangelsi fyrir að stela ýsu, fæðubótarefnum og svoleiðis smotteríi, og 1 1/2 árs fangelsi fyrir nauðgun, þar sem "nauðgunarlyfið" kom við sögu, minnir mig að hafa lesið.
Hvað ætli menn fái fyrir morð, nú á dögum? Fjóra punkta í umferðarskrána?
Og miðað við þetta skil ég ekki, af hverju dómarar eru að reyna að knýja fram launahækkun með valdi?
Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Íransforseti svín?
Svona er lífið.
Ahmedinejad þolir þetta víst ágætlega.
Mamamamaður áttar sig ekki á þessu.
Margt til í þessu svosem.
Á þessum síðustu og verstu tímum.
Látum nú gott af okkur leiða.
Aftur og enn á ný.
![]() |
Dönsk listamannasamtök kalla Íransforseta svín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Hvað er orðið af öllum gáfuðu stelpunum?
Ég held að þær hafi sumar amk fæðst á Íslandi. En vonandi líður Joan Rivers betur við að vita, að heimsku ljóskurnar virðast nær einskorðast við Bandaríkin. Alveg sammála Joan Rivers samt með það, að hvað er svona merkilegt við Paris Hilton og Jessicu Simpson (ok, sú síðari öllu betri!) Hvað væru þessar stelpur t.d. ef þær myndu fitna um nokkur kíló, eins og t.d Britney Spears?
Fegurðardýrkunin er orðin ofboðslega, ofboðslega þreytt, sérstaklega í Bandaríkjunum. "Skapar fegurðin hamingjuna"? spurði skáldið forðum. Nei. Hvað með t.d. Britney, sem var unglingastjarna, fyrst og fremst fyrir að dilla á sér bossanum í myndböndum. Síðan gifti hún sig myndarlegum vitleysing, sem hafði meira á bringunni en inní hausnum og hefur verið óhamingjusöm allar götur síðan. Og nú er hún fræg fyrir að hafa verið fræg fyrir nokkrum árum. Hún er hvorki flott, né á lög á topp eitthvað. Þegar dillandi bossinn gleður ekki lengur augu hinna einföldu, hvað er þá eftir? Varla útlitið? Varla gáfurnar? Ég er viss um að stelpugreyið hefði orðið mun hamingjusamari hefði hún t.d. náð sér í annan Jakobsson-tvíburann á sínum tíma, báðir gáfaðir og góðir drengir! En spurning með þeirra hamingju.
Betra að kaupa góða vöru í skítugum umbúðum, en skít í fallegum umbúðum.
En hvar eru gáfuðu stelpurnar? Sem betur fer virðast þær að mestu leyti sniðganga Hollywood og þá yfirborðskennd, sem þar ríkir. Þær fyrirmyndir, sem koma frá Hollywood, eru því miður verri en engar.
![]() |
Joan Rivers: Hvað er orðið af öllum gáfuðu stelpunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Samúðar- og baráttukveðjur frá sunnanmönnum
Ég, fyrir hönd íbúa í Grænuhlíð í Rvk, óska íbúum í Grænuhlíð norður velfarnaðar í þessu máli. Ég skil ekkert í þessari aurskriðu (þ.e. verðbólgu), að hafa ekki frekar látið vaða á Stigahlíð. Hvað ætli Seðlabankinn segi við þessu; er hann ekki á móti aurskriðum, sérstaklega ef hún er meiri en aurskriðumarkmið bankans?
![]() |
Aurskriða féll á hús í Eyjafjarðarsveit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Blair og ofstækið
Jæja, mikið að hann fattar þetta kallinn. Spurning hvort aðrir í svipaðri stöðu hafi líka fattarann í lagi? Hér á landi virðast menn almennt ekki hafa átta sig á þessu, en t.d. virðast öfgaöflin eiga sér trúa bandamenn í ýmsum þingmönnum, aðallega sósíalistum/kommúnistum úr Alþýðubandalaginu gamla og einstaka afleggjurum þeirra. Spurning hvort þessir menn muni nokkru sinni vakna?
![]() |
Blair varar við alþjóðlegri baráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |