Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Rugl í Degi
"Hann sagði, að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefði ekki reynst hafa bein í nefinu, úthald og sjálfstraust til að standa við þau pólitísku markmið, sem stjórnarandstaðan í borgarstjórinni setti fram í febrúar. "
Ja, ekki tókst þessu liði að setja fram pólítísk markmið þá 100 daga sem það stjórnaði borginni. Það tókst ekki að búa til málefnasamning, hver höndin upp á móti annarri og stjórnun borgarinnar í molum.
Auðvitað er ætlast til af honum að láta svona núna ... hann þarf að redda andlitinu, ef kostur er.
En voðalega er lágt risið á manni sem lætur svona, í ljósi fyrrgreindra atriða.
![]() |
Atkvæði misnotuð í pólitískum hráskinnaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Óli F. enn á ný
Æ, greyið, spilar fórnarlambið.
Hann getur sjálfum sér um kennt. Hann spilaði meira og minna sóló, hegðaði sér eins og diktator og kennir svo öðrum um þegar einræðisherranum var steypt af stóli.
Ég efast um að nokkur vilji kjósa þennan mann til áhrifastöðu og ábyrgðarstarfa í framtíðinni. Hann hefur sýnt að slíkt er glapræði.
![]() |
Nýr meirihluti grundvallaður á óheilindum og lygum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Skinkan er mygluð
Já, danska skinkan stinkar. Ótrúlegur hroki í Dönunum. Þeir máttu nú bara þakka fyrir að komast áfram úr undanrásunum. Fengu stig með hjálp dómara gegn okkur (þegar á heildina er litið) og fengu sigur með því að skora úr aukakasti eftir að venjulegum leiktíma var lokið.
Þeir spiluðu bara illa og eiga ekki skilið að ná neinum árangri. Ekki síst fyrir það hugarfar sem leikmenn bera, svo ekki sé talað um Múmínálfa-þjálfarann.
![]() |
Missa Danir móðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Ólafur Friðrik og hafísinn
Já, Ólafur Friðrik er eins og hafísinn, vor landsins forni fjandi.
Hann kemur alltaf aftur og aftur.
En enginn vill hafann mjög lengi í einu.
![]() |
Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Getum við unnið Spánverjana?
Ég held að þetta sé rétt metið; möguleikarnir eru 50/50. Svona leikir eru bara á brúninni, sigurinn getur fallið hvorum megin sem er. Dagsformið skiptir vísast mestu máli.
En það vinnur vísast með okkur að strákarnir eru í góðu líkamlegu formi, eru flestir amk ungir og hressir, og hafa allt að vinna. Pressan er miklu minni á íslenska liðið en það spænska.
Þar að auki virðast Spánverjarnir sigurvissir.
Síðan skiptir auðvitað stórmáli að Íslendingar eru með Framara í liðinu, en ekki Spánverjar.
![]() |
Spánverjar hafa bætt sig jafnt og þétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Okur olíufélaganna
Sturla trukkabílstjóri mótmælti nú bara álagningu ríkisins en ekki olíufélaganna.
Kannski hefði hann átt að vera aðeins víðsýnni og mótmæla okrinu hjá olíufélögunum líka?
![]() |
Meiri álagning hjá olíufélögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Vinsælustu ónytjungar stjórnmálasögunnar
Það sýnir kannski best klaufaganginn hjá D í borginni að þessir ónytjungar í Samfó í borgarstjórn, undir stjórn eins mesta rugludalls borgarinnar, skuli njóta vinsælda.
Afsakið meðan ég æli...
![]() |
Rós og ráð gegn rugli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Frekar lélegt
Ég kom mér vel fyrir á hjóli í Hreyfingu við upphaf leiksins og ætlaði að taka solid 45 mínútur og horfa um leið á fyrri hálfleikinn. Eftir hálftíma nennti ég þessu ekki lengur og slökkti. Þetta var afar dauft og frekar slakt - gegn mótstöðu sem var ekki upp á marga fiska.
Nú hlýtur að verða að kalla á Veigar.
Síðan legg ég til að alvöru striker verði settur inn til að spila fyrir framan Eið Smára. Eða kannski eigum við engan?
![]() |
Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Mikið áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Varnarmálastofnunina
Rússar hætta hernaðarsamvinnu við NATO lönd. Núna verðum við að æfa með Könum og Bretum, t.d.
Ég er viss um að Samtök hernaðarandstæðinga eru pissed, enda er rússneski herinn sá eini sem beita má hervaldi, að mati samtakanna, sem gagnrýndu ekki hernað Rússa í Georgíu, mér vitanlega, en amk fór ekki mikið fyrir því, þó eldflaugadæminu í Póllandi væri mætt.
En semsagt, áfall fyrir íslenska sósíalista, núverandi og fyrrverandi.
![]() |
Rússar ætla að slíta hermálatengsl við NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Dansk-þýska gildran?
Jújú, Spánverjarnir hafa mætt okkur sex sinnum á þessu ári og hafa tölfræðina með sér.
En nú er Gummi tittur kominn til valda og hefur þetta allt á hreinu.
En vonandi að fleiri Spánverjar tjái sig um íslenska liðið og helst með háðslegum hætti. Þá yrði a.m.k. Fúsi alveg snældubrjálaður!!
En það dugði amk hvorki Dönum né Þjóðverjum að hæðast að Íslendingum og telja okkur handboltamuppet.
En nú er bara að bíða spenntur. Áfram Ísland.
Og afsakið þetta... en ég er allur í handboltanum í dag.
![]() |
Óttast ekki Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)