31. janúar í sögunni

Af Wikipedia og fleiri stöðum:

1504: Frakkar eftirláta Aragon (ríki á hluta Spánar) ítalska ríkið Napóli.

1747: Fyrsta kynsjúkdómaklíníkið opnar í London.

1876: Bandaríkjastjórn skipar öllum indjánum að flytjast á verndarsvæði.

1915: Þjóðverjar nota eiturgas gegn Rússum. Eiturvopnaöldin hefst.

1917: Þjóðverjar tilkynna takmarkalausan kafbátahernað.

1929: Trotskí rekinn í útlegð frá Ráðstjórnarríkjunum.

1946: Stjórnarskrá Júgóslavíu samþykkt, grundvölluð á þeirri sovésku. Skv. henni eru sex sjálfstjórnarlýðveldi stofnuð: Serbía, Króatía, Slóvenía, Bosnía-Hersegóvina, Svartfjallaland og Makedónía.

1950: Truman Bandaríkjaforseti tilkynnir áætlun um smíði vetnissprengjunnar.

1953: Yfir 1.800 manns látast í flóðum í Hollandi.

1958: Fyrstu bandaríski gervihnötturinn fer í loftið.

1990: McDonald's opnar fyrsta veitingastað sinn í Moskvu.

2005: Barnaperraréttarhöld Mikjáls Djakksons hefjast í Kaliforníu.

 

Fæddir:

1686: Hans Egede trúboðsprestur í Noregi.

1797: Franz Schubert tónskáld

1902: Alva Myrdal, nóbelsverðlaunahafi og stjórnmálamaður í Svíþjóð.

1938: Beatrix Hollandsdrottning.

1981: Justin Timberlake söngvari

og mikill fjöldi minniháttar leikara, söngvara, tónlistarmanna og annarra "celebs".

 

Látnir:

1561: Menno Simmons, stofnandi hinna kalvínísku Mennónítakirkju

1606: Guy Fawkes, plottari

1892: Charles Spurgeon prédikari.

1945: Eddie Slovik hermaður. Tekinn af lífi fyrir liðhlaup.

1974: Samuel Goldwyn kvikmyndaframleiðandi

og nokkir nóbelsverðlaunahafar og ýmsir aðrir þekktir.

 


Sverrir: Glæpamenn í Frjálslynda flokknum

sverrirÍ Fréttablaðinu segir í dag, á bls. 4, frá Sverri Hermannssyni, stofnanda Frjálslynda flokksins. Yfirskrift greinarinnar er: "Sverrir verður enn í flokknum".

En ástæða þess ku vera, að á "nýafstöðnu landsþingi var Sverrir endurkjörinn í fjármálaráð flokksins." Síðan er vitnað í Sverri:

Ég hef verið í fjármálaráði flokksins frá byrjun og ég var kosinn í það áfram... Það var vegna þess að það fannst enginn í nýju fylkingunni með nógu gott sakavottorð til þess að fara þar inn.

Góður þessi hjá Sverri! En getur hann ekki bara sagt sig úr fjármálaráðinu?


mbl.is Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og smokkarnir

Ég heyrði eina góða sögu í morgun og verð að láta hana vaða. Sagan er svona:

Steingrímur Hermannsson hafði verið að vinna lengi frameftir á laugardagskveldi og stoppaði í sjoppu. Þar var feimin afgreiðslustúlka á vakt, og frændi hennar á skrifstofunni fyrir aftan. Denni kom þarna inn og sagði, dauðþreyttur eftir langa vakt, bæði hratt og næsta óskýrt: "Sunnudagsmoggann, takk". Stúlkan eldroðnaði og hljóp nánast skelfingu lostin inn bakatil og bað frændann (sem sagði mér þessa sögu í morgun), að afgreiða manninn. Hún gæti það alls ekki. Þegar afgreiðslunni var lokið spurði frændinn hvað hefði hrætt hana svo, svaraði hún: "Ja, hann var að biðja um smokka".


Geir: Svona fólk lifir í Undralandi!

Já, deilur um efnahagsmál á Alþingi. Ingibjörg hjólaði í Geir forsætisráðherra Haarde, sem svaraði fyrir sig af hörku og sagði, að fólk sem svona tali lifi í Undralandi. Engin furða. Imba hjólaði vopnlaus í Geir. Þetta virðist ekki vera með eindæmum, hversu Ingibjörgu eru mislagðar hendur. Kannski er þetta aðal skýringin á því, að Samfó er í frjálsu falli.

Imba Solla í Undralandi, já! En spurning hvort þetta væri ekki frekar frökenin í Galdrakarlinum í Oz. Því þær virðast báðar hafa fylgdarmenn með mjög svipuð vandamál.


Feitari Ronaldo-inn kominn til AC Milan

419713BHann hefur farið víða þessi. PSV (með Eiði), Barcelona, Inter, Real, og nú AC Milan. Síðan mun hann vísast enda ferilinn með Bolton, Portsmouth, Spurs eða öðrum endurvinnslustöðvum í Englandi.

Annars held ég að hann eigi eftir að spjara sig með AC Milan.

En er ég sá eini sem hef það á tilfinningunni, að maðurinn á myndinni sé ekki Ronaldo, heldur Eldar Ástþórsson?


mbl.is Ronaldo kominn til AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30. janúar í sögunni

Hrafninn reið á vaðið í morgun með bloggi um tvo mikilvæga atburði, sem áttu sér stað 30. janúar; annars vegar að Hitler varð kanslari Þýskalands og hins vegar morðið á Gandhi. En fleira gerðist:

1648: Munster samningurinn undirritaður. Stríði Spánverja og Hollendinga lýkur.

1649: Karl I. Englandskóngur er tekinn af lífi með exi.

1661: Oliver Cromwell hálshogginn, tveimur árum eftir dauða sinn.

1820: Edward Bransfield lendir á meginlandi Suðurskautslandsins.

1847: Bærinn Yerba Buena fær nýtt nafn: San Francisco.

1943: Þjóðverjar myrða 7.000 Gyðinga í Letychiv.

1968: Tet-árásin hefst í Víetnamstríðinu.

1969: Bítlarnir koma fram í síðasta skipti.

1975: Fyrsta færeyska frímerkið gefið út.

1994: Ungverjinn Peter Lekó verður yngsti stórmeistari sögunnar í skák.

 

Þennan dag fæddust

Franklin D. Roosevelt forseti USA (1882)

Barbara Tuchmann sagnfr. (1912)

Olof Palme forsætisráðherra (1927)

Gene Hackmann leikari (1930)

Boris Spassky fyrrv. heimsmeistari í skák (1937)

Dick Cheney, skotveiðimaður (1941)

Phil Collins, tónlistarmaður (1951)

Abdullah, Jórdaníukóngur (1962)

og síðan nokkrir fótboltamenn, t.d. Juninho Pern...í Lyon (1975),  Berbatov og Peter Crouch (1981).

 

Heimildir: BBC, NY Times, og Wikipedia.

  

 

 


Gamalt kvót, en sígilt

"Stéttarígur er það kallað, sem við höfum komið hér á stað með stofnun Alþýðuflokksins." Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti/formaður ASÍ/Alþýðuflokksins, í Alþýðublaðinu 6. mars 1920.

Margt hefur nú breyst í áranna rás. Flokkur þessi, sem stofnaður var til að ala á stéttaríg, hvarf síðan sjónum, þegar flokksmenn gengu í nýstofnaðan hrærigraut rúmlega þriggja flokka. Sá grautur var kallaður Samfylkingin og var stofnaður til að ala á flokkaríg. Ójá, í gamla daga höfðu menn hugsjónir um bjarta framtíð. Nú er helsta hugsjón þjóhnappakrata að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og taka sjálfir við. Það er því miður ekki björt framtíðarsýn.


Bankinn "okkar" í Hamborg?

Já, bankar eru ekki alslæmir þó þeir mergsjúgi stundum fólk með okurvöxtum.

thri_51_banki

mbl.is Banki býður eiginkonum leikmanna Íslands á Danaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, James Bond og blóðdemantar

95mJæja, ég sé að tengslin eru engin á yfirborðinu, hafi fréttasmiðir Mbl rétt fyrir sér. Jæja, það er eflaust rétt. En manni verður hugsað til James Bond myndarinnar Die Another Day, þegar Ísland var einmitt vettvangur blóðdemantaátaka, þar sem vondi kallinn átti að hafa fundið demantanámu á Íslandi, en þeir hafi í raun komið frá Sierra Leone, vísast í skiptum fyrir Norður-kóreönsk vopn, en vondi kallinn var einmitt norður-kóreanskur herforingi.

Blóðdemantarnir í James Bond hafa vísast átt að vera greiðsla fyrir þau vopn, sem íbúarnir í Sierra Leone nota til að skjóta hverjir aðra. Fá stríð eru th-D-1509RF_19045að jafnaði andstyggilegri en borgarastríð, þar sem e.t.v. vinir skjóta hverjir aðra, frændur berjast, jafnvel bræður. Og allt út af valdagræðgi manna, sem þykjast telja hag lands og þjóðar betur borgið í sínum höndum en annarra, en vilja yfirleitt fyrst og fremst mata eigin krók, enda eru flest ríki Afríku tiltölulega auðug af hráefnum.


mbl.is Spyrja um blóðdemanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurbassinn

Nei, ég á ekki við Davíð Wunderbass, heldur fíknóhundinn Bassa.

En spurning hvort svona fréttir hefði ekki átt að "ritskoða" og bera við þjóðaröryggi. Kannski verða dópsmyglararnir ákafari nú, þegar Bassi er allur, en meðan hann gekk laus um tollsali.

En "Bassi var þjóðþekktur" segir mbl.is. Kannski hann hefði átt að fara í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn meðan hann var enn á lífi. Hann hefði a.m.k. bætt meðalgreind þingmanna verulega.


mbl.is Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband