Varúð: peningafalsarar ganga lausir

Ég fór rétt áðan niður í sjoppu, en þá hafði "dúddi" nýlega horfið þaðan á braut eftir misheppnað svindl. Aðili þessi (eða aðilar, ég spurði ekki um fjölda) hafði beðið um kók í dós og bland í poka og reyndi að borga með 5,000 seðli sem jafnvel smá börn hefðu séð að væri falsaðir. Ég sá seðilinn; léleg fölsun.

Hinrik sjoppueigandi gerði seðilinn upptækan og hringdi á lögregluna, sem var víst upptekin. Ég stoppaði þarna nokkra stund, en ekkert bólaði á löggunni. Nú sé ég út um gluggann að löggubíll er að renna í hlað.

A.m.k. vildi ég bara vara fólk við, að svona lið er á sveimi.


Upp, upp mín önd!

Er þetta ekki sama öndin og lék í Friends-þáttunum?


Gaman að hún skuli hafa fengið sinn eigin "stalker".


mbl.is Komdu ekki nálægt öndinni framar!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mascherano málið

Sko Mascherano er stöðugt nöldrandi og tuðandi í dómurum, leiðinda karakter í framkomu. Ég skil dómarann vel...reyndar skil ég ekki af hverju hann fauk ekki fyrr. En að vísu var þetta óvenju slæmt hjá honum gegn Man Utd.

Hitt er svo annað mál, að Chelsea og Man Utd hafa fengið að komast upp með svona t.d. Rooney. Þau virðast vera á sérsamningum hjá dómurum hvað þetta varðar og margt annað, t.d. vítaspyrnur og svoleiðis.


En svona er með dómara og admina. Þeir leyfa nöldurseggjunum að vaða uppi of lengi, svo úr verður vandamál sem heldur áfram að koma aftan að þeim. Svona menn á bara að taka afsíðis, við fyrsta nöldur og segja: "Ef þú heldur þessu áfram, sendi ég þig út af". Þá er málið dautt.


En hins vegar er ég sérlega ánægður með að Mascherano skuli ekki spila gegn Arsenal á morgun, þó´ég viti að í stórum leikmannahópi Liverpool kemur maður í manns stað.

 


mbl.is Liverpool áfrýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beið Samfylkingin álitshnekki?

samf_thbJa, það mætti segja að loksins hafi Samfó unnið sér inn álit með framgöngu í landsmálunum. Loksins tekur Samfó afstöðu sem er hvort tveggjaí senn skynsamleg og óvinsæl meðal "markhópsins". Ergo: Samfó er nú, í fyrsta skipti sem ég man eftir, að stjórna landinu, en ekki elta skoðanakannanir og reyna að afla sér vinsælda.
mbl.is Telur Samfylkingu ekki hafa beðið álitshnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar einangrast

Jæja, nú er svo komið að mörg fyrrum ríki Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar eru að streyma í faðm NATO. Rússar hafa nú fengið NATO nánast upp að bæjardyrunum, ef þetta gengur eftir. Ég er viss um að Pútín er ókátur núna  og hvað hann heitir, brúðan sem Pútín setti í forsetastólinn til málamynda.

En hvaða áhrif hefur þetta?

Maður veit auðvitað ekki, en það kæmi ekki á óvart þó þeir myndu nú leita á fornar slóðir og efla samskiptin við óvini Bandaríkjanna, t.d. Íran, Sýrland og önnur vafasöm ríki í næsta nágrenni. Maður veit hreinlega aldrei hvað ríki með stórveldakomplexa gerir, þegar það er komið með bakið upp að veggnum.


mbl.is Úkraína fékk tryggingu fyrir aðild að Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nylon sokkabuxur

Vá, mögnuð auglýsing, svo mögnuð að ég fór strax og keyptu mér 2 pör. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða banka ég ætti að ræna, ja, eða sjoppu.

Einhver með góða hugmynd?
mbl.is Nylon eykur sölu á sokkabuxum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolkrabbinn

Nú er Kolkrabbinn kominn í gang og fær beina innspýtingu frá Hitaveitu Suðurnesja.

Ætli það sé að verða bleklaust í landinu, eða...?


mbl.is Kolkrabbinn nýtir orku sem fór til spillis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkabræður reisa álver

Fyrr má nú rota en dauðrota. Er álver virkilega að koma í hvern fjörð?


Verður kannski Húsavík sett í örnefnamat og nefnd Álvík í kjölfarið?


mbl.is Undirbúningur álvers á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gula spjaldið

Jæja, þá er þessu máli lokið, í bili a.m.k. En hvernig ætli þetta komi saman við kröfur ákveðinna akademíka sem svöruðu spurningum Kistunnar, en mér virðast a.m.k. flestir þeirra vera vinstri sinnaðir?

En a.m.k. getur Hannes amk verið sáttur við að ná dálitlum varnarsigri gegn vinstri sinnuðu menningarmafíunni í Háskólanum, þrátt fyrir allt og allt.

  


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikil eru mannauðsfræðin"

sagði Rúnar Berg, þegar hann las nýjasta bullið frá umsjónarmanni Skákhornsins, umræðuhorns skákmanna.


Mér fannst þetta svo greindarlegt comment, að ég varð að koma því á framfæri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband