Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Glæponar í Osló og hér heima
Jæja, löggan í Ósló er ráðþrota gegn glæpamönnum og þarf fólk nú að treysta á einkarekin fyrirtæki til að gæta öryggis síns. ÆÆ. þetta voru slæm skilaboð til Steingríms Joð og félaga í Vinstri grænum og það á sjálfri landsfundarhelginni. Getur verið, að einkarekin fyrirtæki, sbr. Securitas, standi sig þá kannski ágætlega eftir allt saman? Jafnvel betur en t.d. Öryggisfyrirtæki ríkisins (þar sem ein deildin yrði væntanlega Netlögga ríkisins)?
En kannski þarf lögreglan í Osló bara að beita sömu aðferðum og sú íslenska, sem virðist hafa tekið þá stefnu upp, núna undanfarið, að handtaka bara, og stundum berja, húðlitað fólk á Íslandi og hyggst þannig koma í veg fyrir glæpi. En hvað segirðu Stefán Eiríksson? Ég trúi ekki að þú sért búinn að koma þér upp kynþáttalöggu? Hvað er eiginlega í gangi?
![]() |
Óslóarlögreglan næsta ráðþrota gagnvart aukinni glæpatíðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Auglýst eftir hjákonustunti

![]() |
Hjákonustaðgengill óskast til að þola barsmíðar eiginkonunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Vinstri grænar fá listabókstafinn V
Já, það kemur ekki á óvart, að VG hafi nú sótt um og fengið listabókstafinn V, sem áður tilheyrði Kvennalistanum. Það á reyndar ágætlega við, en nú er það komið fram, sem margir óskuðu sér hér áður, að karlmenn fengju að taka þátt í starfi Kvennalistans. En hins vegar má nefna, að V-merkið er áberandi í merki flokksins, svo e.t.v. er það hin eiginlega skýring.
En hvernig stendur á því, að í stjórn VG séu þrjár konur og aðeins einn karl? Hvernig passar það við kerfið hjá VG?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Að henda peningum í ruslið?
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Innrás í Íran?
Hvaða heilvita manni dettur það í hug? Innrás í Íran? Það yrði meiri hörmungin. En ef menn hafa á annað borð í hyggju að reita einhverjar fjaðrir af klerkastjórninni í Íran, yrðu staðbundnar loftárásir, eða árásir með tomahawk eða slíkum flaugum fyrir valinu. En árásum USA á Íran, yrði nær ábyggilega svarað með árásum Hizb'Allah á Ísrael, en Hizballar hafa nú á síðustu misserum verið að byggja upp öflugt vopnabúr rétt norður af gæslusvæði UNIFIL. Í öllu falli myndi árás á Íran leiða til stríðs í Miðausturlöndum - og þá í víðara samhengi en bara hvað snertir Íran.
![]() |
Sarkozy andvígur hernaðaraðgerðurm gegn Írönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Stjórnmálaskoðanir mínar
Jæja, Björn Ingi Hrafnsson og Hjörtur J. Guðmundsson hafa verið að benda fólki á að tékka á pólítískum skoðunum sínum, eða pólítískri flokkun frekar. Ég tók þetta próf, sem Hjörtur bendir til viðbótar við þetta langa sem Bingi nefnir. Niðurstaðan er til vinstri. Ég hélt reyndar að ég væri íhaldssamari, en er þetta ekki bara ágætt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Battlefield Stalingrad og Hafnarfjörður
Jæja, var að horfa á Battlefield Stalingrad, einn af þáttunum í frábærri þáttaröð Discovery Channel um seinna stríðið. Á orðið nokkuð safn af þessum þáttum.
Stalingrad, nú held ég Volgograd aftur, liggur á afar hernaðarlega mikilvægu svæði, norðan Kaspíahafs, á bökkum Volgu, mesta fljóts Evrópu. Þar stóð forðum virki Khazara, fyrsta heimsveldisins á þessu svæði, en síðar stóð þar Tsaritsyn, mikilvægasta borg Rússa á þessu svæði norðan Kaspíahafs - haf Khazera. Þar voru bækistöðvar uppreisnarliðs hvítliða í rússneska borgarastríðinu, einskonar bráðabirgðahöfuðstaður, þar sem hvítliðaforinginn Deníkín sat. Síðan varð borgin kölluð Stalíngrad, eftir foringjanum mikla. Það var í þessari borg, sem úrslit seinna stríðs voru ráðin. Eftir hrakfarir Þjóðverjar þar, var stríðinu nánast lokið, eða amk áttu Þjóðverjar sér ekki viðreisnar von eftir það.
Nú er hins vegar barist um annan hernaðarlega mikilvægan stað, Hafnarfjörð, eða Kratagrad. Þar stendur til að stækka álverið í Straumsvík, með gríðarlegum fjárhagslegum arði fyrir hið skuldsetta bæjarfélag, en á móti standa umhverfisverndarsinnar, sem af ástæðum, sem sumar "meika sens" en aðrar ekki, vilja hindra stækkun og á endanum loka verksmiðjunni c.a. 2024, enda sé út úr korti að hafa verksmiðju inni í miðju bæjarfélagi.
En setjum málið upp þannig, að ef stækkun álversins verði samþykkt í atkvæðagreiðslu bæjarbúa, er ljóst, að "stríð" umhverfisverndarsinna býður mikinn hnekki, en álverssinnar og aðrir þeir, sem telja afkomu bæjarbúa og fyrirtækja þar skipta meira máli en t.d. sjón- og e.t.v önnur mengun af álverinu, munu fagna.
Einnig ber að hafa í huga, að Samfylkingin virðist mjög alvarlega klofin í málinu, en hún er við stjórn bæjarins. Sjálfstæðis- og þessir nokkru framsóknarmenn eru vísast hliðhollir stækkun, en VG á móti og hafa Vinstri grænar nú lagt mikið undir, og sett stórskotaliðið, Ögmund Jónasson og Guðfríði Lilju, í tvö efstu sætin í Kragakjördæminu. Kosningin um álverið í Straumsvík er því hugsanlega upphitun fyrir kosningarnar í Kraganum og mun vísast hafa mikil áhrif á gengi VG þar, á hvorn veginn sem fer.
![]() |
Athugasemdir gerðar við málflutning Hags í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Barcelona og þjóðernishyggja í fótboltanum
Hið forna "stórveldi" Athletic Bilbao er komið að fótum fram og fór niður í logum gegn Barcelona. Ok, AB var nú aldrei beinlínis stórveldi, en var hér fyrir nokkrum árum í baráttunni á toppnum. Nú liggur leiðin niður, beint niður um deild.
Bilbao-liðið er frá samnefndri borg í Baskalandi á Spáni. Baskaliðin hafa jafnan verið þó nokkur í efstu deild, en meðal þeirra er Real Sociedad þekktast. Það síðarnefnda hefur reyndar verið nokkuð skárra upp á síðkastið, en er nú einnig að hrynja. Því stefnir allt í, að frægðarsól Baskaliðanna sé sest. (Kortið til hliðar skilst mér að sé af hinu "official" Baskahéraði á Spáni).
En af hverju? Jú, bæði þessi lið þrífast á þjóðernishyggju.
Real Sociedad hefur þá reglu, að ráða aðeins baskneska drengi til liðsins og ala þá upp. Þeir hefðu því t.d. ekki mátt kaupa Cesc Fabregas, svo nokkuð sé nefnt. Þeir verða því að byggja styrkleika liðsins á blöndu af Böskum og útlendingum, helst innan ESB, því í spænsku 1. deildinni mega aðeins vera 3 leikmenn frá löndum utan ESB. Ólíkt mörgum öðrum liðum hafa Real Soc. verið að fá t.d. til sín Balka og Tyrki, s.s. Darko Kovacevic og Tyrkjann Tuncay. Flest önnur lið láta S-Ameríkumenn fylla þennan kvóta. En a.m.k.: gallinn við þetta skipulag er, að þega góður innlendur leikmaður er seldur, hættir keppni vegna aldurs eða hættir fótboltaiðkun, er orðið erfitt að manna stöðuna með Baska, sem eru hættir að skila sér jafn vel og áður. Þ.e. endurnýjunin er ekki jafn ör og góð og áður var. Og Real Sociedad hefur orðið að selja nokkra sína bestu menn, t.d. Xabi Alonso til Liverpool. Og jafnvel þótt liðið gæti reynt að fá ódýran leikmanní staðinn frá ESB-ríkjum, gæti það reynst erfitt, því þjóðernishyggja Baskanna er það rótgróin, að stuðningsmenn liðsins myndu aldrei samþykkja það fyllilega, að Baskar væru ekki meiri hluti liðsins. (Að ofan: Fáni Baska)
Þetta er jafnvel enn verra hjá Athletic Bilbao. Þar þurfa ALLIR leikmennirnir að vera Baskar. Engir útlendingar, engir Spánverjar aðrir. Aðeins Baskar (en t.d. Frakkinn Lizerazu, sem er af Baskaættum, kom til greina meðan hann var í gangi -- Baskar gera einnig tilkall til svæða í Frakklandi, sjá kortið hér til hliðar). Þeir hafa því átt í erfðileikum með að halda velli, þó vissulega sé betri framleiðsla þar en hjá Real Sociedad af efnilegum Böskum. Upp á síðkastið hefur sú framleiðsla ekki verið að skila sér, og t.d. þegar Asier del Horno var seldur til Chelsea, reyndist arftaki hans ekki af sama styrkleika. Vandamál liðsins sjást m.a. á því, að lykilleikmenn liðsins, t.d. Urzaiz, eru orðnir gamlir, og voru upp á sitt besta um eða fyrir 2000.
Það merkilega er, að þjóðernishyggja er reyndar engu síðri í Katalóníu, eða a.m.k. ekki svo frábrugðin. Katalónar hafa reyndarfengið fleiri baráttumálum sínum framgengt en Baskar, og því hefur þjóðernishyggja þeirra aðeins róast. En hún býr undir niðri.
Það merkilega er, að þjóðernissinnaðir Katalónar líta ekki svo á, að sitt helsta lið, Barcelona, þurfi að vera meira eða minna skipað heimamönnum. Þeir líta svo á, að mikilvægara sé, að liðið sé skipað heimsklassa leikmönnum, sama af hvaða þjóðerni þeir séu, þó vissulega þurfi heimamenn að eiga mikilvæga fulltrúa í liðinu. Það er því árangur liðsins, sem skiptir máli, en ekki þjóðerni leikmannanna, ólíkt því sem viðgengst í Baskalandi.
En hvernig þjóðernishygga er þetta? Hér forðum vildu Íslendingar ekki fá hingað aðra útlendinga en þá, sem væru af norrænu blóði og skyldir Íslendingum, þeas Norðmenn, Dani og jafnvel Þjóðverja. Aðrir stofnar, eins og t.d. Gyðingar og Pólverjar, voru því ekki æskilegir, amk meðan þessi stefna var ráðandi. Hingað komu nánast engir "framandi útlendingar" fyrr en á síðustu 2 áratugum. Áður voru þeir mjög fáir, nú eru þeir mjög margir.
Ergo: áður fylgdum við þjóðernishyggju að hætti Baskamanna, fyrst A. Bilbao (engir útlendingar!), síðan aðeins nytsamir útlendingar af "skyldu" þjóðerni (R. Sociedad). Þá var árangurinn heldur ekki sérlega góður, þó það hafi kannski ekki verið þjóðerniskennd að kenna.
En núna skiptir hér meira máli að ná árangri, burtséð frá því hvers þjóðar vinnuaflið er, rétt eins og hjá Barcelona. En eins og á Spáni, mega hér ekki vera of margir af "mjög framandi" þjóðerni!
![]() |
Auðveldur sigur hjá Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Frábær brandari: Tannlækningar í heimahúsi
Ég skal viðurkenna, að ég fíla svona húmor alveg í botn. Ég er reyndar ekki alveg saklaus af svona löguðu, sendi nokkrar smáauglýsingar svipaðs eðlis í DV í gamla daga. M.a. var einn vinur minn að gefa nýlegan ísskáp, annar að losa sig við nýlegt VHS tækið sitt mjög ódýrt, osfrv. Ein vinkona mín var síðan sek um að auglýsa fyrir vinkonu sína, að hún væri til í að vera "escort" fyrir auðuga, eldri menn á viðskiptaferðum erlendis. Síminn stoppaði ekki! Sjálfur auglýsti ég eitthvað svipað einu sinni. Síðan auðvitað átti maður þátt í, með öðrum, að ræna brúðinni í brúðkaupsveislunni, og krefjast lausnargjalds, t.d. undirritaðri yfirlýsingu um að guminn héti því að strauja skyrturnar sínar sjálfur, osfrv.
Margt er því hægt að bralla, sé vilji fyrir hendi. En þessi auglýsing sló þetta allt út. Stór auglýsing með mynd, og þetta var afar trúverðugt þá, þó eftir á að hyggja sé maður gramur sjálfum sér fyrir að hafa ekki fattað djókið.
En ég vek síðan athygli á, að Sigurgeir Orri hér á blogginu kynnir sig sem áhugaskurðlækni. Hmmm, jæja.
![]() |
Tannlækningar í heimahúsi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Vinstra brosið í Samfó
Eru hægri kratar að flýja Samfó? Ok, við höfum bara tvo "þungavigtarkappa" hér, þá fóstbræður Jón Baldvin og Jakob Frímann, en hér á blogginu held ég að Ómar bloggfélagi falli undir þetta, þó ég viti í raun voðalega lítið um hans pólítísku skoðanir, en ég veit að hann var krati, skilst mér á öðrum bloggunum, en vill ekki kjósa Samfó, alls ekki. Ég var að horfa á Jakob í Silfrinu og staðfesting það, sem maður grunaði, að hægri kratarnir úr gamla Alþýðuflokknum séu óánægðir í Samfó.
Það kemur svosem ekkert á óvart. Samfó hefur verið að færast til vinstri. Ég veit jafnvel um nokkra hægri krata sem eru í vandræðum vegna þessa. Þeir vilja halda trúnað við Samfó, en eiga svolítið erfitt með það og myndu jafnvel frekar kjósa Jón Baldvin í einhvers konar hægri-krata framboði, jafnvel undir merkjum gamla Alþýðuflokksins.
En það besta við þetta er, að maður hefur frétt af ýmsum krötum, sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, sumir hverjir fyrst og fremst til að refsa Samfó fyrir vinstra brosið. En ég veit bara um einn sjálfstæðismann, sem ætlar að kjósa Samfó, það er Ellert B. Schram, þó hann sé nú hugsanlega orðinn krati. Og síðan er Reynir Harðarson í CCP, sem segist enn vera sjálfstæðismaður en er í framboði fyrir Samfó. Spurning hvað hann ætlar að kjósa?
En nú bara að fá fleiri hægri-krata til að kjósa eina hægri-flokkinn á Íslandi í vor.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)