Svæfingarmát Samfylkingarinnar

imagesÉg horfði á Silfur Egils, þar sem rætt var m.a. um nýja/gamla stjórnlist borgarstjórans í Reykjavík. Sumir vinsti menn finna honum það til foráttu að vilja stjórna borginni, en það þykir mér skrítið, því ég hélt að til þess séu borgarbúar að greiða honum laun. Jafnframt var verið að ýja að því aðeins, að það væri skrítið, að hinn nýi meiri hluti í borginni væri að breyta stjórnkerfi borgarinnar!

Ég skal setja þetta upp með beinni tilvísun í raunveruleikann. Þegar Reykjavíkurskákmótið 2006 var haldið skrifaði Garðar Sverrisson, fyrrv. formaður Öryrkjabandalagsins og liðtækur skákmaður, í Moggann og gagnrýndi Taflfélag Reykjavíkur, bæði beint og óbeint, fyrir að hafa slæmt aðgengi að skákhöllinni í Faxafeninu. En sú gagnrýni var svolítið út úr korti, því Taflfélagið hafði þá um nokkra hríð reynt að fá aðstoð frá borgaryfirvöldum einmitt við að koma upp lyftu, svo fatlaðir og aldraðir ættu auðveldari aðgang að skáksalnum, sem er á 2. hæð í húsinu. Málið hafði lent í samræðustjórnmálum og nefndafíkn Samfylkingarinnar, týnst eða gleymst í einhverjum skjalabunkum og fallið milli stafs og hurðar í borgarkerfi R-listans. Það er því ekki rétt, sem Össur kallinn sagði í Silfrinu, að ákvarðanir verði því betri, sem fleiri ræði um málið og lengur (eða eitthvað í þá áttina). Því miður virðist þessi stjórnlist R-listans, eða öllu heldur Samfylkingarinnar, leiða til þess, að lítið er að gert, eins og "yfirborgarstjórinn" núverandi sagði í Silfrinu. Hinn nýi meiri hluti er of upptekinn við að framkvæmda hlutina, til að nenna að tala og tala um málin fram og til baka eins og Samfó vill gera. Hvað ætli það taki marga daga að skipta um ljósaperu á skrifstofu Samfó? Og hvað þurfa margar nefndir að koma að málinu?

Ég var í kaffi niðrí í Skákhöll, milli leikja í skákmótinu, þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson mætti á staðinn til að athuga þetta mál. Hann ræddi við formann T.R., sem hefur vísast greint frá því, að málið væri týnt í borgarkerfinu. Nú, það liðu ekki margir dagar, uns Vilhjálmur hafði tekið það að sér og komið hjólunum af stað. Það liðu ekki margar vikur, uns fjármagn hafði fengist til að kaupa og setja upp lyftu í Skákhöllinni. Það sem tok R-listann mánuð eftir mánuð að ræða um yfir kaffibollum, setja í nefndir og undir stóla, tók Vilhjálm bara nokkra daga að hrinda í framkvæmd, og það áður en hann varð borgarstjóri. En auðvitað þurfti TR að sækja um hjálp á réttum stöðum í kerfinu, en það hafði R-listinn ekki átta sig á að nefna. En hugsanlega hefur eitthvað farið fram á bakvið tjöldin hjá Borginni -- og kannski eru mér ekki allar staðreyndir kunnar -- en niðurstaðan er, að ekkert gerðist hjá R-listanum. Af þeim sökum mælti eðalkrati nokkur, harður andstæðingur Sjálfstæðisflokksins en varð vitni að þessu máli, svo, að það sé ekkert annað í stöðunni en að kjósa íhaldið.

Í gær, sjöunda janúar, vígði Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri síðan hina nýju lyftu, samtímis því að Skákþing Reykjavíkur var sett. Einnig voru þar fulltrúi Skeljungs, sem styrkir mótið annað árið í röð, fulltrúi Öryrkjabandalagsins og fulltrúar eldri borgara. Hvað hefði gerst, ef málið hefði haldið áfram á könnu R-listans og R-listaflokkarnir hefðu haldið áfram að stjórna borginni? Þá væri málið vísast enn í "nefnd". Ég ulla á svona stjórnunarhætti Tounge

Hvernig ætli þetta lið yrði, kæmist það til valda á landsvísu? Og er nokkuð skrítið, þó hinn nýi meiri hluti vilja einfalda stjórnkerfið í borginni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Velkominn Benni. Eins og ég hef oft sagt áður; Hafnarfjarðarkratarnir eru bestu kratarnir.

Snorri Bergz, 8.1.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband