Laugardagur, 30. júní 2007
Hýri Hafnarfjörður
Hvernig var vísan aftur?
Þú hýri Hafnarfjörður
sem horfir móti sól...
...í Straumi
En hafiði heyrt um Hafnfirðingana sem sögðust myndu eiga 60% hlut í fyrirtæki? Gallinn var, að annað fyrirtæki átti 43% og það vildi ekki selja. En það versta var, að umræddir kennarar voru allir menntaðir stærðfræðikennarar við Flensborg og með langa starfsreynslu.
![]() |
Segir útilokað að Hafnarfjörður geti eignast 60% í HS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. júní 2007
Hversu margir Bandaríkjamenn myndu standast prófið?
Ef því væri snúið upp á Bandaríkin. Kannski 10%?
Ég bara spyr.
![]() |
Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 30. júní 2007
Loksins fjölmiðlamaður að viti!
Algjör snilld! Fáum konu þessa frekar til Íslands en Paris, Britney eða Lohan. Þetta er alvöru kona.
*Klappkarl*
![]() |
Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. júní 2007
Fögur er Hlíðin
Þessi laugardagsmorgunn er aðeins lognið á undan storminum hjá mér, þetta skiptið. Eftir hádegi í dag tekur alvaran við, búslóðaflutningar með öllu tilheyrandi. Eins og hef ég áður sagt, er maður að flýja af Stór-Grænuhlíðarsvæðinu, enda illa líft þarna eftir að Liverpool-búðin flutti í Suðurver án þess að fram færi grenndarkynning.
Eðlilega er maður ekki hress með að fá svona starfsemi í hverfið og er auðvitað eðlilegast að benda á R-listann í þessu samhengi, sem ekki uggði að sér og gerði engar athugasemdir við staðsetningu þessarar vafasömu og stórhættulegu starfsemi. Í Suðurveri er líka mörg önnur starfsemi. Þar er t.d. sjoppa, sem hefur jafnan verið kölluð Allra dýrust, enda hefur álagning þar jafnan reynst í hærri kantinum, en hefur vonandi lagast upp á síðkastið. Þar er matvöruverslun, kjúklingastaður, Te&kaffi, bakarí og margt fleira.
En að öðru leyti en nándin við Liverpool-veirusmitið er Grænuhlíðin afskaplega góð til búsetu. Maður gat skroppið heim í frímínútunum í MH og þurfti ekki að óttast að missa af strætó á morgnana. Þar í kring er líka öll helsta þjónusta, enda t.d. stutt að fara í Kringluna. Maður á því eftir að kveðja þessa fínu götu með söknuði. FÖGUR ER HLÍÐIN!
En eitt mun ég kveðja með fögnuði. Svefnherbergisglugginn minn snýr út að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar var vitaskuld stöðugur hávaði og ótrúleg rykmengun. Maður gat varla sofið við opinn glugga án þess að vakna upp með andfælum og halda að maður hafi sofnað í kolanámu. En þetta stendur nú til bóta með Gísla Marteini og co, en nýr meiri hluti í borginni vill setja þarna mislæg gatnamót og þótt fyrr hefði verið, þó ekki sé nema til að minnka slysahættu þarna. En bílar í lausagangi á gatnamótum munu nú heyra sögunni til og þarmeð þessi skelfilega mengun.
Aulaháttur R-listans var auðvitað algjör og ekki aðeins í þessu máli. Flokkar sem gefa sig út fyrir að vera umhverfisvænir hefðu auðvitað fyrir löngu átt að hafa tekið á þessu máli. Það er nefnilega ekki nóg að setja umhverfismál í stefnuskrána og væla um slíkt opinberlega. Það þarf að gera eitthvað í málunum. En hvers eiga borgarbúar að gjalda, þegar áherslan var á umræðustjórnmál, þ.e. að setja mál í nefndir og tala og tala uns allir verða rauðir í framan og fórnarlömb óstjórnarinnar eru hætt að nenna að tuða. Það er ekki nóg að blaðra, eins og Samræðufylkingin vill einbeita sér að, það þarf að grípa til aðgerða.
En jæja, þá er það kassaburðurinn...Búslóðin fer nú ekki langt með aðferðum Samfó, þá myndi fjölskyldan skipa nefnd og plana allt út í hið óendanlega, blaðra og blaðra um hvernig ætti að flytja búslóðina á nýjan stað, uns ekkert verður úr neinu og lögfræðingar kaupenda og seljenda komast í málið.
En ég kýs athafnir. Bretta upp ermarnar og af stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. júní 2007
Kynlífið í gær
![]() |
Sex í lyfjapróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 29. júní 2007
Hvenær verður mótmælafundurinn?
Ja, núna hlýtur Ísland-Palestína að mótmæla, ég meina, það er verið að skjóta á Palestínumenn! En auðvitað er það ekki issjúið. Ég hef lengi orðið mér úti um furðu vegna þess, að vinahót sumra amk við Palestínumenn virðist frekar vera dulbúið hatur á Ísrael, og óvinir óvina eru vinir.
![]() |
Þrír létust í óeirðum við Nahr al-Bahred |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. júní 2007
Tönnin fundin!
Jæja, þá leysist enn ein ráðgátan. Það var hér fyrir nokkrum árum, að Stoke City fór í keppnisferðalag til Spánar og spilaði m.a. við Atleticó Burgos og fleiri lið. Þetta var um sumar, á undirbúningstímabilinu og fengu leikmenn að slaka aðeins á, á milli leikja. Svo vildi til, að hópurinn, með Guðjón Þórðarson framkvæmdastjóra, fór einmitt í skoðunarferð til Atapuerca Sierra, þar sem Guðjón lenti í útistöðum við nokkra hinna innfæddu og fékk einn á kjaftinn.
Í átökum þessum týndist uppáhaldstönn Guðjóns, en hún fannst ekki fyrr en nú og þá hafði hún áfest lítinn bita, sem vísindamönnum sýndist að væri smá biti af eyra.
Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir Einar Kárason, sem getur nú loksins fengið týnda eyrnabútinn saumaðan á sig. Hann fór einmitt sl. sumar í mikla ferð um Bandaríkin, þar sem hann taldi, að hin týnda tönn Guðjóns gæti verið falin og með eyrnabútinn áfastann. Hann leitaði m.a.s. á Boner Ranch, en þar var myndin til vinstri tekin. En nú má eiga von á, að hann fari að heyra sögur betur, t.d. að þegar talað er um Jón Ólafsson Indíafara, er ekki verið að tala um Jón Ólafsson Lundúnafara.
En hvernig vísindamenn geta fundið út, að tönnin hans Guðjóns sé milljón ára gömul, er með öllu óskiljanlegt.
Og allt sem að framan stendur er auðvitað tómt bull -- nema þetta með heyrnina í Einari Kárasyni!
![]() |
Milljón ára mannstönn fannst á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Kaupþing open 2007
Jæja, þá er það Kaupþing open 2007, sem haldið verður í Lúxemborg 7.-14. júlí 2007.
Sex Íslendingar munu þar taka þátt, þeirra á meðal undirritaður. Sjá nánar neðarlega á þessari síðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Lottóvinningur
![]() |
Vann bíl með 6,3 milljónir í skottinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. júní 2007
Eru menn gengnir af göflurunum?
Ok, göflunum.
Í fyrsta lagi, þá er þetta hundsmorð andstyggilegt og vona ég að hinir seku verði gripnir, ákærðir og fundnir sekir, og lokaðir inni lengi. Síðan mæli ég með, að höfðað verði skaðabótamál á hendur þeim í Bretlandi.
Í öðru lagi; hvaða fávitar hóta mönnum morði með þessum hætti? Ég meina, sek mannsins, sem fyrir þessu hefur orðið, er ekki einu sinni sönnuð. Og hann segist ekki hafa verið í bænum þegar þetta gerðist. Hvað er fólk að spá? Svona lið á að loka inni með þessum hundamorðingjum.
Í þriðja lagi. Þá fatta ég samt ekki, hvaða fjöldasamkomur þetta voru vegna Lúkasar. Mér sýnist þær hafa aðeins orðið til þess, að æsa veikgeðja fólk upp til að senda morð-SMS á aðila, sem ekki hefur sannast að hafi tekið þátt í þessum verknaði. En annars veit ég auðvitað ekki hvort samhengi er þar á milli, en það kæmi mér ekkert á óvart.
![]() |
Morðhótunum rignir yfir ungan mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)