Þriðjudagur, 22. maí 2007
Skoðanakönnun um ráðherraembætti
Jæja, þetta er ágætt. Nú er verið að gera skoðanakönnun meðal þingmanna um, hverjir ættu að fá sæti í næstu ríkisstjórn.
Ég myndi t.d. vilja losna við Sturlu, svo aðeins nafn sé nefnt.
![]() |
Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Að gefnu tilefni...
![]() |
Jón segir fregnir af andláti sínu stórlega ýktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Barist víða
Hér á mbl.is eru í dag fréttir frá bardögum á fjórum stöðum, alls staðar borgarastríð, stundum með erlendri íhlutun: Gasa, Írak, Líbanon, Afghanista. Það merkilega er, að alls staðar eiga svonefndir "heittrúar-múslimar" í hlut.
Skrítið?
![]() |
Barist í Líbanon þriðja daginn í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. maí 2007
Afsakið hlé!
Hér forðum gerðist það æði oft, alltof oft, að Sjónvarp allra landsmanna skellti skilaboðum sem þessum á skjáinn.
Þá var það merki um, að eitthvað hefði farið úrskeiðis.
Ætli sú sé raunin að þessu sinni?
![]() |
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Mr. Watson I presume?
![]() |
Hvalahræ við Brandenborgarhliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Mt. Watson
![]() |
Ruslahaugur nefndur eftir John Cleese |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
"Lokalausn gyðingavandamálsins"

![]() |
Ísraelski herinn fær fyrirmæli um að herða aðgerðir á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Breytt uppskrift að lambakótelettum
Hvað kemur næst? Þarf að breyta uppskriftum að lambakótelettum þannig, að það verði ekkert lamb eftir? Væri ekki bara einfaldara að hafa tvær Mars-tegund: Mars classic og Mars vegit!
![]() |
Hætt við að breyta uppskriftinni að Mars-súkkulaði vegna mótmæla frá grænmetisætum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Að drepa eða ekki drepa
Jæja, nú hafa Moggamenn stofnað nýjan her, Ísralesher, eins og segir í fyrirsögn þessar fréttar nú, þ.e. áður en hún verður vonandi löguð síðar.
En það sem ég vildi segja er, að eins lengi og ég man eftir mér hafa Ísraelsmenn myrt eða drepið Palestínumenn á síðum Moggans, sérstaklega í fyrirsögnum. Þá kemur oft: Ísraelsmenn drápu X-marga Palestínumenn, en síðan kemur í fréttinni, að þeir hafi verið vopnaðir og hafi ráðist á varðstöð Ísraelshers eða á hermenn, eða jafnvel á óbreytta borgara. Því er fréttin ekki, að Palestínumenn ráðist á Ísraela, heldur að Ísraelar hafi varið hendur sínar og skotið til baka. Það er auðvitað ólíðandi í þessum PC-heimi okkar.
Og síðan þegar Hamas eða aðrir hópar Palestínumanna sprengja óbreytta borgara eða láta rigna yfir þá flugskeytum, þá látast eða deyja eða láta lífið svo og svo margir Ísraelar, svona eins og þeir hafi dáið úr krabbameini eða af "eðlilegum orsökum."
Síðan er ég hissa á, hversu Mogginn hefur haft lítinn á huga á eldflaugaskotum Palestínumanna frá Gasa. Þær hafa staðið yfir nær linnulaust frá því snemma vetrar, en aðeins komist einstaka sinnum á síður eða á vef Moggans.
Hver ætli ákveði þetta og hvers vegna?
![]() |
Ísralesher drap þrjá Hamasliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 19. maí 2007
Átakalítill aðalfundur
Jæja, aðalfundurinn búinn. Og maður er eftir sig, ekki vegna anna á fundinum, heldur hins, að bakkelsið hjá Birnu var tær snilld að venju.
En nú sitja fjórar konur í sjö manna stjórn Skáksambands Íslands. Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Ég lít fyrst og fremst á, að duglegt fólk sé til staðar, sama af hvoru kyninu það er.
Og Guðfríður Lilja verður nú forseti amk eitt ár enn....einmitt þegar annað forsetaembætti losnar, að því að talið er!
Lilja er nú að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem forseti SÍ (ef ég man rétt!). Held ég, að þessi tími sé upphaf nýrrar sóknar, eftir mikla lágdeyðu síðasta áratuginn eða svo.
![]() |
Konur í meirihluta í stjórn Skáksambands Íslands í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)