Laugardagur, 21. júlí 2007
Frá Obrenovac
Ok, er að taka til í myndasysteminu hjá mér. Datt í hug að lauma nokkrum fleiri myndum frá Serbíu, að þessu sinni frá Obrenovac. Þar hef ég tekið þátt í skákmóti tvisvar, 2005 og 2006. Þessi bær er úthverfi Belgrað, til norðvesturs, um það bil jafn stór og Reykjavík, fólksfjöldalega séð, en mun minni flatarmálslega séð og töluvert öðruvísi samansettur efnahagslega séð.
En gaman að vera þarna samt, svosem, og flest allt mjög ódýrt, þó helstu vörur hafi hækkað nokkuð á milli ára.
En ég lauma þrátt fyrir allt þetta nokkrum myndum:
Og fleiri:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júlí 2007
Á byltingarkaffihúsinu: Kastró, Kúba, Che og við strákarnir
Ég var að fletta gömlum myndum, sem ég hafði einhvern veginn ekki sett inn í tölvuna fyrr en nýlega, nánar tiltekið í Lúx. Þar voru nokkrar myndir sem mér fannst við hæfi að lauma hingað inn.
Í nóvember 2006 fór ég með Róberti Harðarsyni Lagerman á skákmót í Serbíu, nánast tiltekið í Obrenovac, útborg Belgrað. Þar er tekin þessi mynd til vinstri, en hún er graffiti á vegg nærri Hótel Obrenovac.
Við laumuðumst síðan í bæinn, þ.e. til Belgrað, snemma að morgni einn daginn, m.a. í leit að farsíma og bara "til að skoða pleisið". Ég hafði reyndar skoðað það merkilegasta árið áður, þegar ég var þarna á ferð með núverandi Íslandsmeistara kvenna í skák, en að þessu sinni var tíminn naumur fyrir okkur strákana.
En í miðborg Belgrað rákust við á fínt kaffihús, byltingarkaffihús! Það var í hliðargötu frá "Laugaveginum", hreint og fínt. Þar pöntuðum við okkur "standardinn", þ.e. kaffi og vatn "mit gas". Þetta kaffihús hét reyndar "Byltingarkaffihúsið" á spænskan máta, enda var kúbanska byltingin einskonar þema þess, eins og sjá má m.a. á myndinni hér til hægri, sem btw er tekin fyrir 15 kílóum síðan.
Þetta var hinn merkilegasti staður. Við hliðina á borðinu okkar var "herkista", þ.e. einhverskonar trékassi, sem hefur kannski verið notaður til að flytja vopn, eða amk góð eftirlíking slíks apparats. Þarna voru fánar, myndir af byltingarleiðtogum og margt fleira.
Jú, jú, kaffið var ágætt, salernin hrein (ekki of algengt þarna suðurfrá; þarna voru ekki einu sinni alltaf Svíar, heldur holur í gólfið! Jæja, maður hefur nú séð það áður svosem) og góð þjónusta. Og Robbi snýr öfugt á myndinni, en ég nenni ekki að breytenni.
En jæja, datt í hug að lauma þessu inn, svona að gamni bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júlí 2007
Vísindaárangur
Ég frétti af því nýlega, að íslenskur vísindamaður hefði fundið lausnina á yatzy-spilinu og afgreitt öll vandamál þess með umfangsmiklum stærðfræðilegum útreikningum.
Ergo: jatsí er afgreitt.
![]() |
Íslenskur vísindamaður tekur þátt í að leysa gátuna um eitt vinsælasta borðspil heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júlí 2007
200 kíló af
![]() |
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Trúðaher?
Ef þeir eru trúðar, af hverju eru þeir þá ekki fyndnir? Því spyr ég:
1. Ef þeir voru í trúðabúningum, var um að ræða dulargervi, svona eins og þegar bankaræningjar klæða sig í dulbúninga til að þekkjast síður.
2. Ef þeir voru í raun trúðar á faraldsfæti, af hverju voru þeir ekki fyndnir?
Tillögur um búninga í næsta "atriði" þessara samtaka:
1. Spennitreyja: þá myndu menn taka þá alvarlega.
2. Svona búningur eins og Hamas menn klæðast. Þá myndu menn fatta, að þeir væru bara að reyna að skemma og valda usla.
3. Höfrungabúningur: þá gæti Paul Watson komið að bjarga þeim, en víkingasveitin setið fyrir honum og handsamað alla þessa rugludalla á einu bretti.
![]() |
Liðsmenn Saving Iceland fóru upp á þak OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. júlí 2007
SAVE ICELAND
from those ecoterrorists.
Maður er nú gjörsamlega búnað fá nóg. Þessir hálfvitar eru að gera meira ógagn fyrir málstað sinn en gagn. En spurning hvort það sé gott mál eða slæmt.
En a.m.k.: það þarf að fara að rannsaka betur þessi samtök. Þetta er orðið too much.
![]() |
Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Viðurstyggilegt
Þetta á svo ekki að kalla "sæmdarmorð"; engin sæmd í að láta nauðga og myrða dóttur sína og systur.
Svona menn á að loka inni æfilangt. Engin reynslulausn.
![]() |
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Fowler í KR
Fox in the box. Nú gætu KRingar farið að skora. Sparka bara fram á Fowler, allir hlaupa síðan fram og svo skorar einhver. Þetta plan getur ekki klikkað. Og síðan selur KR hann aftur til Liverpoolara, sem vakna upp við það í desember, að senterafjöldinn hjá þeim getur ekki skorað.
![]() |
Fowler ekki til Ástralíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Hækkum gjöld á áfengi, tóbak og matvæli
Auðvitað á að hafa sem mest gjöld á óæskilegum, óþörfum og hættulegum varningi, t.d. áfengi, tóbaki, matvælum með sykri/kolvetnum í (sérstaklega gotterí, gosdrykkjum, pasta og brauði), bílum (fjöldi fólks deyr í umferðinni á hverju ári) osfrv. Síðan skal setja aukatolla á óæskilega músík, myndir með ofbeldi og klámi, tölvuleiki, osfrv. Listinn er nær endalaus.
Og þegar upp er staðið, getum við bara lifað á fjallagrösum úr fjallagrasaverksmiðjunni hennar Kollu.
Best að sýna bara þjóðinni að hún sé samansafn hálfvita, sem þurfi að hafa vit fyrir í hverju smáatriði.
En hver á hafa vit fyrir stjórnvöldum?
![]() |
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Allt í rétta átt
Jæja, þetta er allt í rétta átt. Nú er um að gera að byggja á þessum grunni.
Áður var samstarf Fatah og Hamas grundvallað á því, að samtök þessi, sem börðust ekki aðeins um völdin meðal Palestínumanna heldur einnig hug og hjörtu fólksins, áttu sameiginlegan óvin, Ísrael.
En nú gerist það hins vegar, að Fatah og Ísraelar geta sameinast um baráttu gegn sameiginlegum óvini, Hamas og þeim íslömsku öfgahreyfingum, sem starfa í skjóli Hamas-stjórnarinnar á Gasa.
Kannski valdarán Hamas á Gasa verði til þess, að friðvænlegra ástand komist á, amk á þeim svæðum, þar sem áhrif Hamas eru lítil eða minnkandi.
Þá gerist það vonandi, að fólkið á þessu svæði nái loksins að lifa í friði hagsæld, að minnsta kosti í meiri mæli en nú er.
En hitt er svo annað mál, að íslamistar og aðrir róttækir múslimar munu aldrei getað sætt sig við frið við dhimmis og hið lýðræðissinnaða vestræna þjóðfélag, hvort sem það er á Vesturlöndum eða annars staðar.
![]() |
Ísraelar sleppa palestínskum föngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)