Færsluflokkur: Íþróttir

Eiður spilaði ekki vegna mígrenis

Ég las hér á blogginu í morgun, að nú væri Eiður Smári búinn að vera. Hann fengi ekki að spila lengur með Barcelona, nema margir lykilmenn væru meiddir. Maður óttaðist það versta, þegar allir aðrir á varamannabekk Barca fóru að hita upp, en ekki Eiður....

Feitari Ronaldo-inn kominn til AC Milan

Hann hefur farið víða þessi. PSV (með Eiði), Barcelona, Inter, Real, og nú AC Milan. Síðan mun hann vísast enda ferilinn með Bolton, Portsmouth, Spurs eða öðrum endurvinnslustöðvum í Englandi. Annars held ég að hann eigi eftir að spjara sig með AC Milan....

Man Utd niður í logum

Jæja, 2-1 sigur á Man Utd. Sanngjarn sigur. Ég fór á Kebab með Húninum og var fögnuðurinn mikill í lokin, einsog vera ber. En óþolandi þettastöðuga væl í Man Utd mönnum. Þreytandi kappar.

Morkinn laugardagur!

Jæja, ekki skemmtilegasti dagur ársins, en lagast snarlega ef Arsenal vinnur Liverpool á eftir. Þetta er einn af þessum dögum. Vaknaði óvenju seint, eða um sjöleytið, og skrapp í kaffi og síðan á skrifstofuna. Ekki beinlínis vinna þetta skiptið, heldur...

Skelfilega lélegir?

Spurning hvort "strákarnir okkar" þurfi enn einu sinni að standa undir of miklum væntingum. Við gömlu mennirnir munum vel eftir t.d.  Seoul 1988, þegar það átti bara að taka dolluna, eða a.m.k. að koma heim með medalíu. En þá vorum við líka "skelfilega...

Helgi Dam íþróttamaður ársins í Færeyjum...í boði Kaupþings!

Helgi Dam Ziska, efnilegasti skákmaður Færeyja, var kosinn íþróttamaður Færeyja . Þetta er mjög efnilegur strákur og gallharður. Hann tefldi hér á Reykjavíkurskákmótinu síðast og náði mjög góðum árangri, m.a. áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, þrátt...

Hanaspáin 2007: íþróttir

Enski boltinn: Allt gengur á afturfótunum hjá Chelsea. Mourinho og Abramovich rífast og í kjölfarið hverfur sá portúgalski frá félaginu á vordögum. Við tekur Sven Göran Eriksson, sem byrjar á því að fá David Beckham til félagsins. Man Utd fagnar...

Ja, nú kemst ég í betra form eftir áramótin

Var að fá meil frá Hreyfingu; kynningu á því sem framundan er. Þar segir m.a. frá "nýjum námskeiðum", sem eru eftirfarandi: Jump fit Betra form - SEX Stelpur 13-15 ára Þjálfun á meðgöngu   Já, mér líst ágætlega á þetta þarna nr. 2.  En betra hefði verið,...

Meistaradeildin í knattspyrnu -- 16 liða úrslit.

  Porto v Chelsea Celtic v Milan PSV Eindhoven v Arsenal Lille v Manchester United Roma v Lyon Barcelona v Liverpool Real Madrid v Bayern Munich Internazionale v Valencia Liðin sem komast áfram verða: Chelsea, Milan, Arsenal, Man Utd, Lyon, Barcelona,...

Porto - Arsenal í kvöld

Leikurinn í kvöld gæti orðið spennandi. Okkur nægir jafntefli, en það er jafnan erfitt að spila upp á jafntefli, það vita skákmenn allra manna best. Wenger segir , að Walcott litli fái fleiri tækifæri með aðalliðinu, nú þegar Henry er "meiddur", en er...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband