Hýenurnar komnar á stjá

Það er merkilegt, að þegar ljóst er orðið að almenningur er orðinn frekar andsnúinn Byrginu, þá skuli Samfylkingin koma inn eins og hetjur; engin hugsjón, engin framtíðarstefna, engin heildarsýn: Aðeins að elta þau mál, sem talið er, mas með skoðanakönnunum, að séu vinsæl meðal almennings. Í stað þess að hafa stefnu og hugsjón, fer Samfó af stað og reynir að fylgja því sem er vinsælt meðal fólksins.

Og af hverju höfðu kratarnir engan áhuga á, að hafa eftirlit með Byrginu meðan þeir voru sjálfir við völd? Ég er alveg sammála Birnu M um, að þetta er alveg hreint með ólíkindum. Á síðasta hálfa ári hefur Samfylkingin svoleiðis gjörsamlega gengið fram af manni, og það hvað eftir annað, að þetta er orðið sá flokkur, sem ég myndi síst af öllu kjósa. Og ég hef heyrt marga aðra segja það, m.a. einn vin minn, sem ER formlega séð krati. Skrítið, að flokkur sem lifir á skoðanakönnunum og að elta vilja fólksins, skuli ekki átta sig á þessu.

En manni ofbýður svo þessi vitleysa Samfylkingarinnar, aftur og aftur, að það liggur við að ég verði kjaftstopp í fyrsta skipti í mörg ár. Og Össur, hvað ertu að gera í þessum félagsskap?


mbl.is Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband