Gasa

d_bloggi_heil_hamasJæja, nú verður spurningin sú, hvaða lýðræðislega kjörnu yfirvöld á Gasa hún Ingibjörg ætlar að koma á sambandi við. Þar er byltingarstjórn Hamas, uppleyst eða óstarfhæf ríkisstjórn og heimsent þing.

Spurning hvort ekki verði bara farin málamiðlun, og tekið upp stjórnmálasamband við Islamic Jihad. Það mætti jafnvel senda mann þarna suðureftir til að þýða leiðbeiningarmiðana fyrir Kassam eldflaugarnar yfir á íslensku, já, eða upplýsingabæklinga Hamas og Islamic JIhad um hvernig skjóta skuli eldflaugum á óbreytta borgara í nágrannaríkinu. Aldrei að vita nema Íslendingar þurfi að kenna Færeyingum lexíu í framtíðinni.


mbl.is Hamas lýsir yfir fullkomnum yfirráðum á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að kæra í Kópavogi?

Mér finnst þetta gott hjá Gunnari I. Birgissyni. Mér finnst skrítið, að bæði Mannlíf og Ísafold fari all in á sama manninn á sama tíma.

Hver á þessu tímarit annars? :)


mbl.is Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Waldheim látinn

imagesCACIHGQ6Ok, ég hef þá skoðun, að úr því að hann reyndi að fela hermannsárin, hafi hann haft eitthvað að fela.

Ergo: nú fer fækkandi þeim, sem báru út boðskap nasista í seinna stríði, hver sem eiginleg þátttaka hans var.

Nú er þessi boðskapur nær einvörðungu bundinn við Miðausturlönd.


mbl.is Kurt Waldheim látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónína hætt að blogga

http://joninaben.blog.is/blog/joninaben/entry/237309/

Ágætt hjá henni. Hún var farin að sjá Baugsvini í hverju horni, stundum þegar þeir voru þar ekki. Ágætt að hvíla sig aðeins.


mbl.is Málflutningi í Baugsmálinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt efni

tr_logo_stortÉg vil vekja athygli á nýju efni á Taflfélagssíðunni, www.taflfelag.is. Þar er m.a. fylgst með gangi máli á alþjóðamótinu í Mysliborz, þar sem 5 efnilegir unglingar héðan taka þátt. Jafnframt er komið inn efni til niðurhals, bæði skákir úr mótum og gamlar skákbækur. Síðan er stöðug uppfærsla á "sögu TR", nú síðast hvað snertir William Ewart Napier, sem dvaldi hér á landi 1902, en þessi maður var þá um tvítugt og 11 besti skákmaður heims, að því að talið var. Hann var eitt mesta efni, sem nokkurn tíma kom fram, en hætti að tefla ungur.

Þar er rakin saga hans hér, forsagan og sagt frá því fólki, sem hann umgekkst. Þessi færsla er sérstaklega áhugaverð fyrir Briem-ættmenn!


Endurreisn Verkamannaflokksins?

Verkamannaflokkurinn í Ísrael hefur átt í vandræðum undanfarið. Simon Peres, sem var formaður og í forystusveit flokksins í marga áratugi fór yfir til Kadima, flokksins sem Ariel Sharon stofnaði fyrir nokkru. Kadima tók þó þingmenn að miklu leyti frá Likud. En munurinn er, að Nethanyahu hefur endurreist Likud, en hann var formaður flokksins og forsætisráðherra hér áður fyrr. Nú er talið líklegast, að Likud ynni stórsigur í kosningum, yrðu þær haldnar nú.

Af þeim sökum mun Verkamannaflokkurinn kaupa sér tima og framlengja ríkisstjórn Olmerts eitthvað áfram, og reyna að reisa flokkinn við í millitíðinni. Peretz, núverandi formaður, hefur reynst alveg handónýtur og með persónutöfra á við kameldýr. Barak, sem hafði, eins og Nathanyahu, orðið að hrökklast úr embætti formanns og forsætisráðherra, er þó vinsæll, og einnig Ami Ayalon, fyrrv. forstjóri Mossad.

Barak mun vísast vinna slaginn núna, enda vita menn að hverju þeir ganga, kjósi þeir hann aftur til valda í flokknum. Ayalon er hins vegar lítt þekkt stærð. En líklegt er, að á næstu misserum muni Verkamannaflokkurinn, undir forystu Baraks, taka fylgi frá Kadima. Reyndar á Kadima voðalega lítið fylgi eftir, en það mun kvíslast úr því enn frekar.

olmertEn kannski ættu framsóknarmenn að feta í sömu sporin og Likud og Verkamannaflokkurinn, og setja Steingrím Hermannsson aftur í formannsstólinn?


mbl.is Lítur út fyrir að Barak hafi unnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni Írana

AhmadFinalSolNú eru Íranir að kvarta yfir því, að fimm Íranir, sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi og vísast með réttu, séu í haldi. Íranir halda því fram, að þeir hafi verið starfsmenn ræðismannsskrifstofu Írans í írakskri borg og njóti því diplómatafriðhelgi.

Það má skrá hverja sem er starfsmenn ræðismannsskrifstofu. Segjum að Jón Jónsson væri skráður starfsmaður íslensku ræðismannsskrifstofunnar í New York. Mætti hann þá fremja morð eða aðra glæpi og komast undan réttvísinni? Þetta er auðvitað bull.

En hræsni Írana er sennilega heimsmet. Hverjir muna ekki eftir því, þegar Íranir, undir hvatningu frá íslamstrúaröfgaklerkunum, réðist á bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku sendiráðsstaffið í gíslinu og héldu þeim í meira en ár, ef ég man rétt. Og þetta fólk var bara að vinna vinnuna sína -- löglega vinnu nota bene.

d_bloggi_heil_hamasOg nú kvarta þeir yfir fimm grunuðum terroristum, meðan saklaust starfsfólk var í gíslingu þessa sama glæpahyskis.

Já, ég segi glæpahyskis. Gamall vinur minn, Írani, var lögfræðingur í Teheran og sagði mér margar sögur af þessu liði. Spillingin var slík, að hann skammaðist sín. Klerkarnir græddu megamonní á allskonar spillingarathöfnum. Og sömu klerkar og létu flengja konu fyrir að vera ekki "rétt klædd" á almannafæri, fengu þennan sama lögfræðing til að skaffa þeim eiturlyf og mellur.

En í mínum huga er þetta klerkalið í Íran glæpahyski, sem ætti að stinga inn í Guantanamo.


mbl.is Mottaki segir að Bandaríkin muni sjá eftir því að hafa fimm Írana í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá er það byrjað fyrir alvöru

LetsPretendUndirritaður hefur á undanförnum mánuðum haldið því fram, að fyrr eða síðar, líklega fyrr, myndi allt fara í háaloft á Gasa milli Hamas og Fatah. Að vísu hélt að þetta myndi springa í loft upp fyrr, en þetta hefur reyndar verið shaky síðustu vikur og mánuði.

En jæja. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta. Óbreyttir borgarar falla líka í svona löguðu, þeir verða í vegi bardagamannnanna, sem skirrast ekki við, frekar nú en áður, að fórna eigin fólki, óbreyttum borgurum, til að fullnægja eigin hatri og valdagræðgi. En nú er þeim ekki att fram gegn Ísraelum, heldur lenda fyrir byssukúlum frænda sinna, vina, kunningja, nágranna.

Öll stríð eru ógeðsleg. Borgarastríð þeirra verst.


mbl.is Hamas tekur yfir höfuðstöðvar öryggissveitar Fatah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslun í miðborginni

Nú jæja, kemur það á óvart, þótt fimmtungur Reykvíkinga versli aldrei í miðbænum. Ég er víst einn þeirra.

Það kemur mér á óvart, hversu margir versla þar þó. Ég sé ekki að miðborgin hafi neitt upp á bjóða, sem ekki er hægt að redda með auðveldari hætti (t.d. betri bílastæði) í úthverfunum.

Það er hreinlega of mikið vesen fyrir þá, sem ekki búa þarna í grenndinni, að fara í bæinn i verslunarleiðangur, og óvíst hvort þeir græði nokkuð á því.

Sjálfur versla ég aðeins í Kringlunni og Skeifunni og á því svæði. Þar er allt sem ég þarf.

Hef eiginlega ekki komið í "bæinn" mjög lengi, nema í öðrum erindum, og þá aðeins örsjaldan.

Mig grunar, að margir úr "úthverfunum" hafi svipaða sögu að segja.


mbl.is Rúmlega 40% höfuðborgarbúa sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg til Gasa?

Og með henni fara nokkrir íslenskir friðargæsluliðar sem lífverðir? Ástæðan: jújú, gera stjórnmálasamband við Hamas! Já, eða stilla til friðs milli Hamas og Fatah, og Palestínumanna og Ísraela, eða ég veit ekki hvað. Og hvernig myndi hún heilsa heiðursvörðum Hamas? Með "sieg Heil" kveðjunni, sem þeir hafa tekið upp. Fussumsvei.

d_bloggi_heil_hamasÉg held að vinstri menn hér og víðar séu algjörlega búnir að missa glóruna. Þetta er svo heimskulegt, að það hálfa væri fyndið.

Það á ekki að verðlauna þessa ofbeldisstjórn (sem btw ræðir ekki yfir sjálfstæðu ríki og hótar að afmá ríkið við hliðina og kæfa íbúana í blóði) með stjórnmálasambandi. Þá yrði vegur Íslands á alþjóðavettvangi minni -- ríki með glóru myndu halda að hér væri eitthvað bananalýðveldi. Það gæti reyndar keypt atkvæði múslímskra ríkja í SÞ, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Hvernig væri að taka upp stjórnmálasamband við ETA, þeir eru öllu friðsamari og hafa barist lengur en Hamas fyrir málstað sínum?

Og málstaður ETA er, að stofna sjálfstætt ríki. Málstaður Hamas er að eyða ríkinu við hliðina og stofna öfgaíslamsríki, sem yrði nýtt Taliban-Afghanistan.

Við gætum líka tekið upp stjórnmálasamband við Fath al Islam í Líbanon, jú, eða bara Hizb Allah! Síðan gætum við hafið viðræður við tétneska skæruliða, útlagastjórn Talibana, osfrv.

Fussumsvei. Vinstri menn á Íslandi og víðar gjörsamlega að týna glórunni.


mbl.is Abbas sakar Hamas um að reyna að ná stjórn á Gasa með valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband