Laugardagur, 31. mars 2007
Hvernig á að kjósa í ál-málinu?
Heyrði einn góðan:
"Það á auðvitað að kjósa MEÐ stækkun álversins... Af hverju? ... Jú, af því Ögmundur Jónasson er á móti henni."
Margt vitlausa en að vera alltaf í andstöðu við Ömma, og undantekningin væri þá ESB?
![]() |
Tæplega 6.000 Hafnfirðingar hafa greitt atkvæði í álverskosningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. mars 2007
Meiðsli
Já, Gunnar Björnsson bankastarfsmaður meiddist. What's new?
Hér í gamla daga voru meiðsli hans aðallega marblettir, enda var fátt skemmtilegra en að dúndra boltanum í Gunzó og látann væla.
En til að taka undir meiðslasöguna, þá fór ég í ræktina í gær og meiddist ekkert. Brenndi mig hins vegar á fingri á hurðinni inn í gufubaðið.
Fleiri meiðslasögur til reiðu?
![]() |
Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. mars 2007
Skotar!
Já, þeir tíma ekki að sóa kynorkunni, meðan þeir hafa hana!
Rod Stewart, einn harðasti fótboltaáhugamaðurinn í Skotlandi, ætti þó að geta borgað sig inn, ólíkt þeim sem hér til hliðar sitja í Skotastúkunni.
![]() |
Dáist að kynkrafti föður síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. mars 2007
Íranar viðurkenna, að hafa platað Kjarnorkueftirlitsstofnunina
Jæja, háttsettir Íranir viðurkenna nú óopinberlega, að hafa platað Kjarnorkueftirlitsstofnunina (IAEA) af ótta við viðbrögð Bandaríkjanna og Ísraels, "stríðsmagnaranna" í Írak.
Ótti ríkisstjórna Vesturlanda við kjarnorkuáætlun Írana er alls ekki út í bláinn. Ríkisstjórn Írans hefur hótað árásum á nágrannaríki sitt og reynt að fela það, hvað raunverulega er að gerast í þessum málum í kjarnorkuverum sínum (sumum ófullgerðum).
Ef Íranar virkilega hafa aðeins í hyggju að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu, hvers vegna vilja þeir þá ekki hleypa eftirlitsmönnum inn í kjarnorkuverin, nema á afmarkaða staði, sem engu máli skipta, en hindra aðgang þeirra þangað, sem grunað er að "fjörið" sé í framleiðslu?
Nú liggur hart á El Baradei og mönnum hans að koma Írönum í skilning um, að SÞ muni ekki láta Írani í friði með kjarorkuáætlunina og muni, ef þurfa þykir, taka hart á þeim.
Laugardagur, 31. mars 2007
Sumarveiðin byrjar
Jæja, þá fer veiðitímabilið af stað.
En ég var að lesa hér á blogginu í gær eða hinn daginn, að verðið hafi hækkað töluvert mikið.
Er þá ekki bara málið, að skella sér í vatnaveiði? Og fara með tjaldið af stað, nú þegar spáð er 15-20 stiga hita?
![]() |
Stangveiðin hefst á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. mars 2007
Nasismi í sókn í Þýskalandi
Jæja, þá er þetta byrjað aftur. En að þessu sinni veit ég fyrir víst, að hvorki Þjóðverjar né þjóðir heims muni sætta sig við, að þessi pest breiðist út enn og aftur.
En jafnframt er ekki hægt að horfa upp á það, að innflytjendastraumur, einkum fólks frá Austur-Evrópu og Tyrklandi, hefur skapað mörg vandamál. Hér forðum fluttu Þjóðverjar inn Tyrki í massavís til að vinna þau störf, sem þeir nenntu ekki sjálfir að gera, svona svipað og við höfum verið að gera á síðustu árum. En síðan sat þetta fólk eftir í landinu og fór eðlilega að breiða úr sér. Börn þeirra líta á sig sem Þjóðverja og tala góða þýsku, en taka störf frá "Aríunum" og kemur þá upp þessi gamalkunna krafa: "Útlendingarnir taka frá okkur störf og fjármuni"--- sama ákall og var í Þýskalandi á Weimar tímabilinu, en þá hétu útlendingar Juden.
Auk Tyrkjanna hafa þúsundir A-Evrópubúa flust til Þýskalands, ja, eiginlega hundruðir þúsunda á aðeins nokkrum árum, ef ég man rétt. Sumir komu sem flóttamenn, aðrir sem farandverkafólk.
En niðurstaðan er, að ákveðin vandamál hafa skapast, eins og víða annars staðar. Slíkar aðstæður eru gróðrarstía kynþáttahatara.
Þegar ég var í námi í Englandi 1992-1993 kynntist ég lítillega þýskum ný-nasista, en hann var bróðir eins samnemanda míns og var í heimsókn. Hann var frá A-Þýskalandi og skv. frásögn hans var ástandið slæmt og enn líti á útlendinga sem sníkjudýr, sem taki fé og atvinnu frá hinum innfæddu, einkum Austur-Þjóðverjum, sem hefðu þjást nóg undan kommúnisma og ættu nú skilið að hagur þeirra verði bættur.
Síðan þá hefur efnahagur fyrrum A-Þýskalands batnað, en útlendingum jafnframt fjölgað. Og ný-nasisminn hefur breiðst út hægt en örugglega.
![]() |
Árásum á útlendinga í Þýskalandi fjölgaði um 37% á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. mars 2007
Fífl!
Hvar annars staðar en í einræðisríki er það, að taka þátt í mótmælum gegn spilltri harðstjórn, talið vera að "biðja um að vera barinn"??
Múgabe hlýtur að vera verulega veruleikafirrtur ef hann trúir þessu sjálfur.
![]() |
Mugabe segir Tsvangirai hafa beðið um barsmíðarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. mars 2007
Gaflarar
....hafa gáfur þær/
sem gagnast þeim vel í bítið /
þeir vita lengra en nefið nær /
en nefið er stundum lítið.
(Flosi Ólafsson)
![]() |
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. mars 2007
Snilld!
Þetta er svipað eins og að ef áflog færu af stað meðal áhorfenda á briddsmóti.
En hvernig stóð á því að það voru 300 stuðningsmenn á leiknum? Ég vissi ekki að svo margir hefðu áhuga á blaki í Grikklandi?
Ætli Steingrímur Joð viti af þessu?
![]() |
Einn lést og nokkrir særðust í átökum blakaðdáenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. mars 2007
Fávitar
Hvurslagt eiginlega samfélag er þetta? Tveir snarruglaðir dúddar ráðast á öldung á Miklubrautinni um hábjartan dag og snartruflast svo þegar Löggan skakkar leikinn.
Sendum þá bara til Guantanamo. Þá hegða þeir sér kannski skikkanlega í framtíðinni.
![]() |
Ráðist á mann á áttræðisaldri á Miklubrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)