Mánudagur, 26. mars 2007
Jón Axel les Jakob Nielsen
Mikið var ég hissa að sjá Jón Axel birta kafla úr skrifum Jakobs Nielsens, sem er einn merkilegasti (en umdeildasti) internet kallinn í USA. Hann hefur athygliverðar, en umdeildar, kenningar um vefinn og hvernig auka skuli sýnilega vefsíðna þar. Meðal annars hefur hann ritað nokkuð um hvernig rita skuli veftexta. Þar rennur Jón Axel á bragðið.
Mér finnst þetta mjög merkilegt hjá Nielsen, en því miður er mjög lítið farið eftir þessu, að manni sýnist. Hver vefsíðan á fætur annarri er skrifuð af allskonar fólki, sem stundum er illa skrifandi per se, stundum illa skrifandi á vefinn, stundum er þetta ágætt.
Það virðist vera lítið um, að sérhæfðir textasmiðir annist ritun á heimasíður fyrirtækja. En kannski er það að breytast, sbr. til dæmis nýlega áherslu eins internetfyrirtækis á þennan þátt vefsíðuhönnunar.
En kannski geta bloggarar átt von á því, að Jón Axel fari að skrifa öðruvísu á komandi misserum, nú þegar hann hefur lært trikkin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Eurovision
Svíar telja sig alltaf sigurstranglega. Rétt eins og Íslendingar.
En mikið vona ég að Svíar fari niður í logum. Norðurlöndin hafa ekki ráð á nema einum Eurovision hroka. Mér finnst sanngjarnt að við fáum að hafa hann núna.
En hugmynd Svíanna er annars flott. Hvernig færi að sýna öll myndböndin í bíó?
![]() |
Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Mánudagur til mæðu
Já, svo sannarlega. Ég svaf yfir mig í morgun. Vaknaði reyndar á venjulegum tíma, c.a. rúmlega fimm, og leit á klukkuna. Hún var þá rúmlega eitt. Ég skreið aftur upp í, og náði að leggja mig smástund. Reis svo upp að nýju og sá þá, að það var byrjað að birta úti.
Mitt trausta armbandsúr var orðið batteríslaust. Hefði ekki átt að koma mér á óvart. Ég er búinn að eiga það í fjölda ára, og það hefur hvorki bilað né tapað "hraðanum" eins og gerist með fótboltamenn, þegar þeir ná ákveðnum aldri. En klukkan í eldhúsinu sagði 6:50. Ég hitaði því kaffi, sinnti morgunverkunum og rölti síðan niðrá BSÍ, þar sem ég sit gjarnan á morgnana. Gott að sitja hér með tölvuna, fara á netið, drekka kaffi og vinna aðeins.
Ég ætlaði að fara að laga textann á nokkrum undirsiðum á vefsíðu ónefnds fyrirtækis úti í bæ, en hafði gleymt passwordinu. Því sit ég hér eins og asni og blogga, eldsnemma að morgni. Já, mánudagur er til mæðu.
Framundan er nóg að gera fyrir vana menn. Þar fyrir utan er skattaskýrslan, sem ég þarf að skila á morgun. Og tannlæknirinn á miðvikudaginn. Margur hefur farið á taugum við minna. Ég hræðist þó ekki tannsa. Mitt stærsta vandamál þar er, að komast hjá því að sofna í stólnum. Ég skil ekki þá, sem hræðast tannlækna.
En skattaskýrslan er meira vandamál. Maður þarf að reikna út allskonar tölur, leggja saman og draga frá. Ég vona að forritið hjá skattinum geri það mest allt fyrir mig. Og ég er með allt tilbúið til að fóðra "dýrið". Nú er bara að sjá, hvað kemur út úr þessu.
En ég á fastlega von á, að nenna þessu ekki á næsta ári. Veit einhver um góðan endurskoðanda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Var þetta ekki löngu hætt?
OK, gott, út með þetta. Nóg að hafa Zero, Diet, og Light.
En mikið þótti þetta sniðugt þegar Tab kom á markað hér í den.
![]() |
TaB af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2007
En ætli...
...skoðanir kratanna séu góður samstarfsgrundvöllur?
Því miður er erfitt að meta það, því menn eru eiginlega ekki vissir um hvaða skoðanir þeir hafa til frambúðar. Samfó getur sagt eitthvað í dag, en ætli það standi á morgun?
Kratarnir eru einna helst samkvæmir sjálfum sér með ESB. En það er mál, sem þeir standa í raun og veru einir með. Það getur varla verið góður samstarfsgrundvöllur?
![]() |
Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Big deal!
![]() |
Grint og Watson leika í seinustu myndunum um Potter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Veiðikortið
Jæja, nú fer mesta sölutímabil Veiðikortsins að hefjast. Veiðimenn víða um land eru byrjaðir að tékka á græjunum, hnýta flugur og búa sig undir sumarið.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir stangveiði, enda á ég nóg með ýmis önnur áhugamál. Ég er líka sammála Erlendi í Unuhúsi um, að best er að vera í Reykjavík, en óbyggðir séu ekki sérstaklega áhugaverðar (hvað svo sem Ómar segir við því!) Jón vinur vor Gunnarsson, a.k.a. Uglan, er mér algjörlega ósammála, enda er hann í framboði fyrir VG í Reykjavík. Hann býr reyndar við Þingvallavatn flest sumur, og brennur aðeins í bæinn til að fara á skákmót eða vinna. Hann hefur fengið Veiðikortið í jólagjöf tvö síðustu ár, en fyrsta árið fékk hann það að gjöf frá einhverjum öðrum bloggara, ónefndum.
En ég verð þó að viðurkenna, að Veiðikortið er stórsnjöll hugmynd. Ég er að vísu ekki hlutlaus, því það var stofnað af litla bróður, Ingimundi, sem hefur unnið þrekvirki við að koma þessu hugarfóstri sínu í framkvæmd.
Ég er akkúrat núna að lesa heimasíðu Veiðikortsins. Þar er margt mjög skemmtilegt að sjá. Mæli ég með, að áhugamenn um stangveiði kíki þarna við sem fyrst og tékki á málum. Bendi á: www.veidikortid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Frjálslyndir að falla af þingi?
Jæja, enn ein skoðanakönnunin. Að þessu er það b-týpu könnun Fréttablaðsins.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa stöðugt fylgi upp á 36-38%, mínus-plús 2%
Vinstri grænir eru á niðurleið, og fá nú 23,3%, sem vitaskuld ætti að vera ásættanlegt, ef tekið er mið af fylginu 2003. Hugsanlega hefur fylgi Íslandshreyfingar Ómars og Margrétar tekið fylgi sitt þaðan, eins og spáð var í samræmi við nýlega skoðanakönnun, þar sem allt að fjórðungur kjósenda VG töldu sig tilbúna að styðja Íslandshreyfinguna. Líklegt er, að VG tapi enn frekar fylgi til Ómars & co þegar framboðslistar hreyfingarinnar verða kynntir, en þar munu ýmis þekkt nöfn koma fram.
Samfylkingin má vel við una með 21%, sem er svona c.a. það sem maður á von á að flokkurinn fái í kosningunum, úr því sem komið er. Einn kratavinur minn sagði, að þetta sé c.a. fastafylgi flokksins og greinilega nái flokkurinn ekki að höfða til annarra.
Framsóknarmenn virðast einnig vera á áætluðu kosningafylgi eða um 10%. Þeir geta varla búist við meiru úr því sem komið er. Gætu kannski hækkað sig í 12%, en það sem er frábrugðið núna og 2003 er, að Jón Sigurðsson hefur ekki karisma til að draga fylgi til flokksins. Auðlindamálið virðist einnig vera til að fæla menn frá, en skv. því sem maður heyrði í kaffinu í morgun, þar sem kallarnir voru að tala saman um stjórnmál, er Framsóknarmaðurinn "búinn að vera...formaðurinn fráhrindandi og enginn veit í raun fyrir hvað flokkurinn stendur".
Íslandshreyfing Ómars og Margrétar fær hér 5%. Hún gæti hækkað sig og gerir það vísast, þegar framboðslistar verða kynntir. Grunar mig jafnvel, að flokkurinn fái allt að 10% fylgi og taki það að stærstum hluta frá VG. Ég skal viðurkenna, að ég get vel sætt mig við að fá Bubba á þing! Það gæti orðið skemmtilegt.
Frjálslyndi flokkurinn er á sömu leið og Þriðja ríkið var 1944: Að hruni komið! (OK, ég er að horfa með öðru auganu á Battlefield-þátt um stríðið í Normandí!!).Jæja, ég spái og vona, að Frjálslyndir falli af þingi.
En jæja, kominn tími á kosningaspá!
- Sjálfstæðisflokkurinn 36%
- Samfó 21%
- VG 18%
- Íslandshreyfingin 11%
- Framsókn 10%
- Frjálslyndir 4%
Þetta gæti orðið skemmtilegt kosningavor!
![]() |
Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Það var lagið!
Það er ekki sama hver á í hlut, þegar kemur að kjarnorkumálunum. Munurinn á t.d. Íran og Pakistan er, að Íranir hafa hótað, og hvatt til, að nágrannaríki yrði þurrkað af yfirborðinu.
Ríkisstjórn landsins er undir stjórn óábyrgs gangstera, sem lítur á Kóraninn og hadith Múhameðs sem hinn æðsta sannleika, þám hvatningar hans til að ráðast á bæði Gyðinga og kristna menn. Og jafnframt segir, að Mahdi, messías múslima, geti ekki snúið aftur til jarðar og komið á sæluríki múslima á jörðinni, fyrr en múslimar hafa ráðist á Gyðinga og útrýmt þeim.
Með þessa framtíðarsýn að vopni eru gereyðingarvopn Írana smíðuð.
Það er eitt verst varðveitta leyndarmál í heimi, að Ísraelar eiga kjarnorkuvopn. Ég held að þeir hafi átt slík vopn frá því um 1970. Sagan segir, að 1973, þegar Ísrael var að hruni komið þegar nágrannaríkin gerðu skyndiárás á þetta litla land á helgasta degi Gyðinga, hafi ísraelski herinn ekki fengið afgreidd vopn eða varahluti. Heimurinn stóð að mestu saman gegn Ísrael. Jafnvel Kanarnir héldu að sér höndum, ekki síst fyrir tilstilli yfirmanns CIA, George Bush eldri, sem hafði vitað af árás Sýrlendinga, Egypta og bandamanna þeirra nokkru áður, en ekki látið vita.
Og nú vildi Kanarnir ekki selja varahluti í bandarísk smíðuð vopn. Ísrael var að falla. Fleiri stóðu með innrásarríkjunum, t.d. Rauði krossinn, sem neitaði að aðstoða særða hermenn Ísraela, að því að ég hef lesið. Þau samtök endurtóku nú leikinn frá seinna stríði, þegar Rk var um tíma orðin eins og deild í Nasistaflokknum. Um það mál hefur nokkuð verið skrifað -- RK alls ekki til sóma.
En þá sendi forsætisráðherra Ísraels, Golda Meir, þau skilaboð til Washington, að úr því svo væri komið, myndi Ísrael beita kjarnorkuvopnum til að verja sig. Ísraelar ættu nánast engin önnur vopn eftir í starfhæfu ástandi, meðan stöðugar sendingar voru af vopnum frá Sovét til Arabaríkjanna.
Mér skilst reyndar, að Bush eldri hafi talið Ísraela vera að blöffa. Þeir ættu engin svoleiðis vopn. En Bandaríkjastjórn gat ekki tekið sénsinn og hóf nú að senda Ísraelum bæði vopn og varahluti. En engin Evrópuþjóð vildi leyfa bandarískum flugvöllum að fljúgja með vopn til Ísraela um þeirra flugvelli. (Íslendingar vísast ekki spurðir, enda hefði þurft að millilenda aftur í Evrópu á leið frá Íslandi til Ísraels). Að lokum leyfðu Portúgalar bandarískum flugvélum að millilenda á Azoreyjum. Ísraelar fengu nú vopn og varahluti, og gátu varið hendur sínar.
Ég held að þetta tilvik sé það eina, síðan í Kúbudeilunni forðum, þegar það kom hreinlega til alvarlegrar íhugunar að beita kjarnorkuvopnum, og þá aðeins til að verja hendur sínar.
En Íranir ætla ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum til að verja hendur sínar, heldur til árásarstríðs. Þær sögusagnir hafa flogið, að íranski herforinginn, sem nýlega flúði til Vesturlanda með stuðningi Mossads, ísraelsku leyniþjónustunnar, hafa gert svo vegna þess, að hann hafi fengið að vita, til hvers kjarnorkuvopn Írana ættu að vera notuð. Jú, það átti víst að lauma sprengju eða sprengjum til Hizballah, um Sýrland. Þessu samtök, sem eru undir stjórn Írana, beint eða óbeint, hefðu því unnið skítverkin fyrir klerkastjórnina í Íran.
Klerkastjórninni í Íran er ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum.
![]() |
Öryggisráðið samþykkir refsiaðgerðir gegn Írönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. mars 2007
Íslandsvinurinn Cliff?
Ég skal viðurkenna að ég fíla kallinn; ekki endilega músíkina, heldur að þarna fer maður sem kann sig, er ekki með þessa óþolandi stjörnustæla, eins og td fíflin í Lordi. Samthefur Cliff selt margfalt, margfalt fleiri plötur en ljótu Finnarnir.
Velkominn til Íslands, Cliff Richards.
![]() |
Laus við stjörnustæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)