Íranar viðurkenna, að hafa platað Kjarnorkueftirlitsstofnunina

SatelliteJæja, háttsettir Íranir viðurkenna nú óopinberlega, að hafa platað Kjarnorkueftirlitsstofnunina (IAEA) af ótta við viðbrögð Bandaríkjanna og Ísraels, "stríðsmagnaranna" í Írak.

Ótti ríkisstjórna Vesturlanda við kjarnorkuáætlun Írana er alls ekki út í bláinn. Ríkisstjórn Írans hefur hótað árásum á nágrannaríki sitt og reynt að fela það, hvað raunverulega er að gerast í þessum málum í kjarnorkuverum sínum (sumum ófullgerðum).

BaradeiEf Íranar virkilega hafa aðeins í hyggju að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu, hvers vegna vilja þeir þá ekki hleypa eftirlitsmönnum inn í kjarnorkuverin, nema á afmarkaða staði, sem engu máli skipta, en hindra aðgang þeirra þangað, sem grunað er að "fjörið" sé í framleiðslu?

Nú liggur hart á El Baradei og mönnum hans að koma Írönum í skilning um, að SÞ muni ekki láta Írani í friði með kjarorkuáætlunina og muni, ef þurfa þykir, taka hart á þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband