Miðvikudagur, 23. maí 2007
Efnilegur ökumaður
![]() |
Fjögurra ára ökumaður ók á tvo bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Dr. Geir H. Haarde
![]() |
Geir H. Haarde kjörinn heiðursdoktor við Minnesotaháskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ágúst Ólafur
Ég trúi því ekki, að Ágúst Ólafur sé algjörlega sáttur við sinn hlut. Varaformaður flokks fær ekki eitt af sex ráðherrasætum? Þetta hlýtur að vera saga til næsta bæjar.
Hvað hefði Guðni sagt í síðustu ríkisstjórn, ef drengurinn frá Sigló hefði verið tekinn framyfir?
![]() |
Ágúst Ólafur: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Guðni formaður?
Jæja, þá verður Guðni formaður, amk í bili.
Hér forðum kom út mynd sem hét Lömbin þagna. En myndin um Guðna mun heita: "Beljurnar baula" eða "Brúnastaðabeljunar baula".
![]() |
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Spár um ráðherraembætti: 9/12 réttir ráðherrar, 7/12 ráðuneyti
Ég og Gunnar Björnsson spáðum um ráðherraembætti Þingvallastjórnarinnar. Eftirfarandi eru úrslitin:
Gunzó:
Geir: forsætisráðherra rétt
Ingibjörg: utanríkisráðherra rétt
Árni Matt: fjármálaráðherra rétt
Ágúst Ólafur: dómsmálaráðherra
Arnbjörg: landbúnaðarráðherra
Kristján Júl: samgönguráðherra
Þorgerður Katrín: heilbrigðisráðherra (réttur ráðherra)
Björgvin: menntamálaráðherra (réttur ráðherra)
Einar K: Sjávarútvegsráðherra rétt
Össur: Viðskipta- og iðnaðarráðherra gefum rétt (ráðuneytabreytingar)
Katrín:umhverfisráðherra
Jóhanna: félagsmálaráðherra (gefum rétt, ráðuneytisbreytingar)
Gunzó með sex ráðuneyti rétt, en átta ráðherra af tólf.
Snorri:
Geir: forsætisráðherra rétt
ISG: utanríkisráðherra rétt
Árni M: fjármálaráðherra rétt
Ágúst Ólafur: félagsmálaráðherra
Björgvin S: landbúnaðarráðherra (réttur ráðherra)
Guðlaugur Þór: heilbrigðisráðherra rétt
Þorgerður Katrín: menntamálarh. rétt
Katrín: umhverfisráðherra
Guðfinna:viðskipta- og iðnaðarrh
Össur: dómsmálaráðh. (réttur ráðherra)
Einar K: sjávarútvegsráðherra rétt (landbúnaðarráðneytið viðbót)
Möller. samgönguráðherra rétt
Snorri fær sjö rétt ráðuneyti og níu rétta ráðherra.
Jæja, þetta gat nú verið verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Sturla út
Ég hef lagt það til, í amk flestum pistlum mínum hér um ráðherraskipan, að Sturla hverfi. Ég veit að margir voru mér sammála.
Og nú er þetta klappað og klárt. Sturla fer úr ráðherraembætti.
Þangað átti hann aldrei erindi. Loksins hafa mistök fortíðar verið leiðrétt.
En ég skil ekki hvers vegna Sturla er ósáttur. Hann hlýtur að hafa séð þetta koma. Af hverju ætti ríkisstjórnin ekki að lúta sömu lögmálum og gilda annars staðar, að ef óhæfur einstaklingur hefur einhvern veginn komist í embætti, eigi hann að hverfa þaðan aftur? Sturla er eflaust ágætur á einhverjum sviðum, en ráðherradómur er ekki eitt af þeim embættum, sem passa við hæfileika hans.
![]() |
Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Fellur Portsmouth á næsta sísoni?
Maður bara spyr. Hemmi hefur fallið með fjórum liðum úr ensku úrvalsdeildinni: Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich og nú Charlton.
En ég hefði frekar viljað sjá hann fara til Spurs.
![]() |
Portsmouth sagt vilja fá Hermann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Málið í höfn: Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Jæja, þá virðist þetta vera komið. Engin ljón eftir í veginum og nú geta formennirnir tveir farið að tilkynna um ráðherralista og önnur metorð, sem þingmenn flokkanna geta vænst.
En þar eð margir "þungavigtarmenn" (konur meðtaldar) eru í flokkunum, er spurningin e.t.v. sú, hverjir fara sárir frá borði, þegar vonin um ráðherrastól og risnur hefur brugðist?
![]() |
Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Líbanon
Einhvern veginn kemur þetta ekki á óvart. Ég er nær alveg handviss um, að sá ófriður, sem geisað hefur í Líbanon síðustu misserin, er að stærstum hluta tilbúinn í Damaskus, eða í Teheran, með millilendingu í Damaskus.
Að mínum dómi þarf leiðin til friðar í Miðausturlöndum að liggja um báðar þessar höfuðborgir. Og með þá kumpána, þennan með hnífinn á myndinni til hliðar og litla Assad, við völdin, er það ólíklegt.
Og eins og er virðist Líbanon vera sá æfingavöllur, sem kumpánar þessir hafa valið til að prófa sig áfram.
![]() |
Hvíta húsið varar Sýrlendinga við að nýta sér átökin í Líbanon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Þingflokkur Framsóknar

![]() |
Siv kjörin formaður þingflokks Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)