Shell

Skeljungsmótið 2007

Tilkynning frá Taflfélagi Reykjavíkur. Sjá einnig; Skáksíðuna.

shell_100Skeljungsmótið 2007 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar nk. kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk að jafnaði 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.00 og á sunnudögum kl. 14.00.

Verðlaun í Skeljungsmótinu hafa aldrei verið hærri, verða alls kr. 245,000. Í aðalkeppninni verða verðlaunin fyrir þrjú efstu sætin kr. 100.000, kr. 60.000 og kr. 40.000. Sigurvegarinn hlýtur auk þess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2006 og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna undir 2000 elóstigum (íslensk skákstig) verða kr. 15.000. Verðlaun fyrir bestan árangur kvenna kr. 15.000 og verðlaun fyrir bestan árangur unglinga undir 16 ára verða einnig kr. 15.000.-

Þátttökugjöld verða kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri.

Dagskrá mótsins


1. umferð sunnudag 7. janúar kl. 14-18
2. umferð miðvikudag 10. janúar kl. 19-23
3. umferð föstudag 12. janúar kl. 19-23
4. umferð sunnudag 14. janúar kl. 14-18
5. umferð miðvikudag 17. janúar kl. 19-23
6. umferð föstudag 19. janúar kl. 19-23
7. umferð sunnudag 21. janúar kl. 14-18
8. umferð miðvikudag 24. janúar kl. 19-23
9. umferð föstudag 26. janúar kl. 19-23


Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Skráning er á heimasíðu T.R www.skaknet.is og þar verður að finna nánari upplýsingar og keppendalista. Einnig er hægt að skrá sig í síma 895-5860 (Ólafur) eða í netfangið rz@itn.is (Ríkharður).

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. janúar og hefst það kl. 14.00. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Monradkerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband