Þriðjudagur, 25. desember 2007
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
Skrípaleikur
Þessi er ekkert að fela einræðistilburði sína og kosningasvindl. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. Hann ræður og málið dautt.
Og gaman að setja á fót platkosningar til að þykjast njóta fulls stuðnings þjóðarinnar.
![]() |
Karimov fékk 88,1% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 24. desember 2007
Eru Palestínumenn á móti Liverpool?
Jæja, í einni af síðustu eldflaugaárásum Palestínumanna á Ísrael lenti ein flaugin á iðnaðarsvæði í Askelon og stímdi beinustu leið á Carlsberg-bjórverksmiðjuna þar. Bang!
Sennilega hafa Palestínumenn verið að refsa Carlsberg fyrir að auglýsa á búningum Liverpool!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
Mér finnst valið snúast um
stelpurnar þrjár þetta skiptið.
Þær eiga allar skilið að hljóta titilinn, en hver þeirra hefur staðið sig með sóma á síðasta ári. Af körlunum er eiginlega enginn sem hefur verulega skarað framúr. Ekki að mínu mati a.m.k.
![]() |
Einn verður útnefndur úr glæsilegum hópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. desember 2007
Grýla og jólasveinarnir á fullu, en hvar er Leppalúði?
Þótt Júði sé í raun ekki neikvætt orð -- heldur aðeins heiti afkomenda ættkvíslar Júda -- og faktískt jákvæðara en Gyðingur -- sem fróðir menn telja að hafi komið úr "guðsníðingur" --- hefur orðið Júði tekið á sig neikvæða mynd í íslensku, en Gyðingur orðið "normal".
Ok, Laddi og co ætluðu vísast bara að vera fyndnir, en jólin snúast formlega séð um atburði meðal Gyðinga í Júdeu hinni fornu, þá finnst mér þetta ekki sérlega fyndið. Leppalúði hefur á sér þá ímynd að vera "vondi kallinn". Og auðvitað er hann "Júði", það segir sig sjálft. Af hvaða þjóðerni öðru getur vondi kallinn verið og ekki skemmir að "Júði" rímar við "...lúði"?
![]() |
Grýla og jólasveinarnar sjá um jólapóstinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Eiður úti í kuldanum
Hann var því ekki úti í kuldanum, þó hann kæmist ekki í byrjunarliðið og væri ekki skipt inn á, heldur lítil börn, sem greinilega þoldu "kuldann" verr en hann og voru settir inn á til að hlaupa í sig hita.
En ef Eiði er virklega svona kalt, gæti hann alltaf fengið 66 gráður Norður flíspeysu senda frá Íslandi.
![]() |
Real Madrid sigraði - Eiður úti í kuldanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. desember 2007
Tunglið, tungið, taktu mig
Þar hlýtur að vera betra veður en hérna.
![]() |
Jólatungl í fyllingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Forvarnarstarfið þarf að hefjast snemma
![]() |
Skatan smökkuð í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Kratar að missa sig
Sko, jafnaðarmenn hafa farið fremstir allra held ég í pólítískum embættaveitingum og stofnun nefnda til að veita félögum sínum bitlinga og smá aukapening eða áhrif.
Og af hverju sögðu kratarnir ekkert við samsvarandi málum, þegar gengið var framhjá t.d. 2 "hæfari" einstalingum, eins og t.d. Friðjón bendir á.
Er þetta ekki bara kaldastríðshugsunin enn? Þeir eru svo vanir að vera á móti Davíð Odds, eins og foringi þeirra, að þeir eiga erfitt með að hætta því, þó Davíð sé hættur.
Það er einmitt svona rugl sem gerir kratana oft ótrúverðuga...vilja slá sig til riddara með "hneykslismálum", sem eru engu verri en þeirra engin framganga, jafnvel skárri.
En ég ulla á þetta rugl í krötunum. Takið fyrst til í eigin ranni og ekki veitir af.
![]() |
Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Má ég "smakka"?
Ég fékk víst malaríu á sínum tíma og hef víst enn, skv. mælingum, einhverja malaríubakteríu í mér, þó ekki sé "magnið" hættulegt.
En ég vil síðan endilega að WHO styrki rannsóknir, sem stuðla að því að útrýma þessum andstyggilegu kvikyndum, moskítóflugunum, eða a.m.k. fækka þeim verulega. Hvaða gagn gera þessi kvikyndi eiginlega? Ég sé bara ógagn.
![]() |
Sæbjúgu gegn malaríu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)