Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Ruslakistan
Jæja, ágætt að hafa svona lið eins og Fulham í ensku úrvalsdeildinni, lið sem borgar ágætis pening fyrir leikmenn sem önnur lið vilja losna við.
![]() |
Fulham fékk tvo frá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Íslendingar heilir
"Íslendingar heilir", segir titill greinarinnar. Ja, ágætt að Íslendingar séu almennt heilir. Ef Mogginn hefur rétt fyrir sér í þessu verð ég að lýsa yfir furðu minni með mikla skuldasöfnun Landspítalans, en greinilega þarf hann að halda úti mikilli starfsemi, þrátt fyrir að Íslendingar séu heilir.
Sumir Íslendingar eru reyndar hálfir, aðrir fullir, en allir erum við greinilega heilir, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Miðað við ástand mitt akkúrat núna er ég greinilega ekki Íslendingur.
P.S. Viðbót: Jæja, Mogginn búinn að laga titilinn. Spurning hvort Mogginn ætti ekki að fara að borga manni fyrir að benda á vitleysishátt í fréttum blaðsins!
![]() |
Íslendingar heilir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Hringrásin hafin
Jæja, Ronnie til Milan fyrir tæpar 15 milljónir punda. Barcelona mun nota þær til að borga út fyrir Adebayor (plús leikmann og/eða mánaðarlegar greiðslur) og Arsenal mun nota þennan pening, og peninginn fyrir Hleb til að kaupa Barry frá Aston Villa og Roque Santa Cruz frá Blackburn.
Eftir stendur, að lið allra þriggja verða betri en áður.
![]() |
Ronaldinho til AC Milan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Jájá, en olíuverð hækkar samt á Íslandi
Eins og venjulega. En miðað við allt annað hljóta olíufyrirtækin nú að lækka verðið all hressilega.
En auðvitað kemur full lækkun ekki fram i verðinu hér, af einhverri "óviðráðanlegri ástæðu" sem olíufélögin munu töfra fram eins og venjulega.
![]() |
Hráolíuverð hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Fær Iceland Express fastan dálk á mbl.is?
Ja, t.d. mætti hafa sérstakan dálk, þar sem greint er frá því hvaða bilanir hafa átt sér stað síðustu 12 klst og hvenær búast má við að vélar fari í loftið, miðað við eðlilega seinkun og bilanatíðni.
T.d. Flug til London:
Áætlað: 07:15
Raunhæft: 10:15
Skekkjumörk vegna bilana: 6 klst.
![]() |
Tafir hjá Iceland Express |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Nú er lag fyrir Össur
Að hætta þessu veseni og gerast "talsmaður bleikjunnar" í Bandaríkjunum. Hann gæti fengið inni hjá sendiráðinu í DC eða undir verndarvæng sendinefndarinnar hjá S.Þ.. Nú, og vegna tímamismunar gæti hann bloggað á nóttunni og samt skrifað fyrir íslenskan dagbloggamarkað.
En ætli maður myndi nú ekki sakna karlsins.
![]() |
Bleikjunni vel tekið í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Steinríkur í Ástríksbókunum sagði
að Rómverjar væru klikk. Ég er ekki fjarri því að hann hafi rétt fyrir sér. Ætli þeir sumir hafi borðað of mikið pasta um ævina?
En þetta er auðvitað fáránlegt. Hvaða áhrif hefur kynhneigð fólks á það, hvort það sé hæft í akstri bíla? Þetta er eins og að reka fólk úr starfi fyrir að vera KR-ingar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Fátt er svo með öllu illt
að ekki boði nokkuð gott.
Auðvitað er ég fúll yfir því að Framarar hafi tapað gegn Keflvíkingum, en á hinn bóginn er ég sáttur við að hafa Keflvíkinga á toppnum. Vonandi taka þeir þetta...eða Fjölnismenn!
Og já, ég hef búið á einum stað hér innanlands, utan Reykjavíkur og æskustöðvanna fyrir austan. Jú, um stundarsakir í Keflavík. Maður hefur því smá taugar til Keflvíkinga, eða öllu heldur þannig, að maður hefur ekkert á móti þeim, ólíkt sumum öðrum liðum í toppbaráttunni.
![]() |
Kristján Guðmundsson: ,,Það verða fjögur til fimm lið í toppbaráttunni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Copy Paste
Enginn prófarkalestur. Enginn yfirlestur. Þetta er hinn nýi Moggi. Valtýr Stefánsson hlýtur að snúa sér við í gröfinni.
SKil ekki af hverju þarf að hafa "<!--[if !supportLists]-->" í fréttinni. Og af hverju tók þýðandi fréttarinnar ekki eftir þessu?
----
En að efninu. Þetta kemur þægilega á óvart. Mikið var að gripið er til aðgerða gegn glæpastjórninni í Kartúm.
En hitt er svo annað mál, að ég efa stórlega að ríki heims séu tilbúin að sækja kauða þennan til saka, með valdi ef allt annað þrýtur.
![]() |
Ákærur birtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Sjálfsmeiðsli
"Self-inflicted", eins og Kanarnir segja. Hann var semsagt að gera glæfraæfingar að ásettu ráði, eins og segir í annarri frétt Moggans.
En hver leyfir 15 ára strákpjakki að gera glæfraæfingar á mótórhjóli? Hvaða rugl er þetta í gangi eiginlega?
![]() |
Fótbrotnaði á báðum fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)