Ólétta stelpan á ballinu

Jæja, nú skaut Ólafur Ragnar sig í fótinn - ég fæ ekki betur séð. Þetta minnir á viðtalið við Geir Haarde í silfrinu um daginn, þar sem hann talaði um óléttu stelpurnar í Byrginu. Óheppileg framsetning Ólafs á umræddu atriði mun vafalaust lifa hér á blogginu og víðar um ókomna framtíð.

 


mbl.is Forseti segir að líta megi á ráðuneyti sem deild í forsetaembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir íslenskan handknattleik!

Maður fékk auðvitað vægt áfall við að lesa Moggann í morgun. Þar las ég m.a. á bls. 2 í íþróttablaðinu um úrslit í þýsku bundesligunni í handbolta. Þar segir m.a.

Alexander Petersson átti fínan leik með Grosswallstadt og skoraði níu mörk í sigri á Melsungen, 38:34. Daninn Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt þar sem hann er að jafna sig á meiðslum.

Hvað?! Er Einar Hólmgeirsson orðinn Dani? Er það þess vegna, en ekki sökum meiðsla, sem hann spilaði ekki með Íslendingum á HM? Ja, nú er bleik brugðið og Snorrabúð stekkur.


Álafoss

Það var fyrir tveimur eða þremur árum, að ég fór upp í Álafosskvos með útlending, sem hingað hafði komið og viljað fræðast um eitt og annað í sögu Íslands. Hér var nánar tiltekið á ferðinni kona, sem hefur verið búsett í Askelon í Ísrael síðustu árin og fengið brennandi áhuga á ýmsu sem snertir búsetu ættmenna sinna í Evrópu. Hún bað mig að sýna sér staði, sem væru mikilsverðir í sögu Gyðinga á Íslandi.

Það er nú svo, að Gyðingar hafa komið afar lítið við sögu Íslands. Helst hefði mátt sýna henni hús Nathans & Olsens á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, sem hefur tvöfalda tengingu, eða gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti, þaðan sem Gyðingum var vísað úr landi, aftur til Þýskalands, eða Hallærisplanið, þar sem Bernburg spilaði forðum í húsi, sem hét þá Hótel Ísland, ef ég man rétt.

En ég fór með hana upp í Álafosskvos, þar sem Hans Mann Jakobsson, þýskur Gyðingur vann um tíma hjá Sigurjóni á Álafossi. Það hefur vísast bjargað lífi hans. Þá hafði ég ekki komið þangað uppeftir í mörg ár, en ég varð strax hrifinn af staðnum. Mér fannst þetta vin í eyðimörku stórborgarinnar, rólegur og friðsæll staður sem snart mann djúpt. Það var eitthvað sérstakt við Álafosskvosina, eitthvað sem var ekki og er ekki hægt að útskýra fyrir þeim, sem ekki hafa komið þarna.

Nú, þessi vegur um Álafosskvosina. Ég veit voðalega lítið um þennan veg, en fyrir mitt leyti vil ég halda öllu raski sem lengst frá þessum stað. Ég hef ekki hugmynd um í raun, hvort nýi vegurinn raski kyrrð og ró staðarins, en það breytir mig í raun litlu. Ég vil óska, að bæjaryfirvöld í Mosó reyni að finna einhverja aðra leið fyrir vegagerð sína. Ég vildi óska, að Álafosskvosin fengi að vera í friði fyrir breytingum nútímans, þar sem allt snýst um hraða og peninga. Getum við ekki skilið eftir þetta svæði til minningar um glæsta fortíð.

Já, Álafoss svæðið er sérstakt. Þar unnu t.d. á fjórða áratugunum margir útlendingar, þám amk einn Þjóðverji, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægann á stríðsvöllum síðari heimsstyrjaldar í úrvalssveitum Heinrichs Himmlers. Og þar unnu margir aðrir merkilegir karakterar. Þar fór líka fram merkileg starfsemi, alveg frá upphafi iðnbyltingar á Íslandi. Þar var einnig fyrsta úthverfi Reykjavíkur (ef við undanskiljum Hafnarfjörð), osfrv. Af nægu mætti taka.

Álafosskvosin skipar sérstakan stað í sögu Íslands og ætti að vera varðveitt til komandi kynslóða. Beinum eldspúandi drekum okkar annað.


mbl.is Húsfyllir á tónleikunum Lifi Álafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár Bónuss?

bonus-bydur-beturJæja, hvenær er ár Bónuss? Kannski 2007? Ja, Bónusgrísinn er nú bleikur, eins og margir aðrir grísir, en nóg gull er til í þeim grís og má því telja hann gylltan, a.m.k. að innan.

Kannski er þetta fyrirboði þess, sem gerist í dómsölum næstu misserum. Ár Bónuss?


mbl.is Ár svínsins runnið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggið að kenna hænunni?

En fyrir bloggvini mína X-bita og Svenna, og aðra West Ham aðdáendur, birti ég hér smá glaðning:

 

 


mbl.is Eggert gagnrýnir Pardew
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfrið

baugsfylkinginJæja, hér fyrir nokkru var merkileg umræða milli Binga og Dags B. Eggertssonar um hin ýmsu mál, þám Háskólann í Reykjavík, en R-listinn, undir forystu  Dags B., fórnaði Öskjuhlíðinni fyrir Háskólann í Reykjavík. Og síðan fékk Dagur djobb hjá skólanum, eins og allir vita. Ok, menn geta deilt um þetta í sjálfu sér.

Í dag var Silfur Egils í gangi, þar sem Bryndís fór hamförum, eins og hvítur stormsveipur. Ég skal viðurkenna, að ég hef jafnan gaman að Bryndísi, jafnvel þegar ég er ekki sammála henni. Og hún hefði fyrir löngu átt að skella sér í pólítíkina og gæti þá t.d. verið formaður Samfó. Það væri strax framför frá því sem nú er.

En síðan voru þarna þrír sósíalistar og Guðlaugur Þór. Dagur B. Eggertsson var þarna, aðallega sem fyrrv. formaður skipulagsnefndar Rvkborgar. Ég skal viðurkenna, að ég nánast vorkenndi stráknum þarna. Hann var þarna eins og strákur úr 4. flokki að spila með meistaraflokki. Hann hefur oft staðið sig illa í fjölmiðlum, en sjaldan eins og núna.

En spurning er, var þetta ein mikilvægasta ákvörðun sem hefur verið tekin að búa til þennan þríhyrning, Háskóla Íslands, Háskólann í Rvk og Háskólasjúkrahús? Hann hefur þá vísast átt við, sú mikilvægasta í skipulagsmálum borgarinnar. En jafnvel þá, getur þetta ekki hafa verið mikilvægasta ákvörðunin. Þetta er orðið eins og óléttumál Geirs; mikil mistök.

EN Dagur greyið stóð sig illa þarna og kemur nú aftur fyrir eins og í kosningabaráttunni, eins og ísskápur, sem opnast á stundum og skyrpir þá út úr sér einhverjum frystum ýsuflökum. Því miður fyrir hann og Samfó, þá er Dagur B. skelfilega óaðlaðandi stjórnmálamaður...þegar hann opnar munninn og rengir sig eins og páfugl.

En það er svo allt annað mál, að þegar foringjar Samfó opna munninn, tapar flokkurinn fylgi...að því að virðist. En hins vegar tapar Samfó þó varla miklu af Degi, sem mjög fáir bera mikla virðingu fyrir hvort sem er.


Samanburðarfræðin: Eurovisionlög síðustu ára

Og Birgitta: http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/video/16-keppni-open-your-heart.wmv

og Jónsi: http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/video/17-keppni-heaven.wmv

en nenni ekki að vísa á vitleysuna síðasta ár: allt full af þessu á youtube.com


Villingurinn kemur upp í Bellamy

Jæja, annað hvort verður þetta til þess, að Barca tekur Liverpool létt, eða þá að Púlarar brjálist og komi snaróðir til leiksins.

En dagar Bellamys hljóta að vera taldir...almennt séð. Hver vill hafa svona mann í liði?


mbl.is Riise neitaði að syngja og Bellamy trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovisionlagið: you tube


Koma svo strákar!

Áfram Ísland.

En það verður að viðurkennast, að íslensk ungmenni eiga lítið í skandinavíska félaga sína, því miður. Þegar ég var á þessum aldri vorum við Íslendingar yfirleitt efstir í heildarsummunni og unnum amk 2-3 flokka. Nú er óvíst að við náum gulli.

Mín skoðun er, að skákþjálfun íslenskra ungmenna hafi brugðist, mörg undanfarin ár, eða e.t.v. alveg frá því um 1990, þegar ég hætti taflmennsku, í bili amk. Þá voru efnilegir unglingar að koma upp. Nú er þeir fáir. En óþarfi að gefast upp. Við þurfum bara meiri metnað, í stað þessarar möppetvæðingar, sem hér hefur ríkt síðasta áratuginn eða svo.


mbl.is Dagur og Hjörvar í 2.-3. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband