Færsluflokkur: Aulahúmor

Forsætisráðherrann svarar Jóhönnu

Jæja, betra er seint en aldrei. Eða kannski. Mér skilst að svarið hafi borist 77 dögum eftir að það var sent. Annað hvort er póstþjónustan í ESB svona slæm, eða þá að hinn hollenski kollegi er ekki alveg með mannasiðina á hreinu. Hvað var svona erfitt...

620 milljarðar á ríkið?

Þetta hlýtur að leiða til hækkunar á áfengisverði, ef svona illa fer. Svosem margt vitlausara! :)

Hlaup í Jöklu?

Það yrði virkilega stórfenglegt að sjá hlaup í Jöklu. Sérstaklega rautt hlaup.

Réttir

Jæja, nú hefjast réttir í Haganum í Hollandi. Engin furða þó Hollendingar vilji hirða 500 milljónir evra af Íslendingum. Við eigum semsagt að borga fyrir réttirnar...enda eru Hollendingar óvanir því að draga dilka af

Hvað á maður að segja við þessu?

Auðvitað tær snilld!

En mikið er ég feginn því

að Moggamenn urðu ekki stafsetningarvillupúkanum að bráð í þessari fyrirsögn, eins og sumum öðrum. Hefðu þeir t.d. týnt einu s-i hefði þessi fréttaflutningur endað fyrir dómstólum.

Flúið undan Ike

Hér er greinilega verið að fylgja í fótspor Tinu Turner, sem er þekktust þeirra sem flúið hafa undan Ike.

Kobe á eyrinni?

Ja, ekki er Kobe Bryant neitt líkur Gvendi dúllara á eyrinni. Sá síðarnefndi vildi fara í aðgerð eins oft og kostur var. En Kobe Bryant er ríkur og frægur; Gvendur sat í kofa sínum einn og sæll.

Hvalamorð: Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni skal tekið fram, að ég er enn í fullu fjöri. Kv Hvala

Rafmagnsframleiðsla úr hænsnaskít

Ég verð nú að segja, að það er einhver skítalykt af málinu.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband