Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Elliheimilinu lokað
En ætli við náum að forðast stórtap? Og ætli Óli Jó nái einhverju nýju úr liðinu?
![]() |
Helveg ekki með gegn Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Til hvers að giftast tík?
Já, margir karlmenn hafa spurt sig þessarar sömu spurningar. Sumir hafa þó látið verða af því, m.a. nokkrir frægir leikarar í Hollywood!
Að vera giftur bitch er kannski ekki það eftirsóknarverðasta, en þessi Indverji var greinilega mjög staðfastur í ákvörðun sinni.
![]() |
Giftist hundstík til að aflétta bölvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Vá big deal
En gaman fyrir strákinn að komast á blað og spila allan leikinn. En voðalega erum við æst í stráksa, fyrirliða lélegasta landsliðs Íslands í mörg, mörg ár.
![]() |
Eiður Smári skoraði í sigurleik Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Höfði greinist með sykursýki
Mér líst vel á þetta framtak. Allskonar hópar eða hagsmunasamtök "eiga" ákveðinn dag ársins og af hverju ekki sykursjúkir?
Það er ekki eins og að þetta sé fágætur sjúkdómur, heldur plága, sem hefur riðið yfir heiminn á síðustu áratugum, sérstaklega, en hefur auðvitað lengi verið til og á það jafnvel til að vera ættgengur.
Með aukinni offitu, sérstaklega í Vestur-Evropu og í Bandaríkjunum, mun sykursýki breiðast hratt út á næstu misserum, það er ég alveg viss um. Það er um að gera fyrir þá, sem gruna að þeir hafi fengið þetta, að fara strax til læknis. Það sparar óþarfa leiðindi og er þess aðeins valdandi, að erfiðara verður að meðhöndla sykursýkina, þegar hún að lokum uppgötvast.
Gott "próf" er að kaupa sér bland í poka fyrir 200 kall, hlaup og svoleiðis drasl, og hakka þetta í sig. Ef menn fá svima eða líður skringilega er ljóst, að næsta skref er að leita læknis og fara fram á sykursýkisrannsókn.
Sykursýki á ekki að vera neitt feimnismál. Framsóknarstrákurinn frá Sigló kom fram hér í haust og sagði frá þessu opinberlega. Fleiri mætti koma fram og lýsa reynslu sinni af sykursýki, til dæmis hér á blogginu.
Ég get nú bara sagt það fyrir sjálfan mig, að þegar ég lét loksins verða af því að fara í skoðun hefur líf mitt breyst. Ég hef miklu meiri orku og úthald; ég er ekki þreyttur allan daginn eins og áður. Nokkrar pillur á dag koma heilsunni í lag!
Insúlin, já takk.
![]() |
Höfði blár í þágu sykursjúkra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Útreið kratanna
Þetta er auðvitað ekki búið, en mér líður núna eins og þegar Liverpool eða KR eru tveimur mörkum undir og aðeins nokkrar mínútur eftir.
![]() |
Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Þetta vantar sárlega á Íslandi
![]() |
Danskir feður kaupa erfðaefnisgreiningu til að staðfesta faðerni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Spiderman
En staðreyndin er, að búningur er að öllu jöfnu ekki nóg. Ég verð ekki endilega lögreglumaður, þó ég fari í löggubúning (nema ég sé útskrifaður úr lögguskólanum) og menn verða ekki endilega góðir fótboltamenn, þó þeir klæðist Spurs búningnum (og ef þeir voru góðir fyrir, hafa þeir þá tilhneigingu að versna við að ganga í raðir Spurs!).
Og menn verða ekki endilega góðir stjórnmálamenn, þó þeir eigi sæti á Alþingi.
Þetta snýst nefnilega um það sem er INNI í manneskjunni, ekki því sem er hið ytra. Fyrir mér breytir engu hvort fólk hefur t*** eða p***, ef það er hæft í sínu hlutverki, starfi, etc.
Það er hinn innri maður sem skiptir máli; hæfileikar, geta, menntun, skapgerð og þess háttar sem skiptir máli, en hvorki útlit, fatnaður né látalæti.
En í tilfelli 5 ára Köngulóarmannsins í Brasilíu skaðaði það ekki að fara í réttan búning, en þegar á hólminn var komið var það skapgerð (karakter) drengsins og það, sem innra bjó í honum, sem gerði það að verkum, að hann réðst á garðinn þar sem hann var hæstur og vann hetjudáð.
Litla hetjan á hrós skilið fyrir þetta, ekki spurning.
![]() |
Kóngulóardrengur bjargaði ungbarni úr brennandi húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Hamas og Musharraf
Spurning hvort Ögmundur vilji nú ekki gera mann út af örkinni hans Steingríms og hefja "eðlileg" samskipti við Musharraf, já, eða Castró á Kúbunni, þar sem mannréttindi og frelsi eru einna mest fótum troðin í heiminum?
Alltaf gott að eiga góða bandamenn!
![]() |
Tugir félaga í Fatah handteknir á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Eru Hamas-liðar að missa völdin á Gasa?
Nei, varla, meðan þeir eru einráðir um vopnaburð (ásamt bandamönnunum í Islamic Jihad). En stuðningur við þetta óaldarlið fer minnkandi og kemur ekki á óvart.
Í gær var ég að lesa, að Hamas liðar væri tilbúnir (að því að talið er í samvinnu við Hizballah) að hrifsa völdin á Vesturbakkanum ef Ísraelsher færi þaðan, t.d. í tengslum við "friðarsamninga". Hamas ræður nú yfir vel þjálfuðum her á Gasa, þjálfuðum í Íran, Sýrlandi og víðar (amk foringjarnir), já og hjá Hizballah.Ekki líst mér á þann gjörning. Hamas liðar á Gasa segjast tilbúnir, en eru þeir það í raun, þegar framferði þeirra er farið að vekja almenna andúð, jafnvel meðal fólksins á Gasa, sem mætti til að heiðra látinn foringja sinn, sem hefði tekið að erfðum amk stærsta hluta Gasa, hefði stríðið ekki brotist út 1948.
En merkilegt að hér á Íslandi njóti Hamas stuðnings, m.a. á alþingi. Og síðan var Sveinn Rúnar að fara til Gasa um daginn til að heiðra Hamas gengið með nærveru sinni....úff, eins gott að honum var ekki hleypt inn. Hann hefði getað lent beint í átökunum og maður veit aldrei hvað getur gerst í svona kringumstæðum.
En svona ganga kaupin á eyrinni.
![]() |
Stuðningur við Hamas fer dvínandi á Gasasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Endurunnir smokkar
Jæja, spurningin er, hvort menn vilji nota þetta aftur? Í fyrsta lagi er það ógeðslegt, í öðru lagi heilsuspillandi og í þriðja lagi ótrúlegt, að nokkur skuli nenna að endurvinna smokka.
En hafi einhverir áhuga á þessu efni, getur maður svosem bent á eftirfarandi slóðir!
http://www.news.com.au/heraldsun/story/0,21985,22752112-663,00.html
http://www.china.org.cn/english/China/231678.htm
http://www.chinadaily.com.cn/china/2007-11/13/content_6251535_2.htm
http://www.news.com.au/dailytelegraph/story/0,22049,22751975-5013605,00.html
![]() |
Endurunnir smokkar sagðir heilbrigðisógn í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)