Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hýri Hafnarfjörður
Jæja, þá er að hamra á því. Samfylkingarmenn í Firðinum þurfa nú að svara fyrir það, hvort þeir hafi skipt um skoðun á álversmálinu, eins og formaðurinn. Já, það er stundum erfitt að vera krati, þrátt fyrir hækkandi fylgi í síðustu skoðanakönnun....
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Skoðanakönnun Fréttablaðsins
Jæja, minna en helmingur meintra kjósenda Samfó segist treysta Ingibjörgu Sólrúnu best stjórnmálamanna. Og flestir segjast treysta henni minnst. Kemur ekki á óvart svosem. Hún er ótrúverðugur stjórnmálaforingi, sem virðist þó hafa komist svona langt...
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Frú Reykás!
Skemmtileg umræða í Vefþjóðviljanum m.a. um eftirfarandi: Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður...
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Umhverfisverndarsinnar
Spurning hvort íslenskir umhverfisverndarsinnar þurfi ekki að fara að gefa út stefnu í garð svona aðgerða, sbr. t.d. skemmdarverka og lögbrota fyrir austan í sumar. Ætla umhverfisverndarsinnar virkilega að gefa þá mynd af sér, að þeir séu ofbeldisseggir,...
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Fer allt eftir vindáttinni?
Jæja, sagan endalausa heldur áfram. Og eins og venjulega fara kratar fremstir í því, að elta þau mál, sem vinsæl eru, eða í umræðunni í þjóðfélaginu. Þetta er sama gamla sagan. Púður kratanna fer í að karpa um vinsæl dægurmál, í leit að fylgi. Þetta...
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Traustur vinur
Nú streyma framsóknarráðherrarnir fram með allskonar vinsæl mál, rétt fyrir kosningar. En ég verð þó að benda á, að þetta mál hefur ekkert með kosningar að gera, heldur tilkomið vegna baráttu móður, sem benti á óréttlæti þessa í fréttum nýlega, og með...
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Þetta er svipað og...
...talsmaður vantru.net myndi skyndilega ganga í Hvítasunnusöfnuðinn. Ég meina, það er ekkert frjálslynt við Kristin H. Gunnarsson að mínu mati. Það er reyndar lítið frjálslynt við Frjálslynda flokkinn, svo kannski er þetta ekki svo vitlaus samastaður...
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Er Röskva tímaskekkja?
Ef ég man rétt, er Röskva framboð félagshyggjumanna, þ.e. óháðra og þeirra sem telja sig í flokki með VG, Samfó og Framsókn. En nú er það orðið þannig, að fylgjendur Samfó og Framsókn eru að týna tölunni. Væri ekki best á næsta ári að hafa þetta í tvennu...
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Samfylkingin í logum, frjálslyndir að hverfa
Jæja, yndislegt er að vakna við þetta árla morguns. Hvað segja bændur nú? Enn ein skoðanakönnunin staðfestir, að Samfylkingin er orðin 20% flokkur, og minni en VG. Þetta kemur ekki á óvart, Samfylkingin er rúin trausti og það réttilega, að mér finnst. Ég...
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Frábært "kvót"
Ég vil vekja athygli á grein Páls Vilhjálmssonar um vinstri stjórnmálin . Þar segir hann m.a. það, sem flestir aðrir en þjóhnappakratarnir hafa fyrir löngu áttað sig á og orðar það mjög skemmtilega: Það sem ber á milli er að Vinstri grænir hafa...