Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Star Wars aðdáendur
Þetta er eitthvað, sem bæði aðdáendur og anti-aðdáendur Star Wars myndanna og kultursins verða að sjá.
Ég ítreka: algjört möst! Slá hér ef þú sást ekki linkinn hér að ofan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Verður Biblían bönnuð undir 18?
![]() |
Tinni sleppur við bann í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Astrópía
Ég hef ekki séð þessa mynd, en hún á örugglega eftir að slá í gegn. Ástæðan? Jú, aðalleikkonan er alltof flott til að menn, sérstaklega unglingar og ungir menn, láti hana framhjá sér fara. Já, og gelgjurnar vilja vísast sjá hetjuna sína.
Sama lið og kaus Silvíu Nótt í Eurovision á örugglega eftir að streyma á myndina.
![]() |
Astrópía frumsýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Okrið á Fréttablaðinu
Ekki nóg með, að Baugsmiðlarnir séu að okra a la Jóakim Aðalönd á enska boltanum. Fréttablaðið virðist vera í sama gírnum.
Ég greindi frá því hér í gær eða fyrradag, að móðir mín á sextugsafmæli og fór með mynd af sér og með fylgjandi upplýsingar til stærstu blaðanna, Moggans og Fréttablaðsins.
Jújú, sjálfsagt að birta þetta.
Reikningurinn:
Mogginn: 0
Fréttablaðið: tæpar 10.000 krónur.
Ég segi því við Fréttablaðsmenn: **** *** ********** okrararnir ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Draugar afgreiða tóbak
"Heiðbjört, sem ekki hefur sótt um undanþágu til heilbrigðiseftirlitsins, telur að í mörgum verslunum í Reykjavík selji unglingar undir 18 ára aldri tóbak. Blaðið greindi frá því fyrir helgi að í verslun Krónunnar á Reyðarfirði afgreiddu 1416 ára unglingar tóbak."
Þetta hljóta að vera elstu unglingar í heimi og jafnvel þeir mestu dauðu. En jæja, er ekki bara ágætt að láta bara Ingólf Arnarson afgreiða tóbak í sjoppum?
En án alls gríns; þetta er orðið rugl. Ég tek undir með sjoppueigandanum. En þessu má þó redda með því, að hinn fullorðni viðskiptavinur afgreiði sig sjálfur,þegar kemur að tóbaki. Ég hef séð, þegar svona stendur á, að unglingurinn opnar skúffuna og kúnninn teygir sig yfir og sækir eitrið sitt sjálfur.
![]() |
Engar undanþágur á afgreiðslu tóbaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Lélegur leikur, lélegt lið, lélegur þjálfari
![]() |
Eyjólfur:Mikil samkeppni um að komast í landsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Sagan endalausa
Og flestum er skítsama. Þau hætta og byrja saman einu sinni í mánuði og blöðin keppast um að birta af þeim sögur.
En ágætis PR-stunt hjá þeim tveimur. Með þessu eru þau alltaf í fréttum og verða áfram celebrity. LJóta kjaftæðið þetta allt og blöðin lepja þetta rugl upp.
![]() |
Kate og Pete saman á ný? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Bill Murray í Svíþjóð
Murray hefur góðar afsakanir fyrir þessu. Það, að vera staddur í Svíþjóð, er nægileg ástæða hverjum sem er til að lina þjáninguna með því að skvetta aðeins í sig.
Sænska löggan verður einfaldlega að hafa það í huga. Og ekki bætir úr skák: "...horfa á golfmót". Úff, ég er mest hissa á að hann skuli enn vera standandi.
![]() |
Bill Murray gripinn drukkinn á golfbíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Íslenska landsliðið og Tyrannosaurus Rex
"Risaeðlan Tyrannosaurus rex hefði getað stungið knattspyrnumann af ef marka má niðurstöður tölvulíkans sem var notað til þess að áætla hlaupahraða risaeðla."
Í síðustu landsleikjum kom í ljós, að flest dýr gætu stungið af íslenska landsliðsmenn í fótbolta, en þeir eiga, af einhverjum ástæðum, erfiðara með að hreyfa sig þegar þeir spila fyrir Ísland en félagslið sín, þ.e. fái þeir að spila fyrir félagslið sín að staðaldri.
Spurning að fá eins og eina eðli lánaða úr Jurassic Park og setja á hægri kantinn í landsliðinu?
![]() |
Tyrannosaurus rex hefði getað stungið knattspyrnumann af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Mogginn vs. Fréttablaðið - lítil saga!
Móðir mín verður sextug eftir nokkra daga. Hún ætlaði að tilkynna það í blöðunum, þetta "árnað heilla" dæmi.
Og sjá!
Hún mætti með myndina og helstu upplýsingar á Fréttablaðið og Moggann. Jújú, hvorir um sig vildu gjarnan taka við myndinni og textanum til birtingar. Nema hvað Mogginn rukkaði ekki krónu fyrir þetta, meðan Fréttablaðið heimtaði tæpar 10.000 krónur.
Halló!
Þegar Fréttablaðið kom í morgun, fór það beint í tunnuna. En ég las Moggann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)