Mörður í Undralandi

mordurEitt það besta við yfirstaðnar kosningar er, að Mörður Árnason datt út. Ég hef ekkert á móti manninum persónulega, en hitt er svo allt annað mál, að mér finnst hann á köflum yfirgengilega þreytandi. Ekki af því að stefna hans pirri mig neitt sérstaklega, heldur virkar hann á mig eins og mígreni, sem er í besta falli hægt að halda niðri með pillum. 

„Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég taldi mig eiga erindi inn á þing og var orðinn býsna góður þingmaður, fyrir minn málstað og mitt fólk. Þegar maður tekur þátt í þessum leik verður maður þó að búast við því að svona geti farið," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi.

En hitt skal ég viðurkenna, að álit mitt á Merði hefur reyndar aukist á síðasta kjörtímabili (t.d. með því að reka frumvörp til baka vegna málfræðivillna!!!), en það er lítil bót. Hann var í "Jóns Bjarnasonar flokknum", en hefur nú komist upp um eina deild, og hefur rekið þar hentistefnupólítík Samfó í skjóli þess, að hann er vel máli farinn og fær boð í alls konar spjallþætti. Það er ekki að ástæðulausu, að hans eigin flokksmenn settu hann neðarlega í prófkjöri. Það ættu að vera skýr skilaboð. Zero Mörður.

Og síðan segist Mörður hafa verið orðinn býsna góður þingmaður, fyrir sig og sína. En af hverju var honum þá hafnað af eigin flokki og kjósendum hans?

Það eitt og sér, að tala gott mál, er ekki nóg til að meika það á Alþingi. Þegar innihaldið er rýrt, skipta umbúðirnar litlu máli. Og þegar fögur orð lykta, er betra að lofta út.

Ég vil síðan vitna í blogg um þetta sama mál, en þar segir: "Ég er ekki hundfúll yfir því að Mörður hafi dottið út af þingi. Hann er einn af þessum munnræpumönnum, sem gerði það að verkum að virðing mín fyrir Alþingi þvarr."


mbl.is Mörður Árnason: „Hundfúll"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun stjórnin sitja áfram?

GeirHH1Það kæmi mér svosem ekki á óvart. Mér fannst flokksforingjarnir, Geir Haarde og Jón Sigurðsson, gefa slíku hressilega undir fótinn í RUV í gærkvöldi.

En er slíkt vænlegt með aðeins eins manns meiri hluta?

Ef til vill er þetta skásti kosturinn fyrir báða aðila. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sérlega spenntur fyrir samstarfi við Vinstri græna, ekki síst vegna margs konar afturhaldssinnaðra stefnumála flokksins og yfirlýsinga undanfarið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í stjórn með sósíalistum 1944, í Nýsköpunarstjórninni (og kratarnir með), spurði bandarískur stjórnmálaforingi Ólaf Thors af hverju hann færi í stjórn með kommúnistum. Ólafur svaraði þá, að þeir hefðu haft svo góð meðmæli. Þegar Kaninn spurði hver þau væri, hafði Ólafur svarað: "Frá Roosevelt og Churchill". En nú eru engin slík meðmæli til staðar.

Sjálfstæðisflokkurinn er í erfiðri stöðu varðandi stjórnarmyndun.Ingibjörg Sólrún ku hafa haft samband við flokkinn í gær, en, eins og Mogginn í dag segir frá, var tillögum hennar um samstarf illa tekið, ekki vegna málefnaágreinings, heldur hins, að hún hafi komið fram með slíkum hroka, að sjálfstæðismönnum þótti nóg um. Ingibjörg virðist því persónulega vera sá ásteytingarsteinn, sem er í vegi nýrrar "Viðeyjarstjórnar". Það hef ég reyndar oft sagt áður hér á blogginu. Ef Samfó myndi losa sig við "nöldurkerlinguna", væru sjálfstæðismenn vísast tilbúnir í samstarf.

ossurVið síðustu kosningar tefldi Samfó Ingibjörgu fram sem forsætisráðherraefni, en strax um kvöldið hringdi Össur í Jón Kristjánsson og lét þau skilaboð berast til Halldórs Ásgrímssonar, að Samfó væri til í stjórn undir forsæti hans. Halldór hefði vísast tekið þessu boði, hefði hann ekki fengið slíkan stól frá Davíð. Og um leið var Samfó að núlla sig út -- með svona lagað á bakinu væri krötunum ekki treystand.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki til þess hugsa, að slíkar hugmyndir fari aftur á kreik nú, og einskonar R-lista hörmungastjórn yrði stofnuð. Flokkurinn verður því að sýna ábyrgð og forða landinu frá vinstri stjórn, jafnvel með því að láta framsóknarmenn fá meira en þeir hafa umboð fyrir frá kjósendum. Og það er svosem ekkert nýtt. Framsókn hefur lengi lifað á oddastöðu sinni, mitt á milli hægri og vinstri, enda opinn í báða.

Þó framsóknarmenn æpi nú hver í kapp við annan, að flokkurinn þurfi að fara í naflaskoðun og jonsigendurbyggja sig í stjórnarandstöðu, er slíkt ekki svo einfalt. Flokkurinn þarf helst að vera í stjórn, til að geta komið stuðningsmönnum sínum í feit embætti og þannig tryggt flokksforystunni áframhaldandi stuðning. Og Jóni Sigurðssyni veitir ekki af slíku. Hann er nefnilega að verða atvinnulaus og verður að grípa til einhverra aðgerða. Og fari hann ekki í stjórn núna, er pólítísku lífi hans vísast lokið.

Í mínum huga er eins manns meiri hluti nú skárri en oft áður. Sleggjan er farin til frjálslyndra og því er þetta eiginlega eins og að hafa 33 þingmenn áður. Spurning er hins vegar með Bjarna Harðarson frá Framsókn og e.t.v. Pétur Blöndal hjá Sjálfstæðisflokki. En það besta við, að stjórnin haldi áfram, er, að þá er stungið upp í túlanna á Kaffibandalaginu, ekki síst sósíalistaflokkunum tveimur. Og það besta er, að hugsanlega mun þá Ingibjörg Sólrún hætta og gerast kennari á Bifröst eða eitthvað slíkt. Farið hefði fé betra en það.

Og síðan kemur eitt enn, að ef stjórnin yrði skyndilega völt í sessi, ef t,d, einhver einn þingmaður yrði óþægur, mætti alltaf losa bankastjórastöðu í Seðlabankanum, starf sendiherra eða eitthvað annað, og þægur maður settur inn! Eða taka þá bara Frjálslynda uppí stjórnarrúmið. Miklu má til kosta til að halda vinstri flokkunum í stjórnarandstöðu.

 


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni Steingríms?

Steingrimur_JHvað þá með t.d. áróðursmyndbönd krata, bæði fyrir þessar kosningar og þær þarsíðustu, þar sem vegið var að t.d. foringjum stjórnarinnar og öðrum einstaklingum?

Hvað með auglýsingu J'ohannesar í Bónus. Hann felldi svosem engin stór orð um hana, enda "er þetta leyfilegt" skv. lýðræðinu. En það er líka það, sem framsóknarmenn gerðu.

En í ofanálag sögðu nú ýmsir vinstri grænir ýmislegt um ýmsa, og hafa verið að gera. Var ekki Steingrímur sjálfur í smá vandræðum vegna dónaskapar sem hann sýndi öðrum þingmönnum, og það jafnvel inni á sjálfu ALþingi?

Þetta kemur einfaldlega úr hörðustu átt. Ef Steingrímur ætlast til, að fá afsökunarbeiðni, þarf hann sjálfur að ganga á undan með góðu fordæmi. En það mun hann vísast ekki gera.

 


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskur Skarphéðinsson?

ossur"Öskur Skarphéðinsson". Ómar Ragnarsson.

Jæja, Ómar hefur þá skilið eitthvað eftir sig. 

 

"Guðjón Ólafur" Steingrímur Joð (um Guðjón Arnar!)

 

Menn orðnir þreyttir, eða...?


Comeback!

Sko þá bláu! 1-1 gegn Val er alveg ágætt, sérstaklega þegar jöfnunarmarkið kom í lokin.
mbl.is Óðinn tryggði Fram eitt stig gegn Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni strikaður út!

johnsenJæja, þetta kemur ekki á óvart. Nú væri gaman ef Karl Gauti Hjaltason Eyjasýsli, bloggvinur vor og Skáksambandsmaður, myndi útskýra þetta aðeins betur...og helst hér á blogginu.

Ég skal segja fyrir sjálfan mig, að ég taldi að það ætti að gefa Árna Soprano séns...hann hafði tekið út refsingu sína. En þá kom "tæknilegu mistökin", og ég, og margir aðrir, töldu, að hann ætti ekkert erindi á þing í því ljósi.

En nú er spurningin, hvort þetta breyti miklu. Miðað við 14,5% kröfuna (þ.e. að 14,5% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi striki Árna út) má ætla, að Árni falli niður um eitt sæti og Kjartan Ólafsson úr Árnessýslunni færi sig upp um eitt sæti á kostnað Árna.


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg of veik?

communismA.m.k. of veik til að eiga kröfu á Stólnum.

En jafnvel "veik" stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er betri kostur en nýr R-listi. Nei takk, slíkur bræðingur er slæmur. Flest annað er betra. Jafnve DV stjórn.

Ingibjörg tapaði tveimur, Steingrímur vann fjóra. Á þá Steingrímur ekki frekar að verða forsætisráðherra? Já, eða Jón Sigurðsson, þar eð hann myndi þá færa vinstri flokkunum ríkisstjórnina á silfurfati?

En hingað til hafa fjölflokka vinstri stjórnir reynst illa. Af hverju ætti það að ganga betur núna, ekki síst þar sem sumir í þessum meinta stjórnarbarningi hafa hótað að leggja efnahagslíf Íslands í rúst og flæma burtu stærstu fyrirtæki landsins.

Nei, frekar kýs ég áframhaldi ríkisstjórnarsamstarf D og B, þó ekki sé nema til að dissa sósíalistaflokkanna tvo.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu sæll Jón! Framsókn og niðurstaða kosninganna

428124BMig grunar, að innihald fundarins í dag hafi minnst snúið að því, hvort halda skuli ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Ég held, að Geir hafi hér verið að kveðja Jón Sig. og þakka fyrir samstarfið.

Nú, en Framsókn missti mann í morgun, þegar Eros Örn datt út fyrir R. Ríkh. Þar fauk Bliki fyrir Framara. Auðvitað fagnar maður því.

valgerdur2Flintstone  komst ekki aðeins inn á Suðurlandi, heldur tók hann drauginn með sér, eða draugavininn

Valgerður náði 2 inn með sér. Sko hana. En ég vona að hún fari aldrei aftur í ríkisstjórn.

Og já, Magnús Stefánsson komst inn í mínus 1 kjördæminu.

samuelEn flokkur sem nær engum manni inn í höfuðborginni á ekki að vera í ríkisstjórn.


mbl.is Geir og Jón funda í kjölfar kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætasta stelpan á ballinu?

428124BAingibjorgJa, Ingibjörg er eiginlega eina stelpan á ballinu. Aðrir flokksformenn eru sköllóttir og/eða skeggjaðir.

Og feis it! Ingibjörg hefur verið að skána upp á síðkastið. Vonandi að það haldist.


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir þingmenn

c_xdfalkinnJæja, merkilegt að sjá, að af 63 þingmönnum á næsta þingi, er um það bil þriðjungur nýliðar.

Í Reykjavík norður eru nýir þingmenn Guðfinna S. Bjarnadóttir úr Sjálfstæðisflokki, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson úr VG og Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram úr Samfylkingu; Ellert hefur raunar setið áður á þingi.

Í Reykjavík suður voru þau Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Álfheiður Ingadóttir, VG, og Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, kjörin ný á þing.

Í Suðvesturkjördæmi koma Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason, Samfylkingu og Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki og Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki ný inn.

Í Norðvesturkjördæmi eru Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, Samfylkingu, nýir þótt Karl hafi raunar setið á þingi áður. Kristinn H. Gunnarsson var einnig kjörinn þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn en hann var áður þingmaður Framsóknarflokks.

Í Norðausturkjördæmi eru nýir þingmenn Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki og Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki, ný.

Í Suðurkjördæmi eru Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Atli Gíslason, VG, Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, nýir en Árni hefur setið áður á þingi.

 

Sjálfstæðisflokkur: (Árni Johnsen), Björk Guðjónsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Illugi Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir.

Samfylking: Guðbjartur Hannesson, (Karl Matthíasson), Gunnar Svavarsson, Árni Páll Árnason, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, (Ellert B. Schram).

Framsókn: Bjarni Harðarson, Höskuldur Þ. Þórhallsson,

VG: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson

Frjálslyndir. Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon

 

Endurnýjun þingmanna er greinilega töluverð, en athygli vekur, hversu margir nýir þingmenn eru hjá Sjálfstæðisflokki. Bæði Sjálfst og Samf. flagga einnig þingmönnum, sem voru ekki inni síðast, en sátu á þingi áður. Sumir hafa síðan verið varaþingmenn, amk Grétar Mar og Jón Magnússon, ef mig minnir rétt.

Og fjórir nýir Samfóþingmenn koma inn í þingflokkinn, sem þjóðin treystir ekki. Æjá, svona er þetta.


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband