Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Britney í meðferð í 3. skiptið á viku
Minnir mann óneitanlega á lagið: "Ég fer í ljós þrisvar í viku".
En varðandi forræðismálið, þá verð ég eiginlega að styðja kallinn, ef miðað er við hvernig Britney hefur hagað sér undanfarið, sbr. t.d. eftirfarandi:
![]() |
Britney sögð hafa skráð sig í meðferð í þriðja sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Hvað ætli margir ráðherrar reyki?
..."reykfylltum bakherbergjum ríkisstjórnarinnar".
Merkilegt að stjórnarandstaðan sé alltaf að tala um "reykfylltum herbergjum" í þessu samhengi. Nú, þá má með sama hætti tala um hundasúrufyllt þingflokksherbergi Vinstri grænna, eða áttavilt herbergi Samfó.
En voðalega er maður orðinn þreyttur á þessu endalausa tuði Steingríms og annarra um þetta mál. Burtséð frá því hvað sé rétt og hvað sé rangt, þá er þetta orðin eins og rispuð plata. Hvernig væri, að taka nýjan pól í hæðina næst og reyna að nálgast þetta út frá öðrum forsendum?
![]() |
Enn spurt hvort Ísland muni falla frá stuðningi við Íraksstríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Ömurleg þjónusta á LSH
Mig langar að ræða hér tvennt:
1. Slysadeildin í Fossvogi: Á síðasta rúmu hálfu ári hef ég vísast komið oftar en aðrir Íslendingar á slysadeildina í Fossvogi. Flestar heimsóknir mínar voru hins vegar til lyfjagjafar, eftir að hafa fengið einhvers konar blóðeitrun sl. haust. Fékk ég þann óþverra við að horfa á leik með Liverpool, og síðar sló mér niður, líka meðan ég horfði á Liverpool-leik. Það er greinilega stórhættulegt! En síðan kom til sögunnar smá vesen, t.d. tékk vegna árekstrar og svoleiðis.
Starfsfólkið á Slysó er afar gott og hef ég ekkert út á það að setja. En það er hreinlega bara gæði, en ekki magn. Það er forkastanlegt, að menn þurfi að bíða kannski 6-7 klst. eftir því, að komast að. Og ekki þannig, að það fólk hafi neitt sérstakt að gera þarna á meðan, nema horfa á RUV og lesa gömul tímarit.
Maður hefur undanfarið frétt af fólki, sem hefur beðið 7 klst eftir því að komast að. Ég á hreinlega ekki orð yfir þessu. Þegar ég var þarna síðast sat ég lengi vel við hliðina á konu, sem var með sár á fingri/hendi og þurfti aðeins að sauma nokkur spor. Þegar ég kom þarna um sjö leytið á Þorláksmessu hafði hún þegar beðið þarna í c.a. 3 klst. Hún komst síðan inn um tíu eða hálf ellefu, og kom aftur út eftir c.a. 3-5 mínútur. Ég skil ekki svona forgangsröðun. Það hefði mátt hleypa henni inn, klára dæmið á nokkrum mín. og senda hana heim. Nei, þess í stað þurfti hún að bíða þarna hálft kvöldið, með jólaundirbúninginn eftir.
Sjálfur komst ég inn kl. um 11, ef ég man rétt. Þá var mér ekki lengur illt í hálsinum! Fékk skoðun og talinn hafa fengið smá högg, en þetta ætti að vera allt í lagi. Það reddaði kvöldinu að þá skoðaði mig flottur kvenlæknir, smá sárabót eftir ömurlegt kvöld.
En jæja, það er hreint út sagt óþolandi að sjúklingar á eiginlegri BRÁÐAMÓTTÖKU stærsta spítala landsins þurfi að bíða tímunum saman eftir því að komast að. Þetta er því ekki bráðamóttaka lengur, heldur slysamóttaka - slysó, eins og í gamla daga.
Ég vil einfaldlega mótmæla þessu. Spítalinn hlýtur að geta gert betur en þetta. Þetta er alveg til háborinnar skammar.
2. Spítalinn.
Jæja, læknarnir náðu að tjasla Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra saman. Það var gott. Fékk hann að vera þarna í c.a. viku, ef ég hef tekið rétt eftir, eða a.m.k. hartnær viku. En ekki eru allir jafn lukkulegir með spítalann. Eiginmaður frænku minnar, maður rétt innan við áttrætt, veiktist fyrir rúmlega ári og fór í hjartaþræðingu og eitthvað fleira. Hann hefur verið nokkuð veikur af og til síðan. En nú gerðist það í fyrrakvöld, að hann veiktist illa og var fluttur á spítalann einhvern tíma um miðnætti. (Mamma hringdi í frænku um tíuleytið og þá var hann enn heima, en veikur - og hefur þá verið fluttur á spítalann skömmu síðar.) Hann var síðan sendur HEIM VEIKUR UM KLUKKAN SEX AÐ MORGNI. ÉG ÍTREKA: HANN VAR SENDUR HEIM VEIKUR KLUKKAN SEX AÐ MORGNI...klukkan sex að morgni!! Hann var síðan fluttur aftur á spítalann eftir hádegi, ENN VEIKUR OG MUN VERRI EN ÞEGAR HANN VAR ÚTSKRIFAÐUR.
Hvurslags frammistaða er þetta eiginlega? Af hverju er verið að senda heim veikt fólk, og það mjög veikt gamalmenni? Eru læknarnir gengnir af göflunum? Hvaða fávitaháttur er þarna eiginlega á ferðinni? Eru þeir að reyna að losna við hann í gröfina eða hvað? Það versta er, að þetta er ekki í fyrsta skipti, að þessi sami maður hefur verið sendur heim fárveikur og orðið að leggjast aftur inn eftir nokkra klukkutíma.
Þessi maður hefur borgað skatta og skyldur til samfélagsins í um sextíu ár. Hann hefur alltaf verið dugnaðarforkur, unnið mikið og tekið þátt í uppbyggingu atvinnulífs hér á landi, er iðnaðarmaður. En nú á að henda honum fyrir úlfana. Þetta er farið að minna á Euthenasia nasistanna. Ég vil fá útskýringar á þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Sama gamla tóbakið

![]() |
Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Sekta svona menn og það hressilega
Ég varð einu sinni vitni að svona hraðakstri á Miklubrautinni. Þá lést ungur maður eftir að hafa misst stjórn á bílnum og ekið yfir/gegnum girðinguna og yfir í garð
Þetta er alls ekki fyndið. Þeir sem stunda hraðakstur á götum bæja eiga að fá háa sekt og missa prófið LENGI.
![]() |
Bifreið rakst á umferðarskilti á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Bönnum fóstureyðingar
Haha, nú fá femínistar sjokk, þegar þessi yfirskrift er lesin. En þetta er mikill sannleikur. Ég er algjörlega á móti því að halda stofninum niðri með fóstureyðingum. Það veitir ekki að fjölga ungviðinu aðeins með skipulögðum aðgerðum á lokuðum svæðum, ekki síst þegar kvótinn minnkar og hver einstaklingur skiptir máli.
En síðan segir:
Búnaðurinn, sem er í raun nokkurs konar þungunarpróf, getur greint með verulegri nákvæmni minnstu breytingar í kynhormónum fisksins.
Spurning að setja svona búnað á t.d. fermingarbörnin.
![]() |
Þorskar sendir í þungunarpróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Held að Silvía Nótt sé búin að missa tiltrú fólks
Og ekki bara barnanna.
En auðvitað eru sumir sem trúa enn á hana, sbr. plötusamninginn nýverið. En ég efast um að sú plata muni seljast vel á Íslandi, og varla í Evrópu, eftir framkomu stúlkunnar í Eurovision í fyrra.
En a.m.k. engar Silvíur Nætur á ferð í dag, svo ég hafi tekið eftir. Kannski eins gott.
Ég verð síðan ekki heima í kvöld, kannski best að taka það strax fram.
![]() |
Silvía Nótt hvergi sjáanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Terroristar herja á Kaupmannahöfn
Spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn vill ekki skera á innflutning Dana, úr því svo margir terroristar eru þar, og það af ýmsum toga!
En kannski Frjálslyndir vilji gerast píslarvottar (et. shahid) fyrir málstaðinn eins og þessar ungu stúlkur? Já, eða dansa við boðskap dagsins frá vinum Magnúsar Þórs suður við Miðjarðarhafið?
![]() |
Fundu 38 kíló af kókaíni í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðausturlönd | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Þetta er nú orðin meiri vitleysan!
Þetta er orðið eins og maður sér í amerísku lögguþáttunum; þú kemst auðveldara frá þessu, ef þú gerir díl og ljóstrar upp um félaga þína.
En ef ákæruvaldið hafði svona solid case gegn Baugi og Jón Ásgeiri, af hverju þurfti það þá að fá Tryggva til að fletta ofan af einhverju?
![]() |
Tryggva sagt að staða hans myndi breytast yrði hann samvinnuþýður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Veikasti varnarhlekkur Baugskeðjunnar
Frammistaða Tryggva er ekki sérlega trúverðug. Hann virðist vera hinn veiki hlekkur í varnarkeðju Baugs Grúpp.
1. Þegar menn grípa til DV-aðferðanna, þegar þeir eru komnir með bakið upp að veggnum, er greinilega eitthvað spúki við málstaðinn: "Samsæri, blablabla". Þetta er svona eins og Borgarnesræða Imbu, enda báðar ræður kostaðar af sama aðila, beint eða óbeint. Og fótgönguliðar æpa "Samsæri" í blöðum, bloggi eða annars staðar. Maður fer að halda, að þetta sé einmitt samsæri. En ekki samsæri gegn Baugi, heldur á vegum Baugs. Og ég sem alltaf trúað, að Baugsmenn hafi bara verið að stunda business as usual, eins og gerist meðal stórra fyrirtækja, og verið á móti þessum skelfilega þreytandi málaferlum.
2. Aha, hefurðu tölvupóst sem er óhentugur fyrir mig? Aha, auðvelt að falsa tölvupóst. En voru þá ekki tölvupóstar Jónínu og Styrmis bara fölsun Fréttablaðsins?
Í morgun trúi ég, í fyrsta skipti, að Baugur hafi eitthvað mjög óhreint mjöl að fela. Eða a.m.k. Tryggvi Jónsson.
![]() |
Segir að um samsæri sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)