Laugardagur, 6. janúar 2007
Tvöföldun
Jæja, þá er þetta orðið formlegt. Ég vísaði til þessa í bloggi hér 21. desember. Hamas ætlar að tvöfalda í sveitum sínum.
Þetta er nú allt frekar morkið. Hamas og Fatah deila og skjóta liðar þeirra hverjir á aðra með reglulegu millibili. Síðan kemur Abbas og segir öryggissveitir Hamas ólöglegar. Hamas liðar svara með því, að tilkynna að þeir ætli að tvöfalda fjölda hermanna sinna.
Það er dálítið skondið, í þessu samhengi, að bestu vinir Hamas og félaga, Ögmundur og co í VG Palestína, eru í þeim flokki, sem hefur, ásamt undanförum, gagnrýnt t.d. varnarsveitirnar 30. mars 1949, þegar íslensk stjórnvöld stofnuðu varalið til að verjast ásókn kommúnista. En enginn þeirra hefur, mér vitandi, gagnrýnt það, þótt stjórnarflokkurinn á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna sé að reka eigin, vel vopnaðar öryggissveitir, sem jafnvel berjist við hinar formlegu öryggissveitir hins opinbera og taki jafnvel þátt í eldflaugaárásum á nágrannaríki. Getur verið, að það væri friðvænlegra á þessum slóðum án Hamas?
En jæja, aftur að Hamas sveitunum og deilum þeirra við Fatah. Ég fæ ekki betur séð, en að átök þessara tveggja hópa muni fara vaxandi en hitt, þrátt fyrir samninga Abbasar og Hamas-stjórnarinnar um "vopnahlé."
Hamas-samtökin ætla að tvöfalda fjölda öryggissveitarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Miðausturlönd | Aukaflokkar: Saga, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.