Kryddsíldin, Steingrímur Joð og Alcan

aluminSteingrímur Joð var TEKINN, segir Guðmundur Magnússon hér á blogginu. Alveg rétt. Steingrímur kom hér fram með upphafsræður kosningabaráttunnar og gerði það í boði Alcan, sem rekur Álverið í Straumsvík og hyggst nú stækka það dálítið, ákveðnum umhverfisverndarsinnum til mikils ama. Á RUV segir eftirfarandi um þennan þátt:

Stjórnmálaumræða áramótanna á Stöð tvö, þátturinn Kryddsíld, var í boði Alcan þetta árið það vissu þátttakendur ekki um en sumir þeirra telja þá kostun bæði óviðeigandi og varhugaverða. Þátturinn hefur verið kostaður í mörg ár, lengi af ORA, sem framleiðir síld, en þetta er annað árið sem þátturinn er í boði Alcan.

Ég fæ ekki betur séð, en að Alcan hafi áður kostað Kryddsíldina. Getur því verið, að Steingrímur hafi hér verið TEKINN í annað sinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband