Bréf forsetans

Ólafur Ragnar. Jæja, Ólafur Ragnar birtir nokkur bréf. En þau breyta engu. Hann er búinn að koma sér úr húsi, hefur misst "baklandið", eins og gula pressan orðaði það og hefur í fá hús að leita skjóls. Gula pressan minntist á, að hann hefði jafnvel reynt að friðmælast við Davíð Oddsson, til að leita skjóls þar, en ég efa að mikið skjól finnist þar.

Ólafur Ragnar hefur glatað trausti þjóðarinnar, þ.e. það traust sem hann á annað borð hafði, aðallega hjá vinstri mönnum og útrásarvíkingunum, sem notfærðu sér forsetann, þó þeim hafi ekki endilega líkað vel við hann eða treyst honum. En það mátti nota hann.

En nú stendur Ólafur einn, eða svo gott sem, með slóð eyðileggingar að baki sér.

Vinstra liðið sem kom honum til valda hlýtur að vera mjög stolt af hetjunni sinni núna.

Myndin er tekin af: http://020262.blog.is/blog/020262/entry/585331/


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband