Verður Samfylkingin litli vinstriflokkurinn í vor?

Á RUV er rætt um síðustu skoðanakönnun Gallups og má þar m.a. sjá, að Samfylkingin er að gera í sig í Reykjavík, norðurhlutanum að minnsta kosti.

Samfylkingin og vinstri Grænir mælast með jafn mikið fylgi í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri Grænir og frjálslyndir mælast með jafnmikið fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður eða 15%. Samfylkingin er minnsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi.

Síðan er Samfó minnsta stjórnmálaaflið í NV, og ekki er útilokað, að Samfylkingin skrapi botninn víðar, þó xF og xB séu jafnan fastir á þeim slóðum. En víðast hvar virðist VG vera í sókn, en Samfylkingin á niðurleið. Það kemur ekki á óvart svosem, enda eru kjósendur byrjaðir sjá, að þetta hænsnabú við Hallveigarstíginn er ótrúverðugt stjórnmálaafl, a.m.k. undir núverandi forystu.

Og það versta er, að nú eru jafnvel skoðanakannanir, sem eru yfirlýst trúarbrögð Samfylkingarinnar, farnar að snúast gegn þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband