Mánudagur, 11. ágúst 2008
Lögleg innrás?
Getur það verið löglegt að ráðast á viðurkennt landsvæði fullvalda ríkis? Og ef menn vilja deila um landsvæði aðskilnaðarsinna, má benda á Gori, sem er í Georgíu að mér skilst.
Rússar eru einfaldlega að gera innrás á alþjóðlega viðurkennt landsvæði fullvalda nágrannaríkis síns. Þetta er semsagt innrás.
Rússar greinilega að æfa nýju vopnin sín.
![]() |
Medvedev: Aðgerðir Rússa löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Byrjar vel
Framarar yfir í hálfleik. Fram hefur ekki tapað í sumar eftir að hafa komist yfir. Nú er bara að taka þá rauðröndóttu og síðan þá svartröndóttu í næsta leik.
En jæja, með sigri núna komast Framarar 5 stigum yfir KR og komið fram í ágúst. Æ, ég veit ekki hvort maður þori að ná í saltið strax...kannski betra að bíða aðeins.
![]() |
Jafntefli hjá Þrótti og Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Skaftárhlaup 2008
Skráning hafin í skaftarhlaup@skaftarhlaup.is
FHingar sérstaklega velkomnir.
![]() |
Mikið hlaup komið í Skaftárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Áfram KR
Ja, það er nú ekki oft að ég segi þetta og meina. En ég vil að Suðurnesjamenn taki dolluna þetta árið og því gæti maður kyngt því all auðveldlega að KRingar velgi Hafnfirðingum undir uggum.
En síðan má KR mín vegna tapa rest. Málið dautt.
![]() |
Enn einn sigur FH á KR í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Jöklar hopa
Það er einn ákveðin þáttur í þessu öllu saman, þessu með jöklana og gróðurhúsasystemið allt saman. Mig langar til að velta honum aðeins fyrir mér.
Staðreyndir:
A) Ef jöklarnir hverfa alveg eða að miklu leyti, minnkar vatnsmagn í helstu fljótum landsins. Þá verður ekki hægt að virkja eins og áður.
B) Bráðnun jökla er sögð eiga sér stað vegna gróðurhúsaáhrifanna, sem, skv. sömu umhverfisverndarsinnum, er afskaplega neikvætt fyrirbrigði.
Ok, er þá ekki málið þannig, að ef gróðurhúsaáhrifin aukast, minnkar vatnsmagn í fljótum og minna verður hægt að virkja, amk ekki virkja stórfljótin eins og áður. Þá verða ekki reist fleiri álver.
Niðurstaða: Umhverfisverndaröfgamenn hljóta því að vera ánægðir með bráðnun jökla, þar eð þannig minnka líkur á frekari stóriðju.
Eða:
Gróðurhúsaáhrifin minnka eða verða hverfandi, eða breytast að einhverju leyti. Jöklarnir breiða úr sér og vatnsmagn gæti aukist aftur í jökulám. Ergo: hægt að virkja meira.
Ég er ekki viss hvað menn vilja, en mér sýnist umhverfisverndaröfgamenn tapi á þessum díl, alveg sama hvernig fer.
Nema auðvitað við fórnum jöklunum og förum -ll að tína fjallagrös í fjallagrasaverksmiðjuna hennar Kolbrúnar Halldórz á Vatnaheiði norðan Öræfa?
![]() |
Snæfellsjökull hopar hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Fögn
Eitt það skemmtilegasta þarna í nótt var að sjá tvo alræmda "fagnara" missa sig, þá Guðmund þjálfara og Fúsa bangsa. Þeir eru vanir að fagna all hressilega og gerðu það í nótt.
Þeir hafa átt mörg eftirminnileg "fögn" í gegnum tíðina, en maður man þó jafnan mest eftir þeim síðustu. Vonandi munu mörg glæsileg "fögn" eiga sér stað í leiknum gegn Þjóðverjum og helst að honum loknum líka.
Áfram Ísland.
P.S. Í leiknum í gær var sýnt frá leikhléi þar sem rússneski þjálfarinn hélt ræðu yfir sínum mönnum. Ég skildi ekkert, nema mér heyrðist hann segja á einum stað "Áfram KR". Hvað ætli Heimir segi við þessu?
![]() |
Ísland lagði Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
12 mörk úr 12 skotum
Geri aðrir betur.
Glæsilegt hjá Nafna Gaupasyni. Þetta var algjör snilld. Nú er bara að taka heimsmeistara Þjóðverja í næsta leik. Allt er hægt.
Áfram Ísland
![]() |
Snorri: Við hræddumst þá ekki neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Hefnum fyrir Georgíu og böttum Rússana!!
Nú er hálfleikur í leik Íslands og Rússlands. Við erum þrjú mörk yfir!! Og Nafni Steinn er búnað skora 9 MÖRK Í FYRRI HÁLFLEIK.
ÁFRAM ÍSLAND!!!
Nafnið tryggir gæðin!
![]() |
ESB gagnrýnir Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Börnin góð og þæg á leikvellinum
Já, þetta var barnalið Arsenal. Fabianski, öldungurinn, var í markinu, Hoyte í hægri bakverði, Gibbs í þeim vinstri. Svissnesku drengirnir í hafsentingum. Randall og Ramsey á miðjunni, Wilshire og Thomas á köntunum, Bendtner og Vela frammi.
Framan við vörnina var Bendtner elsti leikmaðurinn, 20 ára. Hinir 16-19.
Sevilla stillti líka upp b-liði, en þó voru þarna þrír eða fjórir sem eiga sæti í a-liðinu, Luis Fabiano, Renato, Keita og Maresca, og kannski einhverjir aðrir fastir sem ég þekki ekki.
En börnin stóðu sig vel og voru amk ekki síðri, e.t.v. eitthvað betri. En ekki nógu mikið betri.
Ásættanlegt. Greinilegt að börnin munu koma amk áhugasöm til leiks í vetur, fái þau að spila.
![]() |
Jafnt hjá Arsenal og Sevilla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Bubbi á floti
Jæja, gott að kallinn sé ekki á hausnum. Áður var hann efnaður, nú er hann "á floti".
En hann á samt auðveldara með en margir aðrir að verða "efnaður" aftur, gæti haldið nokkra tónleika og selt inn, fyllt húsið. Og hann hlýtur nú að fá STEF gjöld og annað svoleiðis. Þetta hlýtur að hafast hjá honum, þó vísast verði hann aldrei jafn fjáður og áður.
Ég man þegar ég seldi honum flísar á forstofuna í gamla daga. Þá tók hann upp búnt með 5000 köllum úr frakkavasanum og borgaði þannig, og neitaði að þiggja afslátt sem ég hafði boðið honum. En miðað við þetta eru nýir tímar núna.
Nú þarf Bubbi að spara, eins og mörg okkar hin.
![]() |
Allur sparnaðurinn fór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)