Stóri bróðir vill fylgjast með

Jæja, nú ætlar fasistaríkið að koma hér á nákvæmu eftirliti; það vill vita nákvæmlega hverjir búa hvar á Íslandi.

"ESB þarf raunar tölur um eitt og allt í íslensku þjóðlífi. Bandalagið áformar meðal annars að gera manntal hér á landi eftir tvö ár og kanna hverjir búa í hvaða íbúð og á það að sjást með því að samkeyra þjóð- og fasteignaskrár."

En væri ekki frekar að bíða eftir því að Ísland gangi í ESB? Getur ESB skipað fyrir um manntal hér, hjá sjálfstæðu ríki? Er þetta hluti af EES eða Schengen? Er ekki stjórnsemi og stjórnhyggjufrekja ESB farin að ganga aðeins út í öfgar?

En megi bændur hafa þökk fyrir að tefja þennan ESB ósóma með því að vera ekki með allar tölur á hreinu!


mbl.is Tölur tefja ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó margt megi segja um ESB, þá ættu Íslendingar að taka það til eftirbreytni að láta ekki hagsmunaaðila mata sig á tölulegum upplýsingum.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 06:37

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jú, auðvitað eiga hagsmunaaðilar ekki að vera einu upplýsingaveitendur, það er alveg rétt. En hérna kemur slóðaháttur bændasamtaka eða annarra, sem í hlut eiga, að gagni! :)

Snorri Bergz, 21.11.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband