Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Væl í Ferguson
Í fyrsta lagi græða Man Utd eiginlega alltaf á dómgæslunni á Old Trafford, t.d. þora dómarar ekki að dæma víti á þá þar, nema það sjáist úr flugvél. Í annan stað, voru það frekar Man Utd sem græddu á dómgæslunni á Emirates, t.d. var tekið amk eitt púra víti af Arsenal.
Og á Old Trafford eru aðkomumenn jafnan í "hættu", svo notað sé orðalag Fergusons. Og Man Utd syngja alltaf lög um Wenger, þegar Arsenal spilar þarna, að hann sé barnaperri eða eitthvað svoleiðis. Ferguson ætti frekar að taka til heima hjá sér en að standa í þessu. Áhorfendur eru í fullum rétti að svívirða Ferguson. Hann hefur nú ekki verið kurteis í samskiptum við Arsenal á síðustu 15-20 árum eða svo og sagt margt sem hann ætti að skammast sín yfir og biðjast afsökunar á.
Þetta er því grjótkast úr glerhúsi. Skammastu þín Fergie. Og svo ég segi þetta bara hreint út á góðri skít og vitna í Stefán Kristjánsson:
"Æ, éttu...þú veist"
![]() |
Man.Utd gerir skýrslu um ólæti á Emirates |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Matarverðið
En það breytir því ekki, að matarverðið er of hátt, og það þrátt fyrir að skattpeningar borgaranna eru notaðir til að niðurgreiða matvæli, a.m.k. sum matvæli. Ég skal viðurkenna, að ég er ekki sáttur við þá milljarða, sem greiddir eru í ríkisstyrki til bænda. En e.t.v. er þörf á styrkjum, því markaðurinn er smár, en þetta virðist þó vera í hærri kantinum.
Eftir nákvæmlega 2 vikur verð ég staddur í Serbíu, þriðja árið í röð á þessum sama árstíma. Þar er maturinn mjög ódýr og launin lág. Hótelgistingin er mjög ódýr, þrátt fyrir "full board" og rúmgott einstaklingsherbergi. Hvernig ætli hótelið meiki að bjóða upp á vínarsnitzel í kvöldmat, og meðlæti, og síðan kannski kjöt eða fisk í hádeginu og týpískan morgunmat, auk herbergis, fyrir 16 evrur á nótt?
Í fyrra fórum við Robbi stundum út að borða á fínasta veitingastaðinn í borginni. Glæsilegur staður, góður matur og mjög ódýr. Við gátum fengið frábæran mat (með öllu) fyrir svipað verð og samloku og kók hérna heima. Og það með þjónustu og alles.
En jæja, manni ofbýður matarverðið á Íslandi en getur lítið gert, vitaskuld. Spurning hvort maður fari ekki bara að lifa á prótínshake-um í desember til að spara (bæði pláss og pening) fyrir jólavertíðina?
![]() |
Maturinn dýrari á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Sama framsóknarfárið
Slysaskot á Hverfisgötu? Greinilega.
Skot í eigin fætur...æjá, framsóknarmenn virðast ekki ætla að takast að benda á aðra til að beina sjónum fólks frá þeirra eigin ruglingshætti.
Eða kannski voru þau bara að hylma yfir með Alfreð. Maður hefur hann einhvern veginn alltaf grunaðann um að standa að baki, þegar framsóknarmenn gera eitthvað spúkí og óviturlegt í borgarmálum.
Ég legg til að framsóknarmenn hætti þessum sandkassaleik og fari að snúa sér að pólítík eftir langt hlé.
![]() |
Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Innkölluð eldhús
Vonandi verða engir svangir á meðan þeir hafa engin eldhús?
En jæja, hefði kannski verið sniðugra að nefna í titli, að hér væri um að ræða leikfangaeldhús, þó flestir kannist vísast við FP.
En slíkt kemur aulum eins og mér færi á að koma með lélegan aulahúmor.
![]() |
Yfir 172 þúsund eldhús frá Fisher-Price innkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
En hvað gerir Framsókn í tapaðri stöðu?
Framsóknarflokkurinn virðist vera í slíkri stöðu núna. Hann hefur engu að tapa, hann getur varla farið neðar, enda er kjörfylgið ekki svo mikið hærra en fjöldi flokksmanna.
Ég hef ekki nennt að kynna mér málavöxti í þessu stóra REI máli, sem vísast verður hlegið hressilega að í næsta áramótaskaupi. En í mínum huga ættu framsóknarmenn ekki vera að hafa það of mikið í flimtingum. Í mínum huga ættu Björn Ingi og co að ræða sem minnst um aðdraganda þess, að fyrrv. borgarmeiri hluti sprakk.
Og Valgerður ætti að hafa lægra þegar kemur að orkumálum. Mjög margir, t.d. meðal samverkamanna Binga í borgarstjórn, eru ekki mjög sáttir við forsögu hennar.
En gaman að sjá hversu framsóknarmenn eru baráttuglaðir núna þegar þeir eru komnir með bakið upp að veggnum...með ekkert að tapa, nema e.t.v. síðasta sneflinum af trúverðugleika.
En hvaða ástæða lá að baki tapaðri stöðu Framsóknarflokksins? Léleg stefna? Æ, ég er ekki svo viss um það. Lélegir frambjóðendur eða léleg forysta? Kæmi ekki á óvart.
En hins vegar þekki ég marga góða framsóknarmenn, sem því miður hafa verið teknir niður í fallinu.
![]() |
Valgerður: Sextettinn verður að leita að nýrri ástæðu fyrir tapaðri stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Ég var að velta fyrir mér...
![]() |
Hundruð grísa sveltir í hel í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Nöfn, skammstafanir og álitamál
Ég hef í mörg ár djókað með það, að Tryggingastofnun ríkisins skuli kalla sig TR. Elsta félagið eða stofnunin, sem hefur þessa skammstöfun, er Taflfélag Reykjavíkur, stofnað um aldamótin 1900. Síðan þá hefur félagið verið skammstafað TR og er því hið "upphaflega" TR.
Og til að fyrirbyggja misskilning, hefur Taflfélag Reykjavíkur ekki birt verð hjá tannlæknum, enda telur stjórn félagsins það ekki í verkahring þess.
Vildi bara koma þessu á framfæri.
![]() |
Álitamál hvort hlutverk TR sé að birta verð hjá tannlæknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Neytó og tollurinn
Já, þessar upphæðir eru hlægilegar. Maður getur varla keypt sér rakvélablöð, þá er maður kominn í mínus.
En nú er ég á leiðinni til Serbíu þriðja árið í röð á skákmót. Þar má kaupa jóladæmið ódýrt! En um að gera að hafa kvittanirnar til reiðu, því annars færu t.d. leðurskór, sem kosta kannski 1-2.000 þarna suðurfrá, á 20.000 kall í tollinum og maður gæti þurft að borga 5.000 kall í toll af skóm sem kostar 2.000.
Þetta nær auðvitað engri átt.
![]() |
Jólafötin tekin í tollinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Ömurlega svekkjandi
En vonandi gerist það ekki.
Hannes Hlífar lék illilega af sér gegn Peter Heine Nielsen, sem hefur meira eða minna verið sterkasti skákmaður Norðurlanda síðustu árin. Hann hefur nú unnið flesta þá Íslendinga, sem hann hefur teflt við í hraðskák, nema mig (!!) og kannski einhverja nokkra aðra

Héðinn var með e.t.v. aðeins betra, en varla nóg til að knýja fram sigur gegn Súna. Schandorff tefldi stíft til jafnteflis með hvítu gegn Danielsen, okkar manni. Scandorff er í TR en Henrik í Haukum!
Þrölli fékk lítið úr byrjuninni, en er fjölkunnugur eins og menn vita. Hann náði skiptamun af Baunanum, en staðan var þannig, að að var erfitt að vinna, þó vissulega hefði e.t.v mátt reyna aðeins lengur. Karsten gamli hefði fljótlega orðið þreyttur, en of seint núna.
En þetta er semsagt frekar svekkjandi. En svona er skákin. Það gengur ekki alltaf allt upp. Strákarnir hafa þó staðið sig heilt yfir litið nokkuð vel og mega vel við una.
![]() |
Tap fyrir Dönum á EM í skák |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Burger King græðir!
Og svo segja menn, að maturinn sé dýr á Íslandi. EN með þetta okur í huga, kemur mér ekki á óvart þótt Burger King græði (jafnvel þótt flugvallaryfirvöld í Antalya rukki vísast hressilega fyrir aðstöðuna!)
![]() |
Hagnaður Burger King eykst um 23% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)