Sunnudagur, 5. ágúst 2007
KR Nördar á spjalli
Jæja, ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef mjög gaman af því að stríða KRingum. Þeir gefa einhvern veginn færi á sér. Bæði er það þannig, að hinn frægi KR-hroki (t.d. heitir síða KR aðdáandanna "Reykjavíkurstoltið") er skotleyfi frá stuðningsmönnum annarra liða, en einnig hitt, að ég held að stuðningsmenn annarra öfundi KR af því, hversu harða og trúfasta stuðningsmenn KRingar eiga.
En á hinn bóginn er ótrúlegt hversu KR hefur gengið illa, miðað við frábæran mannskap, hörðustu stuðningsmenn landsins og digra sjóði.
Ég hata ekki KR, síður en svo. Hvernig er hægt að hata fótboltalið? Ok, það liggur við að hægt sé að hata Spurs, en Íslendingar eru amk ekki vanir að vera svo æstir í boltanum, að þeir beri slíkar tilfinningar. Ég semsagt hata ekki KR, og er enn síður mesti KR-hatari landsins, eins og nýlega var haldið fram af félaga úr KR-söfnuðinum - þeirra sem virðast hafa slíkar tilfinningar til félagsins, að það er komið yfir mæri trúarbragða.
En á KR-spjallinu, sem nefnt er að ofan, vísaði einn á KR NÖRD pistilinn minn síðan í gær, þar sem ég vísaði á síðu á www.visi.is blogginu og birti djókmynd þaðan, og taldi mig vera 5 ára. Einmitt, hann ætti að skoða sín eigin skilríki. Síðan kom annar með dónaskap:
Fyndið eða ekki fyndið veit það ekki, en þetta var á bloggsíðu mbl.is skrifað af einhverjum Snorra Bergz sem ég veit engin deili á en sem hefur unnið sér það til frægðar að vera mesti KR hatari landsins, hann segir m.a. ég vona að KR falli og svo framvegis, dæmir þetta sig ekki sjálft ? þessum manni er vorkunn og ekki taka þetta alvarlega, karlinn er sjúkur..
Mér finnst þessi gaur eiga að hafa meiri áhyggjur af eigin geðheilsu, en minni. Ég hef ekki ráðast á neina persónu í KR, heldur haft ánægju af því að stríða KR sem félagi. En það er aldeilis að náungar í KR söfnuðinum eru ofsatrúaðir.
Já, skrifaði hér um daginn að ég voni að KR falli, enda stefnir allt í að það verði annað hvort FRAM eða KR sem fái það hlutskipti, og því er ekki skrítið þó ég vilji senda KR niður, eins og mig grunar að flestir þeir, sem ekki styðja KR og fylgjast með fótboltanum hér heima, voni innst inni.
Síðan kom einhver annar þarna með smástæla, en aðrir föttuðu skensið og einn sagði: Strákar, slakaði á, hann er bara að grínast í okkur. Ekki vera svona hörundsárir. Ég tek ofan hattinn fyrir þessum. Ég þekki fjölda KRinga og eru þeir jafnan hið besta fólk og eiginlega að jafnaði skemmtrilegri viðkynningar en fólk almennt - að einum undanskildum reyndar (Og nær allir KRingar sem ég þekki eru sjálfstæðismenn! snilld). Þessi spjallari er greinilega í þessum flokki, meðan sumir þarna ættu að fara að halda með Knattspyrnufélaginu KR í stað þess að hrópa KRhu akbar eins og örgustu trúarofstækismenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Arsenal vinnur Amsterdam-mótið
Jæja, þetta var ágætur sigur í gær og verðskuldaður, að mér fannst. Arsenal var einfaldlega, heilt yfir litið, betra liðið í leiknum, þrátt fyrir að bæði hafi vantað Gilberto Silva og Cesc. Þar að auki byrjaði Eduardo á bekknum.
Þetta er nú annar bikarinn sem Arsenal tekur til sín frá sterkum mótum, en fyrir nokkrum dögum sigraði félagið í Emirates Cup, þar sem einnig voru fjögur sterk lið þátttakendur, þám ítölsku meistararnir Inter.
En betur má ef duga skal. Nú er bara að vinna Fulham á sunnudaginn og afgreiða síðan Spörtu menn.
![]() |
Arsenal vann Amsterdam mótið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Gaman að eiga 96 ára litlusystur!
Maður veltir því stundum fyrir sér, hvers vegna svo virðist vera, að Norðurlandabúar, og þá sérstaklega kannski Íslendingar, eru svona langlífir. Og þá á það ekki aðeins við um einstaka fólk, sem nær háum aldri, heldur heilt yfir litið.
Í sumum löndum væri ég orðinn "öldungur", maður, hmm, sko, segjum bara á fertugsaldri. Hér er ég talinn ungur enn, eins og Nonni, með framtíðina fyrir sér.
Afi heitinn sagði einu sinni, þegar rúmlega sjötugur maður með fína heilsu var að væla um aldur, að hann væri á besta aldri. Fólk undir áttræðu, með góða heilsu, hefur lítið að væla yfir, sagði hann. Ég heyrði nýlega af hjónum, sem voru bæði hætt að vinna og voru um sjötugt; nú ætluðu þau að fara að leggjast í heimsreisur, hafa það gott og njóta lífsins. Og það þarf enginn að segja mér að fólk eins og t.d. hin síunga Bryndís Schram eigi ekki nóg eftir.
Aðstæður eru auðvitað öðruvísi hér, en t.d. í Afríku og sums staðar í Asíu og Latnesku Ameríku. Hluti skýringarinnar felst vísast í góðri læknisþjónustu hér og útrýmingu erfiðra sjúkdóma, sem herja enn grimmt í þriðja heiminum. Ég fékk t.d. malaríu í Egyptalandi, þegar ég var þar, en varð aldrei misdægurt mína löngu tíð í Jerúsalem, sem var ekki svo langt frá. Munurinn var e.t.v. sá, að almennt hreinlæti, bæði á fólki og matvörum, var öðruvísi, og að mýrarflákar ( sem ku vera gróðrarstía þessara andstyggilegu moskítóflugna, sem ég hóf skæruhernað gegn á herberginu mínu í Kairó en of seint) lifa góðu lífi í nágrenni Nílar, en eru gjarnan settir í ræktun norðvestur af landi Faraóanna.
Í Afríku er dánartíðni oft gríðarlega há og sums staðar getur fólk aðeins vænst því að ná fertugsaldri. Þar koma einnig til allskonar sjúkdómar og sóttir, stríð og e.t.v. skortur á ýmsum nauðsynjum. Þar er einnig heilbrigðiskerfið jafnan slæmt og málin með öðrum hætti en t.d. hér á norðurslóðum.
En hvers vegna deyr fólk úr "elli" um fimmtugt í sumum ríkjum Afríku, en er með hressasta móti um áttrætt hér og í nágrannalöndunum, þrátt fyrir að hér þjáist menn af velmegunarsjúkdómum á báðar hendur og víðar í líkamanum?
Æ bara að ég gæti fengið þessu svarað með skynsamlegum rökum. Vill einhver vera svo væn(n)?
![]() |
99 ára prestur frá Noregi heimsækir 96 ára systur sína á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Bush ætlar hvað?
"George W. Bush, Bandaríkjaforseti hét því í dag að sjá til þess að brúin yfir Mississippi fljót í Minnesota, sem hrundi sl. miðvikudag."
Hvað ætlar Bush að gera? Hverju hét hann?
![]() |
Bush heitir aðstoð stjórnvalda við endurbyggingu brúarinnar í Minnesota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Bobby Brown til Afghanistans / Pakistans
Ég man í Bond-mynd forðum, The Man with the Golden Gun, að breska leyniþjónustan komst að því, að frægasti leigumorðingi heims væri á eftir James okkar Bond. En í stað þess að senda Bond í felur, fékk hann því framgengt, að fá að elta elta þennan mann, Scaramanga, uppi. Það gekk auðvitað eftir, en Scaramanga hafði reyndar ekki verið á eftir Bond.
Eins held ég að Osama sé ekki á höttunum eftir Bobby Brown, en vil þó hafa allan varann á og væri tilbúinn fyrir mitt leyti að styðja það, ef Obama forsetaframbjóðandi væri sáttur fyrir sitt leyti, að senda Bobby Brown til landamæra Afghanistans og Pakistans og reyna að elta Osama bin Laden uppi, þá með hjálp einhverrar sérsveitar.
Hvernig sem færi, væri a.m.k. friður fyrir Bobby Brown í nokkrar vikur.
![]() |
Bobby Brown óttast Osama bin Laden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
"Ég skil ekki þessar löngu fyrirsagnir", sagði ég við sjálfan mig, þegar ég las eitt bloggið hérna áðan. Þetta er verulega þreytt, eins og skáldið sagði um leið og hann tróð í pípuna
Æjá, ég þoli ekki svona langar fyrirsagnir, sem gjarnan koma fyrir hjá einum vinsælasta bloggaranum hér á mbl.is.
Er ekki hægt að setja einhver mörk á lengd fyrirsagna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Ótrúlegt peningaspreð á Englandi
Í fótboltanum eru mestur peningarnir í Englandi, enda er sú deild sú vinsælasta í heimi. Þangað streyma nú auðkýfingar, flestir erlendir, og fjárfesta af miklum móð í félögum og leikmönnum. Flestir þekkja Abramovich hjá Chelsea og Björgúlf/Eggert hjá West Ham, en einnig hafa auðugir útlendingar keypt Man Utd, Liverpool, Man City, Aston Villa, Portsmouth, og fleiri félög. Og nú hefur Newcastle, undir stjórn nýrra eigenda, blandað sér í leikinn, og Tottenham hefur líka eytt miklu fé, en ég held að þar séu innlendir auðkýfingar við stjórnvölinn.
Peningaspreðið á Liverpool, Man Utd, Newcastle, West Ham og Man City hefur verið yfirgengilegt. Að vísu hafa liðin almennt gert góð kaup held, þó sérstaklega Man Utd en Alex Ferguson er að safna að sér gríðarlega efnilegum strákum, sem verða kjarni framtíðarliðs Man Utd, það sem hann mun skilja eftir.
Arsenal hefur selt meira en það hefur keypt, bæði í magni og upphæðum. Ég held að það sé eina liðið í Úrvalsdeildinni, sem svo er ástatt um. Liðið byggir frekar upp unga stráka og gerir þá góða. Að vísu hefur fjárhagurinn verið frekar erfiður vegna hins glæsilega leikvangs, sem er eins og er sá glæsilegasti á Englandi (amk í einkaeigu!). En þó er nóg af peningum til að spreða, en Arsene Wenger vill ekki kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn, eins og sumir aðrir frkvstj. Hann hefur því ekki tekið þátt í þessum milljarðaleik félaga sinna. Þó ég myndi alveg þiggja 1 fjölhæfan kantmann til viðbótar, og e.t.v. einn striker, er ég sáttur. Ég er sammála þessari stefnu, þó ég vilji vissulega vinna titla.
En framtíðin er björt hjá Arsenal. En næsta vetur held ég, að wannabe félögin, sem hafa eytt milljörðum í leikmenn, muni ekki ná að skáka þeim fjórum stóru, en komast nærri því en oft áður.
Ég spái því:
1-4 Man Utd, Chelsea, Arsenal, Liverpool (í einhverri röð)
5-8 Tottenham, West Ham, Man City, Newcastle.
9-13 Middlesbrough, Blackburn, Bolton, Aston Villa, Portsmouth (öll þessi 13 lið eru feikisterk á blaði)
14-17 Reading, Everton, Birmingham og Wigan
18-20 Fulham, Derby, Sunderland
![]() |
Cacapa og Enrique til Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Lággjaldaflugfélög
Ojæja, alls staðar tekst þeim að smyrja.
Ég fer gjarnan með Icelandair til Lundúna eða Köben og borga jafnan fyrir 18.500 c.a. á netinu, fyrir utan flugvallarskatta auðvitað. En nýlega flaug ég til Frankfurt og var þá ódýrast hjá Iceland Express, 40.000 kall rúmlega.
Og ekkert innifalið auðvitað. Ógeðslega vond samloka á um eða yfir 400 krónur, Mogginn seldur osfrv. Hvað fær maður eiginlega fyrir þennan 40.000 kall? Bara sætið við hliðina á salerninu?
Greinilega. Mér fannst þetta allt of dýrt til Hahn, sem er gömul herflugstöð, þar sem ekkert að gerast. Ömurlegur flugvöllur....en sem betur fer stuttar biðraðir og ómögulegt að villast!
En a.m.k: ég mun reyna að komast hjá þvi að flúgja með Iceland Express í náinni framtíð, nema ég megi til. Frekar borga ég nokkrum þúsund köllum meira, fæ að lesa Moggann, fæ frítt vatn og einhvern smá matarbita, og alvöru þjónustu um borð....og ekki flug út á gamlan herskála.
Og EasyJet! Æ, nei takk. Ekki nema í algjörri neyð.
![]() |
Brátt þarf að borga undir töskur hjá easyJet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
KR Nörd sería væntanleg á Sýn!
Samkvæmt öruggum heimildum er væntanleg ný sería af KR Nörd þáttunum vinsælu.
Nú bíða menn spenntir! Tekst Loga daggardropa að kenna KR nördunum að spila fótbolta?
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Snobbdrottningin
Margar "stjörnur" hafa það orð á sér að vera yfirmáta snobbaðar. En líkast til hafa fáar unnið sér svoleiðis nafngift inn eftir aðeins nokkrar vikur í Hollywood. Það virðist Viktoríu Beckham hafa tekist og það með stæl.
Ég trúi því frekar þeim sögum, að Snobb-kryddið hafi strunsað út undan Britney. En ég nánast vorkenni Becks sem virðist hinn vænsti drengur.
Og ekki undrar mig, að veitingahúsafólk skuli ekki vera mjög spennt fyrir Viktoríu, ef hún lætur svona. Flestir fara út að borða til að nærast eða e.t.v. að hitta annað fólk. En Viktoría virðist fyrst og fremst fara út að borða til að sýnast og troða sér í fjölmiðla....ef rétt er eftir haft.
![]() |
Britney vildi ekki sitja næst Viktoríu - eða öfugt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)