Byrgið: Vistmenn á götuna aftur

monaJæja, nú hljóta Kompásmenn að vera glaðir, þegar fjöldi fólks úr Byrginu er kominn aftur á götuna og þá vísast beint í neyslu aftur. Nú hafa þeir mörg ný andlit til að elta á röndum með myndavélar og selja auglýsingar út á. Svo segir í frétt á RUV:

Meira en helmingur vistmanna í Byrginu hefur farið þaðan á síðustu vikum flestir aftur á götuna og í neyslu. Forstöðumaður Byrgisins segir starfsemina og vistmenn viðkvæma og ekki þola áreitið sem beinst hefur að stofnuninni. Félagsmálaráðuneytið hefur tímabundið stöðvað greiðslur til Byrgisins.

Jón Arnarr Einarsson, nýr forstöðumaður Byrgisins, sagði í samtali við Fréttastofu Útvarps að rekstur meðferðarstofnunarinnar hafi raskast töluvert eftir Kompásþáttinn þar sem fjallað var um málefni þess. Til að mynda hafi allt að 20 vistmenn farið frá Byrginu á síðustu vikum og flestir aftur á götuna og í neyslu. Hann bendir á að starfsemin sé viðkvæm og að margir vistmenn þoli ekki mikið áreiti. Nú eru eftir í Byrginu um 16 manns með starfsfólki.

junkieÞað er kannski ekki sanngjarnt að ota fingri að Kompás fyrir það, að fólk þetta fór aftur á götuna. En fréttastofa Stöðvar 2 getur þó alls ekki firrað sig ábyrgð. Ég veit ekki hvað Jóhannes og hinir ætla að gera fyrir þetta fólk? Kannski skaffa þeim eitthvað? Peninga fyrir gistiheimili?

Það er eitt að upplýsa einhver mál, með því að opna Pandóruboxið og leika númer. En hvað ætla menn að gera, þegar "innihaldið" sleppur út? Og til að bæta gráu ofan á svart, virðist ríkisvaldið ekki í stakk búið að hjálpa neitt til, sbr. eftirfarandi úr sömu frétt á RUV:

Óljóst er hver ber ábyrgð á velferð þeirra vistmanna sem dvalið hafa í Byrginu eða hvort nokkur gerir það eins og er. Fjárstuðningur félagsmálaráðuneytisins til Byrgisins hingað til virðist ekki fela í sér ábyrgð á því að fólkið hafi í einhver hús að venda.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um ábyrgð stjórnvalda í dag, vísað var á ríkisendurskoðanda og borgaryfirvöld og í heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að þar ætti málið ekki heima.

Hvar á málið þá heima? Kannski í Byrginu? Jú, en Kompásþátturinn hefur nánast gert fíklum ómögulegt að dveljast þar og leita sér hjálpar. En með þessu er ekki verið að draga neitt úr ábyrgð Guðmundar Jónssonar, en aðeins benda á, að nú fyrst eru afleiðingar Kompáss að koma í ljós. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Ávextir Kompáss eru því miður skelfilegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko.

-Kompásþátturinn hefur ekki framið stærri glæp en að upplýsa þjóðina um gögn sem gefa tilefni til að hafa áhyggjur af vistfólki.

-Stjórnvöld eru aumingjar að benda bara á ríkisendurskoðun, það þarf að rannsaka hvort þarna hafa átt sér stað kynferðisafbrot og það ætti að vera í höndum lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið ætti að grípa inn í á sama hátt og ríkisendurskoðun hefur gert.

-Ég er ekkert viss um að fólkið sé verr sett á götunni en meðal fólks sem vísvitandi misnotar eymd þeirra til eigin velmegunar og ofbeldishneigðar. Þ.e.a.s. ef ásakanirnar eru réttar.

Bestu,

Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sko....fólkið er komið á götuna...komið í neyslu. Ég tel skárra að hafa það í Byrginu. Það sem ég er að segja er, að Kompásmenn hefðu átt að velta fyrir sér, hvaða afleiðingar þetta hefði. Og fara þá frekar með gögnin til lögreglu...en þetta er dæmi um hversu fréttamenn þurfa að stíga varlega til jarðar.

Snorri Bergz, 2.1.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband