Mánudagur, 18. desember 2006
Glæpir í Bandaríkjunum
Nei, Bandaríkjamenn vita ekki af hverju glæpir hafa aukist á þessu ári...já, eða á síðustu árum og áratugum. Ég gæti svosem nefnt tvo atriði:
1. Siðferði fer hrakandi, græðgi eykst, grimmd, skeytingarleysi um náungann, osfrv.
2. Bandaríkjamenn eru sjúk þjóð. Engin furða þó Kanarnir fatti ekki hvað sé að gerast, þegar þeir vilja ekki viðurkenna sjúkleik sinn.
Löngu hafa glæpir verið mestir, eða a.m.k. flest morð, í ákveðnum hluta Washington DC. Það er það svæði, þar sem íbúar eru nær allir "African-American", þ.e. bæði afríkusvertingjar og þeir frá t.d. Vestur-Indíum. Meðan ég beið eftir að fá íbúðina mína afhenta í DC 1998, þurfti ég að dvelja nokkrar nætur á hóteli. Af einhverjum ástæðum pantaði ég mér herbergi á ódýru móteli á einmitt þessu svæði, og það sem meira var, á því svæði þar inná, þar sem glæpatíðnin er talin mest. En þetta vissi ég ekki þá.
Ég man, að þessa þrjá daga sem ég dvaldist þar, var framið eitt morð, bara á hótelinu. Og væl í sírenum lögreglubíla var nánast stöðugt eftir að kvölda tók og fram yfir miðnætti, stundum lengur. Þetta var þannig hverfi, að jafnvel litaðir leigubílstjórar þorðu ekki að keyra mig á þennan stað, en hleyptu mér út 1-2 kílómetra frá og sögðust ekki fara lengra. Ég labbaði því bara "heim", og kom við á 7-11 eða McDonalds. Á þessum tíma sá ég aldrei hvítan mann á götunum. Í einu af þessum labbitúrum mínum mætti ég 6-7 blökkumönnum, útlítandi eins og félagar í glæpagengi, skv. því sem birt er í Hollywood myndunum. Þeir stönsuðu þegar þeir sáu mig, eins og þeir hefðu orðið vitni að innrás geimvera eða einhverju slíku. Ég gekk áfram, beint á móti þeim, heilsaði þeim kurteislega og hélt áfram. Þá byrjuðu þeir að hlæja, og sá aftasti þeirra, sem var með sveðju í beltinu, sagði: "You're OK bro". Málið var leyst. Þeir höfðu víst ekki séð hvítan mann í mjög langan tíma, giska ég á.
Kvöldið eftir fór ég á McDonalds og voru þessir náungar þá þar. Ég var vitaskuld eini hvíti maðurinn á staðnum. Einhver "dude" fór skyndilega að hafa orð á þessu og byrjaði að segja eitthvað, sem hann hélt að væri sniðugt. Einn af þessum "vinum" mínum hastaði þá á hann og sagði eitthvað í þá veru: "You leave the white brother alone m*****f*****". Ég var aldrei áreittur aftur á þessum stað. Og ég þorði ekki að spyrja þessa "vini" mína, hvers vegna ég væri "OK bro". Þegar ég sagði þessa sögu á safninu daginn eftir, fengu menn áfall. Þeir höfðu ekki haft hugmynd að ég hefði tekið mér gistingu "in the ghetto" og töldu mig hafa sloppið vel, að komast lifandi út.
En af hverju að segja þessa sögu nú? Jú, ég spurði kollega minn af þessu, meðan við sátum í kaffi einn daginn og sagði hann eitthvað á þessa veru: "Þegar maður á ekki fyrir mat, stelur maður honum. Ef maður sleppur við lögguna, heldur maður matnum eða peningnum. Ef löggan grípur mann, fær maður þó amk að borða í fangelsinu."
Ástæður alls þessa eru margvíslegar og geta menn nefnt margar ástæður. Sósíalistar nefna sjálfsagt misskiptingu hinna efnalegu gæða, og það er jú vissulega ein hlið málsins, "kapítalistar" nefna kannski of mikinn ríkisrekstur eða eitthvað í þá veruna, aðrir telja innborna kynþáttahyggju helsta vandamálið, sumir of marga innflytjendur (löglega eða ólöglega), aðrir skort á velferðarkerfi og/eða verkalýðsfélögum; aðrir benda á, að svona ástand hófst ekki fyrr en alríkið lét banna bænir í skólum, upp frá því hafi siðferði fólksins smám saman hnignað. Múslimar hafa síðan sjálfsagt sínar eigin skoðanir á þessu. Sennilega eru öll þessi rök gild, á einn eða annan hátt, allt eftir því úr hvaða átt maður lítur og með hvaða "gleraugum". En mig grunar þó, að veigamesta ástæðan sé, að Bandaríkin séu of stór. Risar skipta sér lítið af engisprettum...málin verði að skoða í samhengi stærðarinnar. Ef t.d. 1% Bandaríkjamanna býr við sult og seyru, eru það aðeins "1%". Málin eru því í góðu lagi. En eitt prósent eru 3 milljónir... það er 3 milljónum of mikið. Hvað ef talan væri 0,1%, eða 300.000, samsvarandi öllum íbúum á Íslandi?
Já, hvað ætli verði um Íslendinga í Evrópusambandinu!!?? (Loksins er pointið komið!). Myndi hinum háu herrum í Brussel detta í hug að breyta stefnu sinni, fyrir hönd allra þessa milljóna, þó 300.000 Íslendingar væri að þenja sig og kvarta yfir óréttlæti? Ég er á móti þessum stóru ríkjum, hvort sem þau séu ríkjasambönd eða bandalag, já eða bara ríki. Hvergi eru fleiri fátækir í einu ríki en í Kína, í öðru sæti er Indland, osfrv. Sagan kennir, að því stærri sem ríkiseiningar (stjórnunareiningar) eru, því minna máli skiptir hagur þeirra, sem minna mega sín eða eru af einhverjum ástæðum minnihluta hópur (t.d. þjóðernisbrot eða annað slíkt). Þeir hverfa í hafið og eru í besta falli tölur á skrifborði búrókratanna.
Fleiri morð framin í USA en í fyrra? Já, eðlilega. Samfélagið verður sjúkara og sjúkara með hverju árinu, því stjórnvöld viðurkenna ekki, að það sé sjúkt. Fyrsta skrefið til lækningar er, að viðurkenna að maður sé veikur. En Kanar líta á sig sem elítu alheimsins....rétt eins og Þjóðverjar um miðja síðustu öld. Skuldadagarnir koma, hvort sem hið fúna samfélag hrynur innan eða utan frá.
![]() |
Fleiri morð og rán framin í Bandaríkjunum í ár en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. desember 2006
Spurning hvort þetta nái yfir Frjálslynda flokkinn?
Ok, mér finnst Frjálslyndi flokkurinn ekki rasistaflokkur.
Ég er einn þeirra sem tel, að t.d Vinstri grænir og Villtir grænir hafi farið offari í aðfinnslum sínum að meinleysislegum hugmyndum um að láta athuga innstreymi innflytjenda. Ég hef ekkert á móti innflytjendum almennt, en það breytir því ekki að ég vil að mál þeirra séu ekki týnd í kerfinu, heldur hafi ríkisvaldið stefnu þar og setji lagaramma, eins og annars staðar. Ég hef heldur ekkert á móti peningum, en vil samt að stjórnvöld leggi fram fjárlög.
Hins vegar finnst mér þessi nýja klíka þarna í XF, studd af (mínum dómi) vitleysingnum Magnúsi Hafsteinssyni, vera að skemma flokkinn hans Sverris innan frá. Ég hef verið að lesa blogg Margrétar undanfarið og hef hrifist af. Hafði reyndar mikið álit á henni fyrir (þó stundum gleymi hún reyndar glórunni heima, eins og gerist fyrir alla reyndar). Ég vil benda henni á, að á síðunni www.xd.is er hlekkur til vinstri, þar sem segir: "Ganga í flokkinn". En því miður óttast ég, að Margrét verði undir í valdabaráttunni innan flokksins (eða sem betur fer, ef hún ákveður þá að fara í réttan flokk), en það gæti hins vegar orðið til þess, að hann muni þurrkast út.
En úr því ég er farinn að bulla hér í fríinu um konur og stjórnmál, tek ég undir það, sem einhver sagði hér á blogginu, að Kristrún Heimisdóttir væri frambærileg stjórnmálakona og skil ég ekkert í því, hvers vegna kratarnir settu hana ekki í öruggt sæti. Hún líður hins vegar fyrir það, að vera kona með skoðanir, í flokki, sem ekki hefur skoðanir -- heldur skoðanakannanir. Ég bendi henni á það sama og Margréti.
Ég ítreka síðan ánægju mína með, að tvær úrvalskonur séu á leiðinni á þing, þó fyrir vitlausan flokk með vitlausar skoðanir! Þar á ég við Katrínu Jakobsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Ég vil nefnilega frekar hafa á þingi gáfað fólk með "rangar" skoðanir, en vitleysinga með "réttar" skoðanir, t.d. myndi ég kjósa hverja af þessum fjórum konum hér að ofan frekar en Sturlu Bö. Ég held reyndar að það þýði ekkert að benda þeim á það sama og MS og KH.
En aftur að bloggfréttinni: Af hverju er það slík rosaleg sök að vera félagi í vondu félagi? Hafa menn aldrei heyrt; "að lenda í vondum félagsskap"? Ég er alveg til að láta dæma hryðjuverkamenn í fangelsi, og það sem víðast, en aðeins fyrir verk þeirra...en ekki verk, sem þeir hugsanlega myndu vinna í náinni framtíð. En ef aðild að svona félagi (sem drap átta og særði 200) er svona slæm, hvers vegna eru Frakkar þá, og hafa verið, svona vinsamlegir við ýmsa, sem drápu og myrtu margfalt fleiri? Kannski af því að þeir drápu bara Gyðinga, Íraka, eða aðra, sem ekki tilheyra frönsku "þjóðinni."
![]() |
Tíu ára fangelsi fyrir aðild að öfgafullum samtökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. desember 2006
Yfirlýsing: að gefnu tilefni.
Ég vil árétta eftirfarandi:
Ég, undirritaður Snorri Bergz, vil hérmeð árétta, að umfjöllun fjölmiðla hina síðustu daga um Brad Pitt hefur ekkert með mig að gera, eins og sumir virðast hafa haldið. Það var Brad, ekki ég, sem lék í myndinni Mr. and Mrs. Smith, og varð fyrir hrifningu þeirrar stúlkukindar, sem á móti honum lék. Í gegnum tíðina virðist þessum tveim mönnum, Brad Pitt og Snorra Bergz, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli okkar tveggja. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint framhjáhald eða aðra hegðun Brad Pitts á meðan á upptöku áðurnefndar myndar stóð.
Virðingarfyllst
Snorri Bergz
![]() |
Segir ekki mega rugla saman Götusmiðjunni og Byrginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. desember 2006
Hvala-skoðun?
Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að nafn þessa bloggs hefur ekkert með að gera, að "sme" kallar sig "hvalur" hér á blogginu. Ég vissi reyndar ekki af því nafni hans fyrr en í gær eða fyrradag.
Málavextir eru þeir, að ég að koma fá Serbíu um daginn og þar lærði ég þetta merka orð, reyndar framborið "vala", ef ég hef skilið þetta rétt. Og "hvala" merkir "takk."
En úr því hvalir og hvalaskoðun koma til umræðunnar langar mig til að setja hér inn að neðan mynd, sem ég fékk senda, þegar ég var gestafræðimaður við United States Holocaust Memorial Museum í Washington DC, 1998. Ég gerði þau mistök að prenta þessa mynd út og hafa hjá mér á skrifborðinu. Einhver sá þetta þar og ég var umsvifalaust kallaður á teppið fyrir "anti-PC" hegðun...og það í annað skiptið. Hitt skiptið var þegar ég missti út mér "vindlabrandara" um Clinton og ónefnt minnismerki beint fyrir utan gluggann hjá mér. En hér kemur myndin... ok, aðeins dónó kannski....en læt hana vaða samt.
Mánudagur, 18. desember 2006
Málið rannsakað eftir að dauðadómnum hefur verið fullnægt?
Til hvers þarf að endurskoða starfsemi, sem fjölmiðill í eigu einstaklinga, sprengdi í loft upp í gær? Nær væri að reyna að komast að niðurstöðu, hvað gera skuli við Byrgið, nú þegar það er ekki lengur fokhelt.
Margar athygliverðar greinar hafa verið skrifaðar hér á blogginu um Byrgið og Kompássþáttinn í gær. Nefna má Stefán, Salvör, Ómar, Tómas Hafliða, og eflaust fleiri. Sjálfur skrifaði ég grein í morgun. Þetta málefni var síðan til umræðu í Íslandi í bítið í morgun og verður vafalaust í fréttum fjölmiðla í dag.
Ég hnaut m.a. sérstaklega um eitt atriði í grein Ómars, þar sem hann minnir á, að þátturinn byggi "dauðadóminn" á framburði vitna, sem koma ekki fram undir nafni. Slíkur framburður er alltaf hæpinn og ekki síst þar sem ENGINN kom fram undir nafni. Við hvað er þetta fólk hrætt (og þá á ég við þá, sem ekki segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega)? Ef Guðmundur er svona stórhættulegur, ætti að lokann inni. En ef ekki, hvers vegna dirfast menn að bera fram ásakanir, eins og t.d. þessi LOT, sem hratt málinu af stað (vísan til Lots, sem eignaðist börn með dætrum sínum, að vísu að sér Óspurðum!). Hvað yrði gert, ef ég myndi t.d. senda bréf undir nafninu STALÍN og fara að bera t.d. Steingrím Joð eða Ingibjörgu Sólrúnu þungum sökum. Bréfinu yrði hent í ruslið...Einnig ef nafnlaust bréf myndi berast um þetta hlægilega mál um fíkniefnaeign Jóhannesar Kompáss.
Spurning hvort þessi LOT vilji ekki bara taka við Byrginu og milljónunum af Guðmundi, því ef hann væri svona viss um, að Guðmundur hafi framið lögbrot, ætti hann að kæra málið til lögreglu. En þá kæmist nafnleyndin upp.
Ég ítreka þó, að ég efa ekki að eitthvað sé í ólagi í Byrginu og hjá Guðmundi; en ég vil ekki taka afstöðu til hvort það séu peningamál (skv. opinberri skýrslu) eða annað (skv. Kompáss). Ég er hvorki saksóknari né dómari í málinu...og Kompáss ekki heldur.
![]() |
Endurskoðun á rekstri Byrgisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 18. desember 2006
Byrgið og Kompás
Jæja, nú á ég von á, að umræðan haldi áfram um Byrgið, eftir Kompás-þáttinn í gær.
Mín skoðun er, að burtséð frá því, hvort Guðmundur Jónsson í Byrginu sé sekur eða saklaus, þá varð mér óglatt þarna í gær; ekki síst yfir þeim fréttaflutningi, sem þarna átti sér stað. Þetta er farið að minna á slúður- og sorpritið DV, meðan Mikael og Jónas stjórnuðu þar á bæ. Menn eru saklausir uns sektin er sönnuð fyrir dómi, en DV, og núna Kompás, skjóta fyrst og spyrja síðan.
Ég efa reyndar ekki, að maðkur sé í mysunni hjá Guðmundi, því miður, en ég veit ekki hvort allt það, sem sagt var þarna í gær, eigi við rök að styðjast. Engu að síður finnst mér spurning, hvort það sé hlutverk Kompáss að dæma menn til dauða með þessum hætti. Í fyrsta lagi er starf Byrgisins ónýtt. Það liggur ljóst fyrir, nema ríkisvaldið taki yfir og setji einhverja, t.d. Samhjálp, til að halda þessu starfi áfram. Hvað verður þá um alla fíklana, sem ekki eiga í önnur hús að venda? Í öðru lagi, þá er í raun lífi Guðmundar lokið. Hann mun ekki eiga sér viðreisnar von hér eftir og verður sennilega að flýja land, nái þessar öldur ekki að lægjast. Burtséð frá sekt eða sakleysi, er það óviðundandi að sjónvarpsstöð hrekji menn úr landi fyrir sakir, sem ekki hafa verið sannaðar fyrir dómi. Hver verður næstur? Flestir hafa einhverjar beinagrindur í skápnum; atburði í fortíðinni, sem þeir vilja helst gleyma. Aðrir hafa þær í stofunni.
Ef Guðmundur er sekur um lögbrot, á að dæma hann. Svo einfalt er það. Ef hann er sekur um siðleysi, hlýtur starf Byrgisins að hrynja, nema nýr aðili taki við.
En hvers vegna tekur Kompás sér það vald, að fella "dóm götunnar" yfir mönnum útí bæ, bara af því Stöð 2 vill innleiða hér bandaríska sjónvarpsmenningu? Miklu nær hefði verið, að Stöð 2 hefði látið lögregluna hafa þetta efni sitt, eða félagsmálaráðherra. Hvað kemur næst? Kókaínneytandi á Alþingi? Klámhundur í löggunni? Sjálfstæðismaður á fréttastofu útvarps?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)