Mánudagur, 12. mars 2007
Lækning gegn hormónaveiki
Spurning hvenær vísindamenn finni og einangri þá veiku hormóma, sem knýja menn til að kjósa Samfylkinguna? Þessi veiki er þó í rénum, sem betur fer, en engu síður er það alvarlegt, þegar nærri því fimmtungur þjóðarinnar hefur smitast af þessu.
Já, margt er skrítið í kratahausnum.
![]() |
Vísindamenn segjast hafa fundið hormónið sem veldur unglingaveiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. mars 2007
Mánudagur til mæðu?
Maður vaknaði morkinn eins og venjulega á mánudögum. Þetta var ömurleg helgi, engir leikir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, en maður lifði þó vel á Barcelona-Real Madrid. Ótrúlegur leikur.
Ég gerði svo sem ekki mikið af viti þessa helgina. Nennti eiginlega engu persónulegu, svo ég fór bara að vinna í ákveðnu verkefni, sem ég hafði fengið úthlutað. Það er nú komið vel áleiðis, enda aðeins nokkrir dagar til stefnu. 14. mars er í raun skiladagur - opnun 15. mars.
Svefnleysi var ákveðin yfirskrift helgarinnar. Ég vaknaði kl. 5 að morgni, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags, en tókst að sofa til að verða sex í morgun. Þetta er orðið frekar þreytt. Því var ég hálf morkinn alla helgina, þrátt fyrir kaffiþamb og hressingargöngutúra um Múlahverfið.
Fór í afmæli til barnanna hans litla bróður á laugardaginn. Ísabella Rós var að halda upp á níu ára afmælið og Ívar sjö ára afmælið. Það er alltaf gaman þegar þau koma suður á pabbahelgum, þó ég geti því miður ekki alltaf sinnt þeim mikið og ég vildi. Litli snússinn, Arnar Máni, var þarna með stóru hálfsystkinum sínum, en Elvar, stjúpsonur Munda bróður, var ekki heima.
Annars fer nú að líða að því, að tvö alþjóðleg skákmót hefjist. Hinn 4. apríl, daginn að ég verð þrjátíu og eitthvað, hefst Kaupþings mótið í skák og stendur til 9. apríl. Síðan er frídagur og hefst þá Reykjavík International. Þetta verða skemmtileg mót. Ég kem ekki sérlega vel undirbúinn, enda hef ég í mörgu að snúast, en skilvirkar æfingar sl. 2 árin munu vísast skila þér þarna, enda eru byrjanirnar t.d. ekkert vandamál hjá mér, heldur úthaldið. Síþreytan, sem ég virðist aldrei ætla að losna algjörlega við, er erfið í skákinni, því hún blossar skyndilega upp, þegar maður er í miðri skák, og maður verður batteríslaus á versta tíma og teflir eins og rítard eftir það. Þetta ætla ég að laga, með því að taka massívar æfingar í Hreyfingu fram að móti og síðan léttar æfingar meðan á því, eða öllu heldur þeim, stendur. ( Um mótin; sjá; www.skak.is, og www.hellir.com, www.skaksamband.is, þegar nær dregur).
Ég horfði á fyrsta hluta Silfurs Egils í gær. Þar hafði Ögmundur Jónasson hreina yfirburði hvað snerti framkomu og framsetningu. Húsvíkingurinn knái náði þó að herja á hann, en Ömmi svaraði fagmannlega. Hann er greinilega vanur svona löguðu. Sá húsvíski var hvatvís í framkomu sinni og lá greinilega mikið á hjarta. En ágætis frumraun. Illugi kom að mínum dómi næstur Ögmundi. Hann talaði fimlega og fór ekki í neina æsingaleiki, þó sumir þarna væri að bulla. Hann stóð sig ágætlega að vanda, því með Illuga skal illt út reka.
Árni Páll, fyrrv. lögfræðikennari minn í MH, var svona týpískur samfylkingarmaður í svona þáttum. Lét gamminn geisa af nánast offorsi, hélt þrumuræður og greip fram í fyrir hinum, eins og hann ætti svæðið. Hann var upphaf og endir óróans í þættinum, svo Egill sjálfur komst stundum ekki að. Það fyndnasta var, að hann ásakaði þarna VG um það, sem Samfó hefur sjálf verið fundin sek um, þ.e. stefnuleysi eða losarabrag á stefnu. Þetta var auðvitað fáránlegur málflutningur. En kratar hafa nú verið að ýta D og VG saman upp á síðkastið, jafnvel vinur minn Gunzó. Greinilega kominn titringur í krata og reyna þeir nú að búa til grýlu úr VG og D, einkum vegna samstöðu þeirra við að bjarga þjóðinni undan hörmungum ESB. Hér forðum ásökuðu sósíalistarnir Sjálfstæðisflokkinn um að vera þjóðsvikaraflokkur vegna tengsla við USA, og sjálfstæðismenn ásökuðu sósíalista um hið sama vegna tengsla þeirra við Sovét. En nú þurfa þessir andstæðu pólar í íslenskum stjórnmálum að standa saman til að verja sjálfstæði og hagsæld þjóðarinnar gegn þjóðsöluflokki kratanna.
Jæja, margt er skrítið í kratahausnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. mars 2007
Stríðið gegn hryðjuverkum
Jæja, Kólumbía er þá vísast á lista yfir hinar staðföstu þjóðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. En furðulegt bandalag er þetta, því Kólumbía er einmitt það land, sem framleiðir mest kókaín í heiminum og hefur víst töluverða yfirburði á þeim vettvangi. Þetta er eins og að setja Íran á lista yfir viljugar þjóðir í baráttunni gegn íslömskum terroristum
En jæja. Stríðið gegn hryðjuverkum heldur áfram, jafnvel hér á Íslandi, þar sem löggan gengur nú fram sem aldrei fyrr við að stöðva þennan ósóma eða Ósama.
![]() |
Bush þakkar forseta Kólumbíu fyrir stuðning í fíkniefnabaráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Einræðisherrann minnir á sig!
Mugabe er á góðri leið með að eyðileggja landið endanlega og þrælka þegnanna
Spurning hvort ætti ekki bara að gera innrás í Simbabve?
![]() |
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Simbabve teknir höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Tóm vitleysa hjá Mogganum!
Jæja, Mogginn heldur áfram að bulla. Svosem ágætt að Moggamenn skrifi um skák, en þá þurfa blaðamenn þar að vita eitthvað um skák, eða kunna að lesa tölur.
1. Lekó er Ungverji, ekki Tékki. Orðið "Hun" sem stendur með nafni hans, merkir Hungary.
2. Magnús Carlsson hækkar ekki úr tæpum 2700 í 2788, eins og Mogginn heldur. Málið er, að Magnús litli (Magnús Karlsson, eða Karlamagnús) tefldi á 2788 styrkleika, svok. "performance". Ergo: hefði hann verið með 2788 stig fyrir mót, hefði hann haldið stiginum óbreyttum.
![]() |
Anand vann Linares-skákmótið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Himnaríki sósíalismans?
Og þau okkar sem vilja búa til himnaríki á jörðu, við getum fylgt sósíalisma, bætti hann við.
Æjá, þetta er eins og að segja upp auglýsingu: HIV fæst gefins. Reynslan hefur sýnt, að himnaríki sósíalismans er helvíti á jörðu.
Sumir læra ekkert af reynslunni.
![]() |
Hugo Chavez: Kapítalisminn á leiðinni til helvítis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Stríðið gegn hryðjuverkum heldur áfram
Nú hljóta frjálslyndir að vera ánægðir. Stríðið gegn hryðjuverkum heldur áfram. Kannski Valdimar Leó komist þá kannski á þing fyrir FF "after all"?
En aldeilis harkan í löggunni.
![]() |
12 handteknir í viðamestu fíkniefnaaðgerð lögreglu á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Hvernig er þetta hægt?
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. mars 2007
Mig dreymdi Össur í nótt!
Jæja, fyrri kannanir staðfestar í aðalatriðum. Það kemur manni á óvart, að VG skuli enn eiga inni fylgishækkun. En hörmungar Samfylkingarinnar halda áfram. Í sjálfu sér kemur það minna á óvart - eða alls ekkert.
Ég tel, að Samfylkingarmenn verði að fara að taka hausinn úr sandinum, ef ekki á að fara mjög illa. Strategía þeirra er röng, í stað þess að nöldra og nöldra, væla út af öllu sem aðrir eru að gera og gagnrýna þá, ætti Samfó að fara að reka jákvæðari kosningabaráttu. Hún ætti að fókusa á þá framtíðarsýn, sem flokkurinn hefur og berjast fyrir hugsjónum flokksmanna. En gallinn virðist vera, að flokkurinn virðist ekki hafa neina fastmótaða framtíðarsýn, enga heildar framtiðarhugsjón, heldur reyna að taka það upp sem vinsælast er hverju sinni. Það hefur nú komið í bakið á þeim og mun halda áfram að gera það.
Mig dreymdi mjög furðulega í nótt. Mig dreymdi m.a. Össur! Af pólítískum ástæðum tel ég ekki við hæfi að rekja drauminn ítarlega, en kjarninn var, að ný stjórn hafði komist á hér á landi og hafði hún gengið mjög harkalega á réttindi borgaranna, í raun komið hér á hörkulegri einvaldsstjórn fyrir tilstilli erlendra aðila, sem hér réðu öllu og börðu niður allt, sem Íslendingar stóðu fyrir. Undirritaður var starfandi í einum af mörgum andófshópum og hafði Össur fengið það hlutverk frá stjórninni, að ganga á milli bols og höfuðs á þessum "uppreisnarmönnum". En sú atlaga hans hafði endað með því, að honum var dumpað eitthvert út á Suðurnes, og endaði draumurinn á því að Össur kom til baka gangandi og mætti mér og sagði: Nú ættir þú að forða þér strákur. Það síðasta sem ég man var, að ég var að pakka í skyndingu helstu persónulegu eigum mínum og var á leið í útlegð.
En það besta við þennan draum var, að ég hafði greinilega misst nokkur kíló. Það versta var, að það hafði Össur líka gert! En hann hélt þó Amish skegginu og slaufunni.
Ef einhver getur ráðið þennan draum, vinsamlegast látið oss vita.
![]() |
Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 10. mars 2007
Allt morandi af terroristum í Reykjavík
Ég hreinlega skil ekki að Valdimar Leó og aðrir frjálslyndir skuli geta sofið rólegir, miðað við að allt er nú orðið morandi í terroristum í Reykjavík.
Já, og með sama framhaldi hlýtur bandaríski herinn að koma hingað aftur til að leggja sitt af mörkum í stríðinu gegn hryðjuverkum.
![]() |
15 fíkniefnamál komu upp á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)