Hrísey og barneignir

Svenni Arnars, Hafnfirðingur með búsetu á Akureyri, var að segja frá því, að hann og félagar hans úr Samfylkingunni á Akureyri hefðu farið til Hríseyjar í dag í mikilvægum erindagjörðum. Það segir ekki beinlínis frá því, en spurning um hvernig skilja má setningar, að hinir kratarnir hafi farið aftur með Sveini í land. Ég er feginn að fá Svenna aftur í land, því þrátt fyrir að vera krati, er þetta ágætis náungi. En mér líst reyndar ágætlega á, að senda sem flesta krata til Hríseyjar. Spurning að gamla einangrunarstöðin í Hrísey verði nú loksins látin gera eitthvað gagn.

Sveinn heldur síðan áfram og segir:

Eftir það lá leiðin heim þar sem haldið var upp á 23ja ára afmæli kærustunnar minnar, sem ber fyrsta barnið okkar undir belti. 

Ég vil hérmeð óska kærustunni (sem mig minnir að ég hafi hitt með Svenna fyrr í haust) til hamingju með daginn og þeim báðum til hamingju með litla barnið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

takk fyrir það Snorri.  Kristján Þór mundar nú skóflur og penna með látum áður en hann hættir sem bæjarstjóri á þriðjudaginn. Mikill fjöldi íhaldsmanna fór með í ferðina en fáir snéru aftur

Sveinn Arnarsson, 6.1.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, Svenni, það vantaði gæslumenn fyrir kratana í einangrunarstöðinni, og hverjir betri í slíku en íhaldsmenn!!

Snorri Bergz, 7.1.2007 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband