Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Vangaveltur um fegurð - Bebbi Stergs
Ég var áðan að lesa merkilegan pistil eftir Akureyringinn, nú Bifrastarbúann og sjónvarpsstjörnuna Stefán Bergsson, a.k.a. Bebba Stergs. "Bebbi" er einn af þessum original Íslendingum og mjög merkilegur fyrir margra hluta sakir. Okkar á milli kallar hann sig junior, enda S. Bergsson eins og ég. Stundum kallar hann sig "lyppinn", veit ekki hvernig ég á að útskýra það. En í þessum pistli er Bebbi að velta fyrir sér fegurð. Ég get ekki á mér setið; ég verð að birta þetta (með leyfi höfundar):
Hvers virði er hlutur sem er gerður vegna fagurfræðilegra ástæðna. Hvað liggur að baki fegurðar og hvað er það sem skapar hana? Er það leiðin að henni? Er það birtingarmyndin, fegurðin sjálf eins og augað sér hana? Er hún sértæk eða algild? Er fegurð heildstæð eða getur fegurð einnig verið ljót? Er fegurð afleiða samfélags eða menneskju? Svalar fegurðin kennd sem er sameiginleg með öllum eða mismunandi milli manna? Svalar hún fleiri en einni kennd? Gerir samfélagsleg og dagleg merking orðins fegurðar það að verkum að fólk vantar orð yfir tilfinningar og hluti sem því þykir fallegt? Gæti, vegna þess, sumar tilfinningar manna og afleiður þeirra ekki fengið jafnmikið vægi og ella? Gera þarf mun á fegurð augans og andans. Í nútímanum hefur vægi augans of mikið vægi miðað við andann. Frumforsenda til að mennirnir geti réttlætt það að skilgreina sig frá dýrum er sú að andi þeirra bjóði upp á meira en andi dýranna. Nú þarf ég að kúka, bíðið aðeins. Stefán
Eftir svona lestur fellur þögn yfir salinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.