Löður -- "Soap"

soap Ég komst yfir seríu 1 af "Löðri" eða Soap, eins og þættir þessu hétu víst upp á engil-saxneska mátann. Ef ég man rétt, þá var þessi þáttaröð upphafið að nýrri tegund sjónvarpsefnis, sem síðan hefur talist ómissandi, svokölluðum "sit-coms", þar sem nánast allt var leyfilegt. Svipaðir þættir höfðu vitaskuld verið sýndir áður, en höfðu einhverra hluta vegna ekki náð sömu útbreiðslu og ekki haft sömu áhrif.

Ég er svosem enginn sérfræðingur í amerísku sjónvarpsefni, enda horfi ég lítið á sjónvarp, einna helst fréttir. En ég hef gaman að þessu gömlu þáttum frá USA, s.s. MASH og nú Löðri. Húmorinn þar er, að mínum dómi, mun þægilegri viðfangs en sá, sem er í þessum nýju þáttum, þ.e. af þeim sem ég hef séð.

Þegar maður var barn og unglingur horfði maður á Löður á nánast hverju laugardagskvöldi. Þetta er skylduáhorf bæði hjá mér og flestum sem ég þekkti á sama aldri. Þættirnir hurfu síðan af dagskrá og aðrir tóku við. En einhvern veginn lifði Löður í minningunni umfram hina.

Þessi sería 1 fæst m.a. á Amazon, og einnig aðrar seríur af Löðri, en myndin að ofan er úr fjórðu seríunni. Hver sería kostar um 20 dollara, en fyrstu fjórar á 68 dollara. Skora ég á menn að rifja nú upp gamlar góðar stundir með fólkinu í Löðri og hlæja hressilega, þó ekki sé nema fyrir það, að horfa á fata- og hártískuna frá þessum tíma.

En persónulega gef ég þessum þáttum 8.5/10.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband