Gott fordæmi Kaupþings banka á Sauðárkróki

Þetta lýst mér á. Því miður er allt of mikið um, að fyrirtæki, sérstaklega þau stærri, fargi skjölum og öðrum gögnum. Hið sama á vitaskuld um hvað snertir minni fyrirtæki. Varðveisla gagna, eins og þessara, er mikilvægt. Forystumenn fyrirtækja, sem eiga sér langa sögu, átta sig stundum ekki á því, hversu afhending gagna er mikilvæg, eins og t.d. í þessu tilviki. Með þessari afhendingu geta sagnfræðingar í Skagafirði, Unnar Ingvarsson og félagar, eða aðrir sem áhuga hafa, rannsakað betur þetta tímabil í sögu Skagfirðinga. Hver lítill þáttur getur verið mikilvægur í heildarmyndinni, t.d. gætu þarna fundist vísbendingar sem kæmu að gagni varðandi vesturheimsferðirnar, svo eitt dæmi sé tekið.

En a.m.k: Glæsilega gert hjá Kaupþingi á Króknum. Hefði kannski mátt koma fyrr, en þetta er samt vel gert. Fleiri mættu gera slíkt hið sama og taka þátt í að byggja upp sterk héraðsskjalasöfn.


mbl.is Héraðsskjalasafn fær skjöl Sparisjóðs Sauðárkróks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband