Laugardagur, 6. september 2008
Er umhverfisráðherra ekki í röngum flokki?
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 6. september 2008
Íslendingar að standa sig
Merkilega gott. 2-2 staðan.
Þrátt fyrir að norsararnir hafi fengið vafasama vítaspyrnu (skv. lýsingu Mbl).
Þetta er amk miklu betra en maður átti von á.
En Íslendingar eru að koma til.
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. september 2008
Blindur á öðru?
Voru það ekki NATO ríkin sem fóru fremst í því að viðurkenna sjálfstæði Kosóvo?
Sumir menn eru fljótir að gleyma.
Cheney: NATO-ríkin verða að sameinast gegn ágangi Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 6. september 2008
Aumingja Kíki. Kíki hefur kvef. Sækið lækni. Þurrkaðu af fótunum!
Jahérna. Kíki býr þá í New Jersey. Hinn stórskemmtilegi páfagaukur Jonna í Ævintýrabókunum er því ekki svo mikill uppspuni eftir allt saman.
Kannski engin opinberun, en páfagaukar virðast sumir hverjir hafa þessa eiginleika.
En það er saga um norskan páfagauk sem sat oft úti í glugga á heimili eigenda sinna í Osló um 1942 og hrópaði: "Niður með Hitler, Niður með Hitler".
Ég man ekki hvort eigandinn var skotinn eða ekki, en hann var a.m.k. handtekinn og færður til yfirheyrslu.
Síðan var víst páfagaukur í húsi einu í Amsterdam um 1943, á efstu hæð fjölbýlishúss, næst geymsluloftinu. Hann sat oft frammi á stigagangi og hrópaði ókvæðisorð gegn Gyðingum og kommúnistum. Eigandi hans ku víst hafa fengið einhvern viðgjörning hjá erindreka hollenskra nasista, en hann bjó víst á neðstu hæðinni - veit þó ekki í hverju það fólst - en í öllu falli var manninum umbunað fyrir að kenna páfagauknum svo uppibyggilega tóna.
Það sem flokkurinn vissi ekki, að í (?leyni) herbergi í íbúð þessa manns og á háaloftinu földust Gyðingar á flótta. Engum datt í hug að maður sem hafi kennt gauksa slík orð gæti verið að fela Gyðinga.
En hverjir muna eftir páfagaukum úr Tinnabókunum!
Ég man í fljótu bragði eftir að páfagaukar með munnræpu hafi komið fyrir í 2 Tinnabókum. Ef einhver hefur nennt að lesa þetta hingað, má sá hinn sami koma með svar.
Bara bull í blaðurskjóðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 6. september 2008
"Kona fundin í Landmannalaugum"
Merkilegt. Já, konur finnast víða. Ég fann t.d. tvær konur í morgun á Olís-stöðinni við Álfheima. Spurning hvort það komi ekki á forsíðu Moggans fljótlega.
En hér er verið að tala um að ákveðin kona, sem leitað var að, hafi fundist. Ég veit ekki um hvaða reglur gilda á Mogganum, ef nokkrar, en í venjulegri íslensku er notaður greinir í slíkum tilvikum.
Konan...
Íslenskukunnátta blm. Moggans er heilt yfir litið frekar slök, miðað við að þessir aðilar fá greitt, og það vísast þokkalega, fyrir skrif sín. Þessi ákveðna grein er þó, merkilega nokk, nokkuð vel yfir meðallagi, svona við fyrstu sýn. En titillinn er andlit greinarinnar.
En í dag les maður hverja hálf-íslensku fréttina á fætur annarri. Íslenskufræðingra hljóta að fá áfall að lesa þessi ósköp. Þetta er óvenju slæmt núna, t.d. er fréttin um Zlatan og 108 millurnar fyrir neðan allar hellur, ekki aðeins stafsetningar- og málfræðivillur, heldur einnig efnisvillur.
En úr því Mogginn hefur ekki hærri standard en þetta...er það ekki mitt vandamál.
Kona fundin í Landmannalaugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. september 2008
Ísland - Noregur
Ef Norðmenn væru ekki svona lélegir sjálfir, myndi ég spá íslenska liðinu stórtapi.
Læt mér nægja að spá 3-1 eða 2-0 fyrir olíufurstana.
Upphitun hafin í miðborg Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. september 2008
Ást í meinum
Nunnuástir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Dólgar
Svona menn á bara að setja á bannlista. Drusla þeim heim og síðan setja í bannlista, þannig að þeir geti ekki flogið næstu x-árin.
Það ætti að kenna mönnum að haga sér.
Skildir eftir í Málaga vegna dólgsláta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. september 2008
Til hamingju Hannes
Þetta hlýtur að vera met!
Hann hefur ótrúlegt tak á íslenskum skákmönnum, tapar eiginlega aldrei, nema fyrir einum ónefndum ræfli, en gerir það sem betur fer reglulega!
Hannes Hlífar Íslandsmeistari í 10. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 5. september 2008
Heimskulegt hjá Bretum.
Nær hefði verið að tvöfalda, eða þrefalda, fjölda sekkjapípuleikara sem spila myndu í Moskvu. Það yrði næg hefnd fyrir Georgíu.
Síðan mætti jafnvel fá Davíð Sundmann til að spila eitt eða tvö lög:
Söngur sekkjapípunnar þagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)