Ferðaglaðir Íslendingar

Þetta kemur ekki á óvart. Þrátt fyrir hátt matarverð og okur á ýmsum sviðum, virðist fólk eiga til nægan pening (eða ljúfa útibússtjóra) til að vera á stöðugu flakki.


Ég hef aldrei farið í sumarfrí á ævi minni og sé ekki eftir því. Ég fatta ekki snilldina í því að liggja flatmaga og þunnur á sólarströnd.

En frí til borga eins og Prag, Parísar, Lundúna - eða til landa eins og Ísraels/Jórdaníu, S-Afríku, Kína og svoleiðis, það er mun meira skiljanlegt. Hvað þá Suður-Ameríku, sem er auðvitað argasta snilld!


mbl.is Ferðagleðin aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf sykursýki

Jahérna, þá er það klárt. Sykursýkin er upprunnin frá Mið-Ameríku.

mbl.is Gamalt súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1000

Jæja, þá er það komið, 1000asta mark Arsenal í Ensku úrvalsdeildinni. Það kom í kvöld, þegar Emmi Adebayor skoraði annað mark Arsenal, 2-0, í 3-1 sigri á Reading, sem hafði Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson (gult spjald!) innanborðs.


Fabregas auðvitað maður leiksins, hvað annað!


Arsenal er því komið heim, í 1. sætið, eftir að hafa leyft Man Utd að sitja þar smástund.


Nú er bara að halda haus drengir og klára dæmið.
mbl.is Arsenal endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 drepnir eða látnir?

Miðað við hefðbundna orðnotkun Mbl.is á því, þegar fimm almennir borgarar á Gasa fara yfir móðuna miklu, ætti að standa hér: "Öryggissveitir Hamas myrða fimm óbreytta borgara."

Þessir fimm almennu borgarar gerðu meira en að látast, eins og þeir hefðu látist úr hjartaáfalli. Þeir voru drepnir af Hamas liðum.

Á Ítalíu lést óbreyttur borgari þegar skot hljóp úr byssu lögreglumanns og Ítalir eru miður sín. Á Gasa skjóta Hamas-liðar fimm óbreytta borgara og engin eftirmál.


Hmmm...


mbl.is Fimm skotnir til bana á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Liverpool rétta úr kútnum?

liverpool-team-selectorNú þegar Rafa er farinn að setja Crouch meira inn á, og jafnvel í byrjunarliðið!

Maður óttast innst inni, að liðið sem er einna sterkast á pappírnum fari nú að vakna til lífsins, t.d. með því að kaupa sér hafsent, eða þá setja Stóra slána meira inná.

En það þarf þó ekki endilega að vera, að svo verði, því fleiri draugar hvíla yfir Liverpool en bara ofangreindir, t.d. hefur félagið ekki unnið dolluna frá því fyrir 1990!
mbl.is Benítez ánægður að Torres var ekki valinn í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn reyna að þýða...

...hvala.blog.is



Já, mig hefur lengi grunað, að íslenskan hjá mér væri ekki nógu góð. En Jeremías minn. Ekki datt mér í hug að það þyrfti hóp vísindamanna til að leiðrétta bullið í mér.


mbl.is Vísindamenn reyna að þýða söng hvalanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosaleg barátta á Svíanum

Mr. Gustavsberg stóð sig vel, þar sem ég settist á skálina. En þegar átökunum var lokið, blasti við mér

pappirslaust

Ég hef lítið vit á fallegu kvenfólki

Eða það sýnist mér a.m.k. af þessu. Mér finnst þessi Kanadastelpa svosem OK, en ég fæ ekki séð hvað hún hefur fram að færa til að hljóta þennan titill (sem að vísu er ekkert voða merkilegur).


Kannski erum við Íslendingar bara svo góðu vanir, enda horfum við á konu, sem a.m.k. miklu fallegri en þessi stelpa frá Kanada, á hverju laugardagskvöldi í sjónvarpinu.
mbl.is Ungfrú Kanada fallegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilt um kostunarsamning Björgólfs og RUV

Leikskáld og handritshöfundar fagna þessum samningi vitaskuld, enda fá liðsmenn félagsins nú frekari tækifæri til að selja afrakstur vinnu sinnar til útvarps/sjónvarps miðaldra/aldraðra landsmanna.

En hollvinasamtök RUV mótmæla, því þau telja, eða amk einhverjir forsvarsmenn samtakanna, að Bjöggi sé að kaupa sér ítök.


Sko, ef hollvinasamtökin hafa virkilega hagsmuni RUV í huga, skil ég ekki hvers vegna þau gagnrýna það, að maður úti í bæ sé að gefa nokkur hundruð milljónir til starfseminnar.


Þessi hollvinasamtök 365 ættu frekar að koma fram undir réttu nafni.
mbl.is Fagna samningi RÚV og Björgólfs Guðmundssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir af snillingnum

Þetta eru góðar fréttir, en koma þó ekki sérlega á óvart. Hann hefur fengið gríðarlega mörg tækifæri hjá Arsenal og hefur nýtt sér þau. Allt leikur í lyndi, hann spilar betur en nokkru sinni og er aðeins 20 ára.

Mér sýnist Arsenal hér hafa gulltryggt sér besta miðvallarleikmann í heimi næstu 12-13 árin amk. Og liðið fékk hann fyrir smáaura.
mbl.is Fabregas vill ljúka ferlinum hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband