Lesb. Mbl. fyrir 50 árum: Sagan endurtekur sig

Var að gamni mínu að fletta gömlum Lesbókum og fyrir 50 árum síðan, laugardaginn 17. mars 1957, var lítil grein í Lesbókinni eftir Odd Berset um kjarnorkuvá þá, sem steðjaði yfir á þeim tíma. (Sjá Lesbók Mbl. á www.timarit.is).

V-2Oddur þessi ræddi hversu nasistar höfðu hótað að beita slíku leynivopni, en þeir náðu ekki að smíða slíka sprengju, þar eð af "snilld sinni" hafði Hitler hrakið marga bestu vísindamenn Þýskalands úr landi. Það voru síðan Bandaríkjamenn, m.a. með tilstuðlan þýskra flóttamanna, sem fyrstir sprengdu kjarnorkusprengju og bundu þannig enda á stríðið. Síðan ræddi hann, að Sovétmenn hefðu einnig komið sér upp slíkum vopnum. Hann segir síðan:

Nú er svo komið, að lýðræðið er eina hjálparvon mannkynsins, því að brjálaður einræðisherra mun ekki hika við, þegar honum býður svo við að horfa, að "þrýsta á hnappinn" og steypa heiminum í glötun. En í lýðræðisríki mundi slíkt ekki geta komið fyrir.

Vér vitum nú að tveir einvaldarnir í stærstu einræðisríkjum álfunar, voru báðir sinnisveikir og mjög á sama hátt.  Þeim var sameiginlegt ofsóknarbrjálæði, valdafýsn og stórmennskubrjálaði.

Á þessum grundvelli verðum vér að gera oss grein fyrir því hver voði stafar af einvaldi, einkum hjá stórþjóðum. Sá voði vex hlutfallslega jafnframt því sem eyðileggingarmáttur kjarnorkuvopnanna vex.

Þessi grein gæti alveg eins verið umræðuefni manna í dag, hálfri öld síðar. Mörg einræðisríki hafa reynt að koma sér upp kjarnorkuvopnum, undir leiðsögn einræðisherra, sem líta helgi lífsins öðrum augum en t.d. í lýðræðisríkjum flestum. Má þar nefna Írak, Líbýu, Norður-Kóreu, Íran og vafalaust fleiri.

osirakSaddam Hussein, einræðisherra í Írak, var þó stöðvaður 1981 (ef ég man rétt), þegar Ísraelar réðust á kjarnorkuverið í Osirak. Síðar sagði George Bush eldri, að ef sú árás hefði ekki átt sér stað (og Bandaríkjamenn sjálfir mótmæltu og gagnrýndu á alþjóðavettvangi), myndu Írakar, með stuðningi Frakka og Rússa, hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum. Þá hefði staða mála í Miðausturlöndum jafnvel verið enn verri en hún er í dag, þ.e.a.s. ef kjarnorkustríð hefði ekki þegar brotist út. Líbýa er hætt svona löguðu, og Norður-Kórea hefur nýlega lofað að gera slíkt hið sama. En Íranir neita. Þeir vilja koma sér upp slíkum vopnum, fyrst og fremst til að geta fælt Ísrael frá því að verja sig með slíkum hætti, en þannig gætu múslimaríki ráðist á Ísrael án þess að óttast kjarnorkuvopn (meint) Ísraela meira en Ísraelar myndu óttast kjarnorkuvopn Írana.

armageddonÍ dag er aðeins eitt de facto einræðisríki, sem ræður yfir kjarnorkuvopnum. Það er Rússland. Reyndar má frekar orða þetta svo, að einvaldur stjórni í lýðræðisríki. En Pútín er þó mun ábyrgari en Íransforseti, sem vísast lítur framtíðina í augum "haditha" Múhameðs, þar sem segir, að áður en Mahdi (messías) múslima geti komið aftur og stofnað alheimsríki íslams, þurfi múslimar að ráðast á Gyðinga og útrýma þeim.  Ekki er sú heimsmynd neitt sérlega uppörvandi.

 


Eyþór Arnalds & Björk

Æ, já. Gaman að rifja þetta upp, nú þegar Eyþór er orðinn ofurbloggari og Björk að gefa út nýja plötu.

 


Segðu það með blómum

Jæja, þingmenn gátu þá sameinast um eitthvað -- náðu flokkspólítískri samstöðu, eins og það er víst orðað. Gott hjá Ágústi junior að fylgja þessu máli eftir.

En nú voru ýmsir að hætta á þingi (svo vitað sé) og aðrir hætta eftir 12. maí, þar eð þeir ná ekki endurkjöri. Það á sérstaklega við þingmenn Framsóknarflokks, og vonandi líka Frjálslynda flokksins. Ég held að það verði varla mikill sjónarsviptir af Magnúsi Þór og Sigurjóni goða. Og Guðjón hefur misst það líka.

Nokkrir hætta sjálfviljuglega, þeirra á meðan Solveig Pétursdóttir þingforseti og fyrrv. ráðherra. Hún og mamma mín, Sólveig, eru báðar undan Sólveigu ríku í Engey, og ku víst heita báðar eftir ömmum sínum, sem hétu báðar eftir ömmu sinni, þeirri ríku. Annars er ég voðalega lítið inní svona ættfræði. Það má þó segja, að Sólveig Pétursdóttir hafi að sumu leyti hrökklast af þingi, ekki fyrst og fremst vegna eigin gjörða, heldur olíumálsins, þar sem eiginmaður hennar Kristinn Björnsson lék eitt aðalhlutverka. Hann var nú reyndar sýknaður í gær, flestum að óvörum.

En sætt hjá Össuri, fyrir hönd þingmanna, að gefa henni blómvönd. Æ, það er eitthvað svo væmið, að maður glaðvaknar við þetta á sunnudagsmorgni.

 


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá pissustráknum

Ég kann svipaða sögu, nokkuð svipaða.

1. Við vorum í 13 ára bekk, ef ég man rétt. Ein stelpan fékk í blöðruna eða eitthvað, og þurfti að fara á klóið. Ok, það fékkst. Þetta var í upphafi tímans.

2. Síðan þurfti hún að fara aftur skömmu síðar. Ok, sagði kennarinn, en tregur.

3. Kennarinn, faðir tveggja þekktra fótboltamanna, sagði síðan, þegar þörfin kallaði enn á ný: nei, nei, ekki í þriðja skiptið. Aldeilis ekki.

Ég sat hinumegin gangsins og sá allt í einu þegar lítið fljót tók að flæða frá veslings stelpunni, sem var ein ljúfasta stelpan í bekknum. Blaðran hafði því skyndilega gefist upp á álaginu.

----*-------------

En varðandi pissustrákinn,þá er ótrúlegt að neita barni um að fá að fara að pissa. Skítt með tímaáætlun. Svona gera menn ekki.


mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómararnir einu sinni enn!

Jæja, loksins féll eitthvað með West Ham. Liðið hefur verið afar óheppið af og til í vetur (hefur að vísu verið lélegt löngum stundum), svo tími er kominn til að eitthvað falli með þeim.

Jæja, svo kannski West Ham sé komið á beinu brautina. Þetta lið er skipað of góðum leikmönnum til að falla.


mbl.is Alan Curbishley: Boltinn fór ekki inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynskipting eða kynleiðrétting?

Ok, ég fatta ekki þetta nýyrði.

 

Spurning um frekari nýyrðasmíði:

  • Fylgishrun eða fylgisleiðrétting: Samfylkingin fær 20% atkvæða.
  • Formannsskipti eða formannsleiðrétting: Ingibjörg hættir.
  • Stefnubreyting eða stefnuleiðrétting: Ný stefnuskrá Samfó.
  • Andlitshárabreyting eða andlitsháraleiðrétting: Össur rakar Amish skeggið

Svona mætti halda áfram lengi, lengi.

 


mbl.is Tvær kynleiðréttingaraðgerðir gerðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd bjargar Liverpool

Já, það hefði þótt saga til næsta bæjar

 En með þessum sigri (sem er næsta vís núna) hefur Man Utd nánast tryggt það, að Liverpool heldur 4. sætinu og kemst í umspil fyrir Meistaradeildina á næsta ári.


mbl.is United 3:0 yfir gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikipedia

Að mínum dómi er Wikipedia ágætt uppflettirit, en ekki til notkunar til grundvallar. Mér skilst, að kennarar í sagnfræði í HÍ banni nemendum að styðjast við þessa heimild í ritgerðum. Ég skil það vel. Á mínum dögum þar gengdi Öldin okkar sama hlutverki og einstaka bækur, sem pósuðu sem sagnfræðirit en voru hæpin heimild.

Annars er Wikipedia ágæt fyrir "trivial" fróðleik, sumar greinar reyndar mjög góðar og fræðilegar. En maður tekur þeim samt með fyrirvara, en notast frekar við þær vefsíður, sem Wikipedia bendir á.

Annars finnst mér skrítið hvernig hægt er að troða þarna inn. Ég fann þarna t.d. ritgerð, sem ég skrifaði forðum og sett á netið fyrir tæpum 10 árum. Þessi ritgerð stendur þarna sem eina heimilidin um ákveðið efni (þ.e. á ensku). Og ég var auðvitað ekki spurður leyfis.

Einn af lesendum þessarar greinar var að skrifa doktorsritgerð um efni, sem þessu tengdist. Ritaði hann mér mörg bréf (emaila þeas) og bað um nánari upplýsingar um mig. Þegar ég hafði bent honum á nokkra tengiliði (virtar fræðistofnanir, eða virta fræðimenn á tengdum sviðum - þ.e. Holocaust Studies) var ég viðurkenndur sem traust heimild og heimilt var að vitna í Wikipediu greinina "mína" í PhD ritgerð og meðfylgjandi útgáfu.

Þessi vinnubrögð voru ágæt. En hvað með alla þá, sem taka beint upp þaðan og treysta því sem sagt er, án þess að vita neitt um höfundinn?


mbl.is Líflátinn á Wikipedia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móna & Sólrún

c_serstakttilbodJæja, tvær konur í forystu jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Báðar eiga undir högg að sækja.

Sahlin er að koma til baka eftir erfiðan tíma, þar sem hún fór í skammarkrókinn vegna máls, sem hér á Íslandi væri smámál. Hún hvarf á braut um stundarsakir en er komin aftur.

Ingibjörg er vísast á útleið, en hefði sennilega fyrir löngu þurft að segja af sér, hefði hún verið í sömu stöðu í Svíþjóð.

Konur þessar sækja nú báðar þing sænskra krata. Mikil snilld hjá Sahlin, að leita ráðleggingar ISG hvernig eyðileggja eigi jafnaðarmannaflokk. Ég sé ekki að sú sænska geti lært eitthvað annað af íslenska krataforingjanum.


mbl.is Sahlin nýtur ekki trausts kjósenda Jafnaðarmannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formúlan: með hverjum heldur maður nú?

Ég á í smá vandræðum þetta árið. Ég er ekki alveg viss með hverjum ég á að halda í formúlunni.

Það hefur verið hálf-fastur liður hjá mér og Gunzó, að lauma að hvor öðrum nokkrum vel völdum óskum um að bíll Schumachers bili í keppni. Báðir studdum við Raikkonen og McLaren, þar áður Hakkinen.

Ég byrjaði að fylgjast með F1 þegar Schumacher gerði sinn versta skandal ever, með því í raun að ráðast á Villa á Nefinu. Um leið fékk maður nánast andúð á skósmiðnum og hélt með því liði, sem veitt gæti honum og Ferrari einhverja keppni. Fyrir valinu varð McLaren og Hakkinen. En nú eru báðir Finnarnir farnir frá McLaren, fyrst Mika og síðan Kimi.

Þessu til viðbótar er Coulthard farinn. Ég sá hann þegar ég var í Slóvakíu um síðustu aldamót. Bíllinn hans var parkeraður fyrir utan hótelgluggann minn. Ég gekk þar framhjá, og skoðaði þennan pínkulitla bíl, og sá síðan út um gluggan þar sem Coulthard hélt einhverja smá tölu og heilsaði aðdáendum sínum.

Hann er núna farinn líka. 

AlonsoÁ ég þá nú að halda með Ferrari, af því að Kimi er þar, eða halda með McLaren, þar sem "Íslandsvinurinn" Alonso keyrir?

Ég hugsaði þetta svona: ef Henry eða Cesc myndu skipta yfir í Liverpool, færi ég þá að halda með Liverpool? Nei. Maður heldur bara með sínu liði áfram.

AÐ vísu er ólíku saman að jafna en sama meginreglan:

Maður heldur með sínu liði.

Áfram McLaren og Alonso.


mbl.is Räikkönen á ráspól í fyrstu keppni sinni fyrir Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband