Aðeins frá Lux

Jæja gleymdi að nefna tvennt í gær.

KaupthingOpen_OpCeremony_20070706_02Það urðu smá vandamál hjá Héðni. Hann hafði ekki skráð sig á skráningarsíðu mótsins, heldur verið í beinu sambandi við mótshaldara, sem gleymdu að skrá hann á keppendalistann, en Héðni misfórst að staðfesta sig formlega við skákstjóra í fyrradag, við komuna. Hann lenti því á neðsta borði og vann örugglega.

Hannes hafði lent í seinkun frá Prag og því misst af tengiflugi frá Zurich. Hann sýndi þó hörku og tók leigubíl alla leiðina frá Frankfurt til að komast á mótsstað í tíma. Hann vann einnig örugglega.

Kaupthing-R1-20070707_23Nú, að myndunum. Við erum hér þrír með myndavélar, en enginn okkar mundi eftir snúrunni til að færa myndir úr vélinni í tölvu. Þrátt fyrir lúsaleit hér í bænum fundust ekki réttar snúrur hjá Grétari, en hann tók reyndar ranga snúru, sem virðist passa við mína myndavél, svo vænta má fleiri mynda frá mótinu fljótlega. Hér koma því nokkrar myndir frá heimasíðu mótsins og frá þeim, sem Grétar lét framkalla og setja á disk.

DSCF0002


Ekki allt klárt með Bellamy

skv. www.soccernet.com

 

Þar að auki er verðið uppgefið 7,5 millur, ekki 8. En Bellamy á eftir að ganga frá sínum málum við Liverpool og er það eftir skv. ofangreindu.

En verði af þessu, er West Ham að gera mistök.

 


mbl.is Bellamy til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt

DSCF0022Þetta var ljótt. Andstæðingur minn í dag tefldi passívt og reyndi að halda jafntefli með öllum ráðum. En ég kreisti hann smám saman og var kominn með gjörunnið þegar ég blunderaði skelflilega. Staðan var enn unnin, en ég fékk ubersjokk við þennan mótleik og sá ekki einfaldan svíðing. Tefldi síðan eins og muppet, en átti þráskák, en vildi vinna. Og tapaði.

Þetta var sérstaklega sárt þar sem maður hafði teflt þetta mjög vel fram að þessu, kreist vinningsstöðu út úr engu. Hannes orðaði þetta best: "Sjálfsmorð"

Ergo: Ég var semsagt Bjarni Guðjónsson, sem ákveður skyndilega að fara einn á ball í Keflavík.

Andstyggilegt, og tæp 15 stig í súginn.

 

Hjörvar var akkúrat hinumegin, fékk á sig svipaða hugsun og var kreistur. Hinn blunderaði því miður ekki.

Rúnar Berg fór niður í logum, því er nú ver og miður.

Hannes, Héðinn og Robbi unnu allir sannfærandi sigra.

 

Roar, nú er maður algjörlega að missa sig. Hef ekkert getað borðað í dag nema eina súpuskál og er orkulaus eins og muppet á útsoginu.Ég vitna í Ingvar Xbit: Maður vinnur þó allavegana Svíann.

 

Annars buðu mótshaldarar hér í dag upp á útivöll Svíanna. Roar. Frekar bíður maður eftir að fá þá á heimavelli.


Áfram McLaren!

Glæsilegt hjá stráknum. Ótrúlega solid drengur á sínu fyrsta sísoni. Ég held með McLaren, en nú er maður ekki viss, hvort Alonso sé í 1. sæti eða Hamilton.

Áfram McLaren!


mbl.is Ótrúlegur lokahringur hjá Lewis Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur í Bascharage

KaupthingOpen-logo-800Jæja, maður náði nú að sofa ágætlega svosem í nótt. Ég var svo steinrotaður að ég vaknaði ekki þótt Hjörri hafi barið á hjá manni um ellefuleytið, þegar hann kom heim frá fjölteflinu. Skilst mér, að Humpy hafi sigrað aðra keppendur (samt ekki staðfest), en tapaði fyrir Hjörvari.

Hjörvar var með svart og upp kom slavnesk vörn, 4.e3, 5.Rbd2 og staðan varð svolítið Meran-leg, en skyndilega fórnaði Hjörvar drottningunni fyrir hrók, mann og 1-2 peð. Síðan náði Humpy að skipta upp á liði og létta á stöðunni. Staðan var þá sennilega jafntefli, en Hjörvar gat amk ekki tapað þessu nema með alvarlegum blunder.

En þá lék stórmeistarinn riddaraleik og ætlaði að máta strákinn. En hann svaraði jafnharðan með hörkuleik, sem forðaði máti og lokaði jafnframt inni drottningu Humpy. Hún tefldi þó áfram manni undir, en þegar Hjörvar trikkaði hana aftur og maður var á leiðinni í hafið, gafst hún upp. Flott hjá stráknum.

MP2003_HjorvarSteinnGrétar, Robbi og Rúnar fóru saman á rúnt meðan við Hjörvar tókum stúderingatíma í Slavanum fyrir hádegið. Þar fór ég yfir hvasst afbrigði í Slavanum, þar sem svartur fórnar peði fyrir betri liðsskipan og sókn. Þetta afbrigði höfum við Helgi Áss Grétarsson teflt nokkuð með svart, á okkar yngri árum!

Það er annars erfitt að fá strákinn til að hætta að stúdera! Það er ég ánægður með. Við settum því niður aukatíma síðar í dag og getum vonandi gert eitthvað uppbyggilegt á reitunum 64.

Við strákarnir fórum á kínverskan stað í hádeginu. Ég stoppaði nú stutt, fékk mér bara súpu, en hinir fylltu mallakútana. Maður þarf víst að passa sig þegar Svíinn er farinn að fá óeðlilega margar heimsóknir.

robert_hardarson_120Jæja, umferðin byrjar 17.30, eða 15.30 að íslenskum tíma. Spáin er, að Hjörvar fái Héðin í fyrstu umferð, en annars er þetta óljóst, því margir sterkir skákmenn hafa greinilega dottið út á síðustu dögum og óvíst hvort Hannes nái hingað, enda hefur hann af einhverjum ástæðum farið á mis við flugfélagið, sem ætlaði að skutla honum hingað í gær.

En þetta kemur allt í ljós á eftir. En þangað til...au revoir.


Í Differdange kastala - Hjörvar vann Koneru

hjorvar3Ok, ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef lítið gaman af opnunarhátíðum. Við strákarnir í Lúx (sjá www.taflfelag.is) fórum héðan frá Bascherage yfir til Differdange, um 20.000 manna bæjar, c.a. 5 km í burtu. Þar fundum við fyrst skákstaðinn og tilkynntum komu okkar, en héldum síðan áfram yfir í Differdange kastala þar sem opnunarhátíðin átti að hefjast kl. 19.00 að staðartíma.

Ekki byrjaði þetta vel. Athöfnin hófst kl. 19.30 með indverskum dansi smábarns. Jújú, þetta var svosem ágætlega gert, en Hjörvar þjáðist undir músíkinni og skil ég hann svosem vel. Síðan tóku við ræðuhöld á ýmsum tungumálum, og var okkar maður, fulltrúi Kaupþings, sá sem fórst það best úr hendi, að okkar mati. Afskaplega skemmtilegur maður þar á ferð. En þegar klukkan var um níu, lauk þessu loksins og við spjölluðum við hina bráðskemmtilegu Fionu, sem á marga aðdáendur á Íslandi. Hún svaraði ýmsum spurningum okkar (lesist: spurningum RB) og reddaði okkur þremur, mér, Robba og Rúnari leigubíl heim. Við vorum alveg að gefast upp á þessu.

En Hjörvar var eftir ásamt Grétari, en Hjörri tefldi í fjöltefli gegn Humpy Koneru, einni af sterkustu homer,screamskákkonum heims. Hann kunni mér reyndar litlar þakkir fyrir að hafa komið honum inni í fjölteflið á síðustu stundu (var orðinn þreyttur eins og við hinir), en ég held þó að innst inni hafi honum þótt gaman að þessu. Ekki versnaði það við, að strákurinn tefldi þetta ágætlega og bárust þær fréttir, eftir að blaðið var farið i prentun, að sú indverska, sem hefur vel yfir 2500 skákstig, hafi farið niður í logum gegn okkar manni.  Vonandi er þetta vísir þess, sem koma skal. Semsagt: Hjörvar vann Humpy! En við strákarnir kysstum síðan Fionu bless og héldum heim.

Ég var alveg búinn og settist fyrir framan tölvuna og tók að rifja upp menntaskólafrönskuna með því að laumast til að horfa á franska útgáfu af bandarískum sjónvarpsþætti. Einhverra hluta vegna hef ég svoldið gaman að þessu...NOT. En ég varð enn syfjaðri við þetta og steinlá skömmu síðar.

Nú hef ég fundið meðal við andvöku!

Við hittum Héðin Steingrímsson þarna á hátíðunni, vel útbúinn í 66 gráðum norður flíspeysu og stuttbuxum. Hannes Hlífar Stefánsson hafði átt að koma fyrr um daginn, en annað hvort misst af flugvélinni, eða tekið skakka vél, eða farist fyrir að mæta á flugvöllinn af einhverjum ástæðum. En hann hlýtur þá bara að koma í dag.

En jæja, morgunmaturinn býður. Áfram Ísland. Ciao.

 


Skammarlegt

"Valur og KR gerðu 1:1 stórmeistarajafntefli í toppslag Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í kvöld."

 

Þetta er auðvitað skammarlegt hjá Val og KR, að hætta leiknum þegar leiktími er ekki búinn. Það hlýtur að vera lágmarks krafa áhorfenda, að fá eitthvað meira fyrir peninginn.

Eða þá, að þetta hafi verið enn eitt klúðrið hjá Mbl.is mönnum. Ég hallast eiginlega að því.

Málið er, að stórmeistarajafntefli merkir, þeir tveir stórmeistarar, sem bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum eða eru t.d. nánir vinir, semja stutt jafntefli á óteflda skák, án þess að láta berast á banaspjótum. EKki veit ég heldur til, að Valur og KR hafi hlotið titilinn stórmeistari.

Það er óþolandi að þetta hugtak sé misnotað svona aftur og aftur á Mogganum. Það er kominn tími til, að blm. Moggans læri þetta.

 


mbl.is Valur og KR skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar gardínur og fleira

Jæja, þá er 1. tíminn búinn hjá Hjörvari. Við fórum niður á stéttina fyrir utan pizzeríað/kaffihúsið á hótelinu og settumst þar í skugga, báðir með tölvu og síðan var skákborðið ómissandi með í för.

Við fórum yfir hvað Hjörvar teflir með svörtu og skoðuðum afbrigði, sem að mínum dómi er sterkara en hitt,sem Hjörvar leikur að venju. Það gekk ágætlega og við fórum í eðli stöðunnar, hvar mennirnir standa best, hvernig svartur eigi að ná mótspili og hvernig hann á að skipta upp og hvenær, osfrv.

Þetta gekk ágætlega, þrátt fyrir árás frá ofurþreyttri flugu og hávaða frá umferðinni. Strákurinn er merkilega naskur að finna besta leikinn í stöðunni. Einnig æfði hann sig í, að taka sér tíma og spá í stöðunni, en ekki leika "eðlilegasta" leiknum jafnóðum.

Þetta er mjög gaman og mun vonandi styrkja strákinn fyrir komandi átök, fyrst mótið hér og síðan mótið í Politiken Cup, sem er síðar í mánuðnum. Við munum taka svona sessjónir hér úti, bæði almenna yfirferð á byrjunum Hjörvars, og miðtaflinu og fram í endataflið í þeim stöðum, sem líklegastar eru að koma upp. Einnig munum við síðan stúdera fyrir andstæðinga hans, lesa þá og velja þá byrjun, sem eðlilegust er í því ljósi. Hjörvar er orðinn vanur slíku, eftir að hafa verið með Ingvar X-bita í Ungverjalandi um dagin.

En þegar við vorum búnir (þegar batteríið var búið) fórum við upp á herbergi, en þá var Grétar, faðir Hjörvars, kominn aftur út skoðunarferð, þar sem hann fann skákstaðinn og stystu leiðina þangað. Hann er orðinn fararstjóri hjá okkur öllum Íslendingunum og held ég, að betri mann sé ekki hægt að finna í djobbið, eða fararstjórn almennt.  Stundum undrar mig hversu foreldrar Hjörvars eru áhugasamir og duglegir í að fylgja stráknum, bæði á mót og á skákstað innanlands. Held ég, að með svona stuðning að baki, auk frábærs stuðnings frá Helli og nú Kaupþingi (auk Skákskólans að sjálfsögðu, þar sem Helgi Ólafs miðlar börnunum af visku sinni og þekkingu! Og þar er af nógu að taka!), geti Hjörvar ekki annað en náð langt. Hann er einfaldlega rosalega góður strákurinn og getur ekki annað en haldið áfram að fara fram.

Nú, mín beið glaðningur á herberginu. Í fyrsta lagi var búið að þrífa og síðan voru solid gardínur komnar upp, bæði á herbergið og hið stóra baðherbergi mitt. Ég er á fyrstu hæð og áður var hægt að sjá allt inn, þegar maður var með utanáliggjandi rimlagardínuhlera dreginn fyrir. Nú get ég semsagt haft opinn gluggann, án þess að sýna gestum og gangandi hvað maður er að gera hverju sinni.

Maður er einfaldlega mjög sáttur. Flott herbergi, fín aðstaða og allt til alls. Sjálfur hef ég engar sérstakar væntingar til þessa móts, en í morgun var maður á hálfgerðum bömmer eftir slæmar "fréttir" frá Íslandi. En maður verður að takast á við áföll, bæði fyrir mót og á meðan á því stendur.

Markmið mitt er að koma amk út í stigagróða og helst ná IM normi. En annars er það þannig, í mínum huga, að Hjörvar hefur forgang. Hann á framtíðina fyrir sér, en ég er bara "old news" sem er á leiðinni í helgan stein í skákinni. Hver veit nema þetta verði bara síðasta alþjóðamótið mitt?

En kveðjur héðan frá Lux. Áfram Ísland.


Mér finnst rigningin góð

Jæja, ég er búnað fatta hvernig á að stoppa rigninguna. Hér í Lúx rigndi eins og hellt væri út fötu, en merkilegt nokk, eftir að ég hafði spilað Raindrops keep fallin' on my head, Let it Rain, og fleiri erlend rigningarlög, og endaði síðan á Mér finnst rigningin góð, þá stytti upp samstundis.

Nú er komin sól og steikjandi hiti.

 

En maður situr bara inni með skákstuffið og reynir að gera eitthvað af viti. Sé eftir rigningunni.

 

Mér finnst rigningin góð.


Stjörnusamböndin

Jæja, sumt fólk lærir aldrei.

Sambönd geta ekki gengið til lengdar ef það sem heldur þeim saman er grundvallað á frægð og frama, eða æsilegum rekkjuferðum.

Persónuleikar fólks þarf einnig að passa saman. Það virðist oft gleymast í Hollywood, eða er það ekki?


mbl.is Eru Aniston og Sculfor hætt saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband