Mánudagur, 8. janúar 2007
Sorglegt: Mel B og Murphy
Ég átta mig ekki alveg á, hvað gengur að þessu fólki þarna í USA. Hvers konar fólk er það, sem er svo aðframkomið af ást og lotningu fyrir einhverjum leikara, að það hagar sér með þessum hætti? Hvaða gagn gerir það Eddie Murphy með því að setjast um íbúð Mel B og gera hróp að henni?
Fólk á mínum aldri man helst eftir Murphy úr Bevery Hills Cop myndunum og e.t.v. Nutty Professor. Aðrir muna eftir honum úr "uppistandi". Mel B þekkja Íslendingar jafnan eftir öðrum leiðum, enda var hún kölluð "tengdadóttir Íslands" hér um tíma. Síðar fréttist einna helst af henni af frásögnum rekkjufélaga hennar, manna sem vísuðu til, að hún væri nokkuð aðgangshörð á þeim vígstöðvum.
Þau rugluðu síðan saman reitum nýlega og nú ku Mel vera ólétt eftir Murphy, þó Murphy sé ekki viss um, að hann sé faðirinn. Hann virðist því vera að gefa í skyn, að sambandsslitin hafi komið til vegna þess, að hún hafi stigið á fjalir annarra "leikhúsa". Hann hefur þó ekki sagt það beint og heldur ekki komið fram með neinar sannanir þess efnis, enda er þetta persónulegt mál svosem. En eftir að hann tilkynnti sambandsslit þeirra opinberlega, án þess að láta hana vita fyrst, er ekki að furða þó Mel hafi orðið sár út í kappann og látið lögfræðingum sínum eftir að annast málið.
En þá koma "harðkjarnaaðdáendur" Murphys til sögunnar. Ég skal viðurkenna það strax, að ég þoli ekki svona hálfvitagang. Hvaða heilvita fólk er svo yfir sig hrifið af einhverjum leikara, og það ekki neitt sérstaklega merkilegum, að það lætur hafa sig út í svona andlegt ofbeldi við konu, sem var auðmýkt og nánast svívirt opinberlega? Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af Spice Girls, gekk reyndar í einhvern internet klúbb forðum, þar sem hæðst var að þessari hljómsveit, og heldur ekki mjög spenntur fyrir Mel B eða öðrum meðlimum kryddpíanna, en stelpan á hér samúð mína alla.
Og ef Eddie Murphy hefur eitthvað vit í kollinum, mætir hann á staðinn og segir þessu hyski sínu að snautast burtu.
Mel B. þarf lögregluvernd vegna aðdáenda Murphys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eddie Murphy er bestur af strákunum!
Ingvar Þór Jóhannesson, 8.1.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.