Föstudagur, 8. desember 2006
Lúðvík Hermannsson?
Þetta er nú allt hið furðulegasta mál og skil ég eiginlega ekki af hverju Denni og co hafa reynt að standa í vegi fyrir, að sannleikurinn komi fram, hver svo sem hann er. Lúðvík gerir víst engar arfkröfur, þannig að þetta snýst aðeins um hið rétta í málinu og e.t.v. glansmynd skilgetinna Hermannsbarna af föður sínum. En ekki skemmir fyrir sækjanda, að Lúðvík er nánast eins og Steingrímur í útliti.
Ég heyrði þá sögu, ættaða frá konu sem starfaði víst sem einhvers konar heimilishjálp, að eigin sögn, hjá Hermanni Jónassyni, þegar hann var orðinn lúinn og lasinn. Hún sagðist hafa haft á orði við eiginkonu hans, að hún sinni manni sínum vel og greinilega hafi hjónaband þeirra verið ástríkt og traust. Frú Vigdís (hét hún ekki Vigdís Steingrímsdóttir? man það ekki lengur) sagði það jafnan hafa verið, ef ég man söguna rétt, en hins vegar hafi hún næstum hafa skilið við kallinn, þegar hann eignaðist lausaleikskróann.
Þetta er auðvitað bara lausaleikssaga um lausaleikskróa, og sel ég hana ekki dýrara en ég keypti.
![]() |
Fær að leiða systkini sín sem vitni fyrir rétt í faðernismáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. desember 2006
Skoðanakönnun Mannlífs
![]() |
Vinstri grænir auka fylgi sitt um 10 prósentur samkvæmt skoðanakönnun Mannlífs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. desember 2006
Þjóðernisvarnir og innflutningur útlendinga
"Útlendingavandamálið" er alls ekki nýtt af nálinni á Íslandi; áður var það aðeins huglægt, ekki landlægt. En forðum var annar tíðarandi og ólík viðhorf, og Íslendingar fordómafylltri gagnvart framandi útlendingum en nú er.
Á Íslandi var búseta útlendinga bönnuð frá 1490 til 1787 og aðeins með ströngum skilyrðum fram til 1855. Eftir að innflutningur útlendinga var lagalega séð frjáls með tilkomu stjórnarskrár Íslands 1874, þegar takmarkanir á búsetu af trúarlegum ástæðum voru afnumdar, höfðu Íslendingar þó þann vara á sér, að hleypa hingað aðeins þeim mönnum, sem orðið gætu landinu til uppbyggingar.
Íslendingar voru hrein, norræn þjóð (a.m.k. að eigin mati) og vildu halda þeim einkennum sínum, en ekki smita þjóðina af framandi ætterni. Tryggvi Þórhallsson, ritstjóri og síðar forsætisráðherra, virðist hafa höggvið nærri hinum almennu viðhorfum Íslendinga um útlendinga, þegar hann reit eftirfarandi í Tímann:
Aðalvandkvæðin fyrir Íslendinga, ef þeir vilja vernda séreðli sitt, eru einmitt þessi, að landið er svo auðugt, að fámenn þjóð virðist tæplega getað ráðið við alt það, sem lagt er upp í hendur hennar. Ekki er ósennilegt að fólk leiti hingað frá öðrum löndum. Það þarf ekki iðnaðinn til. Sjávarútvegurinn reynir fyr en varir að draga til sín starfsafl frá útlöndum. Og mörgum sveitabændum mun koma hið sama í hug.
Tryggvi lagði til, að helst yrði leitað fanga á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada og heimflytjendur þaðan boðnir velkomnir með hlunnindum. Vænlegasti innflutningur útlendinga væri að sjálfsögðu fólk af íslenskum stofni. Í annan stað væru frændur okkar Norðmenn, sem bæði laga sig vel eftir skilyrðum landsins og eiga auðvelt með að verða hold af holdi íslensku þjóðarinnar." Síðan kæmu fjarskildu frændurnir" Danir, Þjóðverjar og Bretar, en aðrar þjóðir töldust víst í hópi óæskilegra útlendinga. Annars taldi höfundur enga bráða hættu stafa að þjóðerni Íslendinga og því bæri að svala hungri og þorsta landsmanna að flytja inn erlent vinnuafl, til að opna auðlindir landsins."[1] Tryggvi bætti við: Eins og fyr hefir verið sannað, hljótum við að fá innflytjendur. Vandinn er sá að fá eftirsóknarverða menn, sem hverfa inn í íslensku þjóðina, og efla hana með því að verða hold af hennar holdi. Hinsvegar stendur þjóðerninu hætta af þeim innflytjendum, sem ekki læra tungu þjóðarinnar, allra helst ef þeir telja sig beitta óeðlilegum höftum, og mynda einskonar nýlendu utan við hið íslenska þjóðfélag og í andstöðu við það."[2] Íslendingar voru af norrænu ætterni og ætluðu helst ekki að leyfa innflutning of margra af fjarskyldu þjóðerni.
Komu merki þess meðal annars fram á Alþingi Íslendinga 1903, þegar Valtýr Guðmundsson flutti þingsályktunartillögu um fólksflutninga til Íslands", sem varð svo að lögum. Þannig buðu Íslendingar til sín innflytjendum frá Noregi, enda væru þeir skyldastir Íslendingum í þjóðerni og menningu. Innflutningi finnskra bænda var hins vegar hafnað, enda væru þeir framandi þeim norrænu mönnum, sem byggju hér á landi.[1] Jónas landlæknir Jónassen var einn þeirra, sem amaðist við innflutningi Finna, sem aldrei myndu samlagast ísl[ensku] þjóðerni." Þeir myndu hafa mjög ill áhrif á þjóðina, fyrst og fremst af því, að megnið af því fólki, sem inn flyttist, mundi verða tómt rusl. Það kynferðið mundi blandast saman og hafa í för með sér ýmsa ósiði og ef til vill sjúkdóma."[2] Eitthvað hefur þingmönnum blætt finnski þjóðflokkurinn í augum, því Valtýr leiðrétti sjálfan sig og sagði, að með þessu ákvæði um Finna, var ekki átt við hina eiginlegu Finna, heldur hina sænsku talandi Finna, sem byggja alla strandlengjuna í Finnlandi."[3] Þannig var það gjört ljóst, að samhliða því að útlendingar festu hér rætur og gengju inn í þjóðina, urðu þeir að vera ákveðnu marki brenndir. Við sjáum hér koma fram þá stefnu, sem var ríkjandi á Íslandi fram á hin síðustu ár, að Íslendingar væru norræn þjóð og helst aðeins fólk af skyldum þjóðstofnum fengi að tilheyra henni.
Í umræðum á Alþingi 1927 um atvinnurétt útlendinga á Íslandi kom það enn og aftur í ljós, að útlendingar voru að sönnu velkomnir, en þá aðeins ef þeir settust hér að til frambúðar og væru af norrænum uppruna. Bernharð Stefánsson og fleiri óttuðust, að innflutningur útlendinga gæti skemmt íslenska kynstofninn. Þingmenn voru þó sammála um það, að Danir og Norðmenn teldust engin ógnun við þjóðernið, en hins vegar væri hætta á að hefjast myndi innflutningur Pólverja, Rússa og annarra álíka fjarskyldra þjóða, ef bændum yrði leyfð sú undanþága að mega ráða sjer erlend hjú."[4] Héðinn Valdimarsson var einn þeirra sem lýsti yfir hvað mestum ótta við slíkan innflutning. Danir og Frakkar hefðu flutt inn Pólverja í stórum stíl, enda væru þeir bæði ódýrt og gott vinnuafl. Hins vegar hefðu pólsku verkamennirnir dregið úr þjóðinni vegna margvíslegra bresta sinnar.[5] Flestir þingmenn töldu þó, að enga hættu stafaði af Pólverjum vegna þess, að íslenskir bændur myndu aldrei flytja inn slíkt fólk til landsins. Ekki fer hjá því, að hér hafi fordómar blandast inn í umræðuna, en í ljósi tíðarandans kemur það kannski ekki á óvart.
En útlenda hættan var ekki eingöngu bundin við atvinnusókn erlendra manna, heldur biðu spillingaröflin færis við landhelgi Íslands og þráðu víst ekkert frekar en það, að smita Íslendinga af einhverju óæskilegu. Finnskir sjómenn, sem reynt höfðu að kaupa íslenskan fisk í höfn eða jafnvel utan landhelgi Íslands 1932, voru til að mynda sendir í burtu að ráði landlæknis. Ástæðan var einföld: Finnskir sjómenn væru vafalaust smitberar næmra sjúkdóma og gilti það engu, þótt finnskur læknir væri staðsettur á miðunum, til að annast um og varðveita góða heilsu sjómannanna. Urðu nokkur bréfaskrif milli finnska ræðismannsins á Íslandi og íslenskra stjórnvalda, þar sem sá fyrrnefndi gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðir þeirra. Ásgeir forsætisráðherra Ásgeirsson tók þó vel í málið, því landsmenn myndu hagnast á viðskiptum sínum við Finna, en þó afréð ríkisstjórnin að stöðva þessi viðskipti, að kröfu landlæknis, enda væru Finnar dularfullur kynstofn og ósamræmanlegur þeim íslenska.[6]
En hvað ætli Tryggvi, Jónas landlæknir og Vilmundur landlæknir og margir fleiri áhrifamenn myndu segja nú, þegar Pólverjar og aðrir "framandi útlendingar", búa hér í þúsundavís?
[1] Þjóðernisvarnir", Tíminn 9. ágúst 1919.
[2] Enn um þjóðernisvarnir", Tíminn 23. ágúst 1919. (Leturbreyting).
[1] Stjórnartíðindi 1903, 334.
[2] Alþingistíðindi 1903, 687-689,
[3] Sama heimild, 690.
[4] Alþingistíðindi 1927, 162-163.
[5] Sama heimild, 167, 177-178.
[6] ÞÍ. DR. db. 7/807: Ýmis skjöl.
Saga | Breytt 11.12.2006 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Snobb
Ef þetta er "hneyksli", hvað var þá Watergate? Þetta er enn eitt dæmið um hjákátlegan hugsunarhátt. Hvað með það þó fleiri en ein kona sé í sama eða svipuðum kjól í móttöku? Sýnir það ekki bara, að konur þessar voru með góðan smekk og fylgdust með nýjustu tísku?
Hvert stefnir heimurinn eiginlega, ef þetta er hneyksli?
![]() |
Kjólahneyksli" í Hvíta húsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Einn í röngum flokki
Kristinn H. Gunnarsson virðist alltaf vera á móti öllu, sem ríkisstjórnarflokkarnir ákveða, enda er hann í röngum flokki. Gamli Allaballinn á auðvitað að vera í nýja allaballaflokknum, þar sem allir eru (nánast) alltaf á móti öllu. En erfitt að kenna gömlum hundum að sitja!
![]() |
Kristinn andvígur frumvarpi um RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Samsæri þagnarinnar?
Upp á síðkastið hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, rætt nokkuð um áhrif eigenda fjölmiðla á fréttaflutning þeirra. Ég hef lítið fylgst með þessari umræðu, en lesið það sem Guðmundur hefur skrifað. En nú hófst þessi fimmtudagsmorgunn á því, að taka aðeins til á skrifstofunni, fjarlægja gömul ljósrit, sem ég er búinn að nota eða mun ekki nota, skila bókasafnsbókum og þess háttar. En þar rakst ég á merkilega grein, sem ég hafði af einhverjum ástæðum ljósritað, þegar ég las gömul blöð vegna ákveðins verkefnis, en síðan hent beint í stóra ljósritabunkann og ekki skipt mér meira af. Innihald þessarar greinar snýr einmitt að því, að eigendur fjölmiðla, beint eða óbeint, hafa áhrif á fréttaflutning þeirra, með einum eða öðrum hætti.
Höfundur greinarinnar hefur mál sitt á að segja:
Undanfarin misseri hefur ýmsum orðið tíðrætt um hlutverk fjölmiðla í íslensku þjóðfélagi og möguleika þeirra til að fjalla um atburði og málefni á gagnrýnan hátt. Umræðan hefur einkum beinst að þeim skorðum sem stjórnvöld og aðrir aðilar setja fréttaflutningi og málsmeðferð í fjölmiðlum. Ritstjórar og blaðamenn hafa bent á takmarkaða upplýsingaskyldu stjórnvalda, sjálfdæmi embættismanna, hvað snertir fréttir af athöfnum þeirra, leyndarkvaðir á opinberum gögnum og fjölmörg önnur atriði sem hindra opna umræðu um málefni þjóðarinnar.
Þetta gæti í raun átt við í dag, annars vegar hvað snertir "hleranamálið" svokallaða og starfsemi íslenskrar leyniþjónustu, og hins vegar áhrif eigenda ýmissra fjölmiðla, þó einkum Fréttablaðsins, sem hefur um hríð leynt og ljóst gengið erinda aðaleigenda sinna í dómsmáli, sem þeir hafa staðið í. Greinarhöfundur heldur síðan áfram og talar um samsæri þagnarinnar, þegar forvígismenn fjölmiðla neita að fjalla um ákveðin mál -- láta sem þau séu ekki til, eða með öðrum hætti sniðganga þau, ef tekið er tillit til, að þau ættu, alvarleikans vegna, að fá töluverða umræðu.
Hinni gagnrýnu og rannsakandi blaðamennsku er meðvitandi einungis beint í tilteknar áttir. Sumum áhrifamiklum aðilum er algerlega hlíft við hinu gagnrýna ljósi. Það er því ekki nóg að benda á skorður hins opinbera, þótt bölvaðar séu, stjórnendur fjölmiðla verða einnig að hafa manndóm til að líta í eigin barm og ástunda hlífðarlausa sjálfsgagnrýni. Þeir eru ekki stikkfrí.
Höfundur tekur síðan fjölmörg dæmi um þetta sama frá Bandaríkjunum, þar sem stjórnvöld og auðkýfingar komist "stikkfrí" frá rannsóknarblaðamennsku (tekið skal fram, að þessi grein er skrifuð hálfum áratug eða meira frá Watergate!) og hinu gagnrýna ljósi. Þetta eigi sér líka stað á Íslandi. "Hefur máttur auglýsingafjármagnsins hindrað umfjöllun um málefni íslenskra stórfyrirtækja? Hvaða fyrirtæki hafa svo sterka markaðsaðstöðu, að þau geta treyst því að fjölmiðlarnir takmarka sjálfkrafa umfjöllun um málefni þeirra?" Fjölmiðlarnir "virða því í reynd mátt fjármagnsins og vilja stjórnvalda, þeir forðast fjölmarga viðkvæma málaflokka."
Nú, síðan gerist það, að um 25 árum síðan reyna stjórnvöld á Íslandi að setja fjölmiðlalög, þar sem reynt var að takmarka eignarhald fjársterkra einstaklinga á fjölmiðlum, einmitt með það í huga, m.a., að takmarka eða hindra "samsæri þagnarinnar." Þá hefði mátt ætla, að ofangreindur greinarhöfundur færi í fararbroddi þeirra, sem væru hlynntir því, að stórfyrirtæki og auðkýfingar gætu ekki ráðskast með fjölmiðla í eigin þágu, í eigin hagsmunaskyni. Nei, umræddur greinarhöfundur var þá orðinn forseti Íslands og neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög þessi. Skyndilega var máttur stórfyrirtækjanna mikilvægari en hagsmunir lesendanna. Já margt gerist á 25 árum.
Sjá: Ólafur Ragnar Grímsson: "Hin sjálfvirku bönn - frelsisskerðing í fjölmiðlum", Þjóðviljinn 5. mars 1977.
Saga | Breytt 11.12.2006 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. desember 2006
David Bronstein (1924-2006)
Fyrrverandi áskorandi um heimsmeistaratitilinn í skák, David I. Bronstein (félagi í Taflfélagi Reykjavíkur) lést í gær, 5. desember, í Minsk í Hvíta-Rússlandi, skv. fréttum.
Andlát Bronsteins (f. 1924 nærri Kiev) spurðist út í morgun á Chessclub.com, sem rekur internet skákklúbbinn ICC. Menn voru ekki vissir hverju skyldi trúa, uns þessar fréttir fengust staðfestar.
Með Bronstein er farinn einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður sögunnar. Eftir hann liggja meðal annars tvær bækur í ísl. þýðingu, tveggja binda verkið Baráttan á borðinu. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands og tefldi m.a. í Deildakeppni Skáksambands Íslands fyrir Taflfélag Reykjavíkur.
Blessuð sé minning hans
Skák | Breytt 7.12.2006 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. desember 2006
Porto - Arsenal í kvöld
Leikurinn í kvöld gæti orðið spennandi. Okkur nægir jafntefli, en það er jafnan erfitt að spila upp á jafntefli, það vita skákmenn allra manna best.
Wenger segir, að Walcott litli fái fleiri tækifæri með aðalliðinu, nú þegar Henry er "meiddur", en er ekki tilbúinn að færa hann frá vængnum í framlínuna, þar sem hann spilar m.a. með England U-21 landsliðinu, en það sagðist hann myndu gera í framtíðinni, um það bil þegar hann keypti hann. Strákurinn sé annars ekki sami leikmaður og í janúar, þegar hann var keyptur. En höfum í huga, að Henry var vængmaður þegar Wenger keypti hann og gerði að framherja. En annars held ég að "meiðsli" Henrys sé ekki aðeins í höfðinu á honum, heldur inni í höfðinu á honum. Grunar að hann sé orðinn þunglyndur eða eitthvað svoleiðis. Það, að honum sé illt í hnakkanum eða hálsinum, getur varla þýtt mánuð utan liðsins. Það hlýtur eitthvað meira að vera að. En Wenger hefur engar áhyggjur, því Adebayor, van Persie, Walcott og aðrir ungir leikmenn muni sjá um að skora mörkin. Sjálfur telur Henry, að Cesc Fabregas muni skipta sköpun fyrir liðið, hann muni sjá um að vinna leikina.
Nú, auk Henrys eru langtímameiðslahrókarnir Lauren og Diaby enn meiddir, en Rosicky meiddist síðan nýlega og verður ekki með út árið. Síðan er Gallas víst enn meiddur og spurning með Senderos. Og Ljungberg er síðan alltaf meiddur, líka þegar hann er ómeiddur. Porto ku aðeins eiga við lítilsháttar meiðslavandræði og gætu komið bandbrjálaðir til leiks.
Líklegt lið, að mínu mati:
Lehmann
Eboue, Toure, Senderos/Djorou, Clichy
Hleb, Fabregas, Silva, Flamini, v.Persie
Adebayor
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. desember 2006
Vonbrigði


![]() |
Forseti Íslands og Svíakonungur verndarar nýs fræðasafns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt 11.12.2006 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. desember 2006
365 Media Group
Jæja, nú heldur farsinn um 365 áfram. Fjársterkir menn berjast þar greinilega um yfirráðin, ekki endilega af því að mikil gróðavon sé svosem fyrir hendi, nema hvað það er alltaf sterkt að eiga slíkan fjölmiðarisa, eins og sést hefur vel undanfarið og löngum áður, þegar eigendur fjölmiðla beita þeim fyrir vagn sinn. Þetta hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, m.a. fjallað um síðustu misseri, t.d. þar og hér, hvað snertir gamla Tímann, og hér hvað snertir Fréttablaðið.
En ég vil benda á eitt smáatriði, nefnilega það, að 365 mun varla verða sterkt útrásarfyrirtæki, amk ekki í Englandi og undir sama nafni. Ég hef nefnilega fengið reglulega tölvupósta frá 365 Media Group, sem rekur m.a. vefritið Teamtalk og hefur gert um nokkra hríð. Ég þekki þar ekki vel til, og veit ekki hverjir eiga hverja, en sendandi þessara fréttapósta skráir sig "365 Media Group", svo mikið veit ég. 365 á Íslandi getur e.t.v. leikið sér í Danmörku, en fyrirtækið gæti lent í vandræðum, reyni það að skrá þetta nafn sitt í Englandi og reka þar einhverja starfsemi. Kannski væri betra að kalla þetta bara Baugur-Fons Media Group
![]() |
Straumur Burðarás selur allan sinn hlut í 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)